„Reykjavíkurborg er að standa sig illa“

„Reykjavíkurborg er að standa sig illa“

„Það er frábært að þetta hafi verið sett á dagskrá og til umfjöllunar á þessum fundi. Þetta að einhverju leyti er viðurkenning á þessari gríðarlegu húsnæðiskreppu sem ríkir hjá Reykjavíkurborg,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, í samtali við blaðamann mbl.is.

„Reykjavíkurborg er að standa sig illa“

Heimilislaust fólk í Reykjavík | 31. júlí 2018

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir ekki hægt að bíða …
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir ekki hægt að bíða eftir langtímalausnum í málefnum húsnæðislausra og að þörf sé á tafarlausu neyðarúrræði. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er frábært að þetta hafi verið sett á dagskrá og til umfjöllunar á þessum fundi. Þetta að einhverju leyti er viðurkenning á þessari gríðarlegu húsnæðiskreppu sem ríkir hjá Reykjavíkurborg,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, í samtali við blaðamann mbl.is.

„Það er frábært að þetta hafi verið sett á dagskrá og til umfjöllunar á þessum fundi. Þetta að einhverju leyti er viðurkenning á þessari gríðarlegu húsnæðiskreppu sem ríkir hjá Reykjavíkurborg,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, í samtali við blaðamann mbl.is.

Boðaður var aukafundur í borgarráði í kjölfar þess að minnihlutinn óskaði eftir því að sérstakur fundur yrði haldinn um málefni húsnæðislausra og heimilislausra í Reykjavík.

„Þegar litið er á fundinn í heild, skynjaði maður að umræðan af hálfu meirihlutans var byggð á að vísa ábyrgðinni annað, að miklu leyti til annarra sveitarfélaga og ríkisins. Það er mikilvægt að við sjálf séum meðvituð um að Reykjavíkurborg er að standa sig illa í þessum málefnum og við þurfum að bregðast við sem fyrst,“ segir hún.

Heiða Björg Hilmisdóttir.
Heiða Björg Hilmisdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs, segir í samtali við blaðamann að meirihlutinn hafi „kallað eftir ríku samstarfi samfélagsins um að koma í veg fyrir að fólk verði utangarðs og koma fólki sem verður utangarðs til hjálpar hvað varðar heilbrigðisþjónustu, húsnæði, félagslegan stuðning og virkni.“

„Ég upplifði ekki stóran ágreining í borgarráði um þessi mál, frekar aukinn áhuga hjá minnihlutanum miðað við síðasta vetur. Það er of stór hópur fólks sem er í miklum félagslegum vanda og við þurfum að styðja þann hóp og sameinast um að koma í veg fyrir að fólk verði utangarðs,“ segir hún.

Neyðarúrræði vísað í nefnd

„Við lögðum fram tillögu í átta liðum sem var samþykkt. Síðan voru þarna tillögur frá minnihlutanum, flestum þeirra var vísað í frekari stefnumótun hjá velferðarráði. Það var ekki talin ástæða til þess að samþykkja eitt og annað án þess að það sé í samhengi við þá vinnu sem er þegar í gangi um það hvernig við getum fjölgað húsnæðisúrræðum,“ segir Heiða Björg.

Sanna virðist ekki með öllu sammála túlkun Heiðu Bjargar og segir við blaðamann að þörf sé á „neyðarúrræði fyrir þá einstaklinga sem eru án húsnæðis á meðan unnið er að langtímalausnum. Við þurfum að getað brugðist við vaxandi vanda húnæðislausra og heimilislausra.“

„Ég lagði fram tillögu um að borgin komi á fót neyðarhúsnæðisúrræði fyrir ólíka hópa sem eru án húsnæðis,“ segir Sanna og tekur fram að sú tillaga hafi ekki verið samþykkt heldur vísað til velferðarráðs.

Aukafundur borgarráðs Reykjavíkur um málefni heimilislausra og húsnæðisskort var haldinn …
Aukafundur borgarráðs Reykjavíkur um málefni heimilislausra og húsnæðisskort var haldinn í dag. Ljósmynd/Hari

„Þannig er nú mál með vexti að velferðarráð er í sumarleyfi, þannig að afgreiðsla málsins frestast. Tillagan gekk hins vegar út á að Reykjavíkurborg komi tafarlaust á ólíkum leiðum að búsetuúrræðum fyrir húsnæðislausa einstaklinga. Með því að vísa málinu til velferðarráðs tefst þessi málsmeðferð,“ segir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins og bætir við að neyðin sé nú þegar til staðar og að það gangi ekki að fólk sé húsnæðislaust.

Samkvæmt Heiðu Björg verður fundur velferðarráðs haldinn 10. ágúst. „Þar heyrum við í hagsmunaaðilum og notendum þjónustunnar um hvað þeim finnst brýnast og hvernig húsnæði þau myndu vilja. Okkur fannst rétt að hlusta á það áður en við tökum ákvörðun um hvers konar húsnæði við ætlum að bjóða þeim.“

Hugtökin ekki nægilega skýr

Sanna segist þó mjög ánægð með að tillögur hennar um að þarfir og væntingar einstaklinga í húsnæðisvanda yrðu kannaðar og ítrekar við blaðamann mikilvægi þess að notendur þjónustu borgarinnar komi að málum.

Sanna segist einnig hafa bent á að hugtökin sem notuð eru í sambandi við málaflokkinn hjá borginni séu ekki nægilega skýr. Hún vísar til þess að rætt er um heimilislausa, húsnæðislausa og utangarðsfólk án þess að gera nægileg skil á milli hugtaka.

„Til dæmis er hægt að einstaklingur sé heimilislaus án þess að vera húsnæðislaus, það er að segja að einstaklingur getur hallað höfði sínu einhvers staðar tímabundið en jafnframt verið án heimilis,“ segir hún.

mbl.is