Mótmæla innsetningu Pútíns í embætti

Vladimír Pútín | 5. maí 2018

Mótmælendur handteknir

Boðað hefur verið til mótmæla víða í Rússlandi í dag í tilefni þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti verður á morgun settur í embætti í fjórða skipti. Rússneska lögreglan hefur þegar handtekið tugi stuðningsmanna Alexei Navalny, eins helsta andstæðings forsetans.

Mótmælendur handteknir

Vladimír Pútín | 5. maí 2018

Stuðningsmenn Pútíns safnast saman við minnismerki skáldsins Alexanders Púskin í …
Stuðningsmenn Pútíns safnast saman við minnismerki skáldsins Alexanders Púskin í Moskvu, skömmu áður en mótmæli gegn innsetningu Pútíns fjórða kjörtímabilið áttu að hefjast. AFP

Boðað hefur verið til mótmæla víða í Rússlandi í dag í tilefni þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti verður á morgun settur í embætti í fjórða skipti. Rússneska lögreglan hefur þegar handtekið tugi stuðningsmanna Alexei Navalny, eins helsta andstæðings forsetans.

Boðað hefur verið til mótmæla víða í Rússlandi í dag í tilefni þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti verður á morgun settur í embætti í fjórða skipti. Rússneska lögreglan hefur þegar handtekið tugi stuðningsmanna Alexei Navalny, eins helsta andstæðings forsetans.

Navalny, fékk ekki að bjóða sig fram til forseta vegna fimm ára skil­orðsbund­ins fang­els­is­dóms sem hann hlaut vegna fjár­mála­m­is­ferl­is. 

Mótmælaaðgerðirnar hófust fyrst í austurhluta landsins og Síberíu, þar sem tugir mótmælenda voru handteknir af lögreglu. Segja óháð eftirlitssamtök lögreglu hafa verið nokkuð harkalega í aðgerðum sínum.

Þá var nokkur hópur stuðningsmanna Navalnys einnig handtekinn í gær.

Í Moskvu og Sankti Pétursborg, þar sem mótmæli áttu að hefjast klukkan ellefu að staðartíma, höfðu yfirvöld ekki veitt heimild fyrir þeim. Stuðningsmenn Navalnys komu engu að síður saman á einu af aðaltorgum Mosvku og það sama gerðu stuðningsmenn forsetans sem hrópuðu „Okkar land, okkar reglur“ og „Við styðjum Pútín“.

Navalny skrifaði á Twitter í morgun að raggeitin hann Pútín telji sig vera keisari. „En hann er ekki okkar keisari,“ skrifaði hann.

Óttast er að mótmælin kunni að leiða til átaka og að fjöldi verði handtekinn líkt og gerðist árið 2012 er tugþúsundir mótmæltu þegar Pútín tók við embætti forseta í þriðja sinn. 

mbl.is