12 mánaða fangelsi fyrir heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi | 7. júní 2018

12 mánaða fangelsi fyrir heimilisofbeldi

Maður var í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands fyrir alvarlega líkamsárás gegn sambýliskonu sinni og barnsmóður. Brotin áttu sér stað á heimili þeirra og urðu börn þeirra vitni að árásinni.

12 mánaða fangelsi fyrir heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi | 7. júní 2018

mbl.is/Eggert

Maður var í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands fyrir alvarlega líkamsárás gegn sambýliskonu sinni og barnsmóður. Brotin áttu sér stað á heimili þeirra og urðu börn þeirra vitni að árásinni.

Maður var í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands fyrir alvarlega líkamsárás gegn sambýliskonu sinni og barnsmóður. Brotin áttu sér stað á heimili þeirra og urðu börn þeirra vitni að árásinni.

Maðurinn var ákærður fyrir alvarlega líkamsárás með því að hafa slegið konuna með ítrekuðum hnefahöggum í andlitið, ýtt nokkrum sinnum við henni svo hún lenti á vegg, sparkað í fót hennar, dregið hana eftir gólfinu á úlnliðunum út úr húsinu og skilið við hana þar.

Þá hafi maðurinn veist að konunni eftir að hún komst inn í húsið að nýju, hann hafi látið höggin dynja á henni þar sem hún lá þegar hún reyndi að bera hendur fyrir sig og verjast. Maðurinn lagði handlegg yfir öxl konunnar og setti olnbogabótina að hálsi hennar og þrengdi að með handlegg sínum.

Einnig var ákært fyrir tilraun til manndráps þar sem maðurinn þvingaði konuna niður á gólfið, settist klofvega yfir hana, greip með báðum höndum um háls hennar og barka og herti fast að svo hún átti erfitt með andardrátt.

Dómurinn taldi sannað að maðurinn hefði veist að konunni með þeim hætti sem var lýst í ákæru, en féllst ekki á að um tilraun til manndráps hefði verið að ræða og því var hann sýknaður af þeim hluta ákærunnar.

Manninum var gert að sæta fangelsi í 12 mánuði auk þess að greiða tæpar 1,8 milljónir í málskostnað.

mbl.is