Grunaður um ítrekuð kynferðisbrot

Grunaður um ítrekuð kynferðisbrot gagnvart ungum dreng

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 16. febrúar, en hann er grunaður um að hafa tælt 18 ára dreng til samræðis í nokkur skipti eftir að hafa gefið honum mikið magn lyfja yfir í um vikutíma. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um að maðurinn skyldi vera í varðhaldi, en hann var nýlega ákærður fyrir fjölda brota gegn sama dreng sem áttu sér stað yfir tveggja ára tímabil. Þá er maðurinn einnig grunaður um að hafa beitt annan dreng kynferðislegri áreitni.

Grunaður um ítrekuð kynferðisbrot gagnvart ungum dreng

Endurtekið áreiti og nálgunarbönn | 25. janúar 2018

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hanna

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 16. febrúar, en hann er grunaður um að hafa tælt 18 ára dreng til samræðis í nokkur skipti eftir að hafa gefið honum mikið magn lyfja yfir í um vikutíma. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um að maðurinn skyldi vera í varðhaldi, en hann var nýlega ákærður fyrir fjölda brota gegn sama dreng sem áttu sér stað yfir tveggja ára tímabil. Þá er maðurinn einnig grunaður um að hafa beitt annan dreng kynferðislegri áreitni.

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 16. febrúar, en hann er grunaður um að hafa tælt 18 ára dreng til samræðis í nokkur skipti eftir að hafa gefið honum mikið magn lyfja yfir í um vikutíma. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um að maðurinn skyldi vera í varðhaldi, en hann var nýlega ákærður fyrir fjölda brota gegn sama dreng sem áttu sér stað yfir tveggja ára tímabil. Þá er maðurinn einnig grunaður um að hafa beitt annan dreng kynferðislegri áreitni.

Fram kemur í úrskurðinum að fyrst hafi verið tilkynnt um drenginn í bíl mannsins 9. janúar, en þá hafði hann þegar verið ákærður fyrir brot sín gegn drengnum. Reyndi maðurinn að aka í burtu frá lögreglunni þegar hún reyndi að stoppa hann. Var drengurinn í bílnum og var hann í annarlegu ástandi með nýjan síma, sem reyndist vera gjöf frá manninum.

Tveimur dögum síðar höfðu foreldrar drengsins samband við lögreglu eftir að þau fengu skilaboð frá drengnum á Snapchat þar sem hann kallaði á hjálp og óskaði eftir aðstoð lögreglu líka.  Fannst drengurinn með aðstoð staðsetningarbúnaðar í símanum. Sagðist hann hafa orðið fyrir kynferðisbroti og fór í skoðun á neyðarmóttöku.

Sagðist drengurinn lítið muna eftir því sem gerðist hjá honum og manninum og síðan þeir hafi hist hafi hann verið í lyfjamóki og að maðurinn hafi „mokað í hann lyfjum, m.a. sanex og tramadol“.

Þá sagði drengurinn að maðurinn hafi beðið hann um að falla frá kæru á hendur sér, en sem fyrr segir hafði maðurinn verið opinberlega ákærður fyrir brot gegn drengnum frá því að hann var 15 ára þangað til hann var 17 ára. Fékk maðurinn auk þess á sig nálgunarbann gagnvart stráknum í hálft ár í janúar í fyrra. Telur drengurinn að maðurinn hafi haft frumkvæði að samskiptum þeirra á milli og að hann hafi nýtt sér fíkn drengsins til að brjóta á honum.

Við leit í bíl mannsins fundust meðal annars ýmis lyf, sleipiefni og ýmis kort, meðal annars kort sem var merkt hinum drengnum sem maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn. Sætir maðurinn nú nálgunarbanni gagnvart þeim dreng.

Maðurinn neitar sök og segist hafa viljað aðstoða drenginn eftir að hann hafi verið rekinn af heimili sínu. Sagði hann að þeir hefðu átt kynmök í um sex skipti, en það hefði allt verið að frumkvæði drengsins.

Sem fyrr segir hefur maðurinn verið ákærður fyrir brot gegn drengnum þegar hann var 15 til 17 ára gamall. Hann hafi meðal annars „ítrekað tælt hann með fíkniefnum, lyfjum og gjöfum, gefið honum peninga, tóbak og farsíma og nýtt sér yfirburði sína gagnvart drengnum vegna aldurs- og þroskamunar, til að hafa við hann samræði og önnur kynferðismök á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi hann einnig verið ákærður fyrir að hafa á sama tímabili ítrekað tekið ljósmyndir af brotaþola á kynferðislegan og klámfenginn hátt og hreyfimynd af honum er hann veitti ákærða munnmök.“

mbl.is