„Enginn fæðist hatandi líkamann sinn“

Líkamsvirðing | 1. ágúst 2018

„Enginn fæðist hatandi líkamann sinn“

Elín Ásbjarnardóttir er ferðaráðgjafi og kennir jóga í Jógastúdíóinu Ánanaustum. Allt frá því á unglingsárunum glímdi Elín við átröskun. „Fyrir nokkrum árum síðan þorði ég loksins að horfast í augu við átröskunina mína, en ég hef glímt við anorexíu og lotugræðgi frá því að ég var unglingur. Vegna þessa var líkamsímynd mín mjög brengluð og ég var aldrei nógu mjó sama hversu grönn ég varð.“

„Enginn fæðist hatandi líkamann sinn“

Líkamsvirðing | 1. ágúst 2018

Elín stundar sína líkamsvirðingu í gegnum jógaiðkun sína.
Elín stundar sína líkamsvirðingu í gegnum jógaiðkun sína. Ljósmynd/Aðsend

Elín Ásbjarnardóttir er ferðaráðgjafi og kennir jóga í Jógastúdíóinu Ánanaustum. Allt frá því á unglingsárunum glímdi Elín við átröskun. „Fyrir nokkrum árum síðan þorði ég loksins að horfast í augu við átröskunina mína, en ég hef glímt við anorexíu og lotugræðgi frá því að ég var unglingur. Vegna þessa var líkamsímynd mín mjög brengluð og ég var aldrei nógu mjó sama hversu grönn ég varð.“

Elín Ásbjarnardóttir er ferðaráðgjafi og kennir jóga í Jógastúdíóinu Ánanaustum. Allt frá því á unglingsárunum glímdi Elín við átröskun. „Fyrir nokkrum árum síðan þorði ég loksins að horfast í augu við átröskunina mína, en ég hef glímt við anorexíu og lotugræðgi frá því að ég var unglingur. Vegna þessa var líkamsímynd mín mjög brengluð og ég var aldrei nógu mjó sama hversu grönn ég varð.“

Elín segir það hafa verið mikið gæfuspor þegar hún kynntist konu sem hafði einnig glímt við átröskun. Konan hafði náð miklum bata og hjálpaði Elínu yfir fyrsta hjallann. „Sem var einfaldlega að geta horft á mig í spegli án niðurrifs og þannig gat ég smám saman farið að virða minn eigin líkama. Svo gat ég hætt að rífa mig og minn líkama niður eða upphefja í samanburði við aðra líkama og þaðan hófst í rauninni uppgötvunin mín gagnvart líkamsvirðingu almennt.“

„Okkur hlýtur að líða betur ef við erum í sátt …
„Okkur hlýtur að líða betur ef við erum í sátt við okkur sjálf.“ Ljósmynd/Aðsend

Fékk aukakraft úr jógaheiminum

Hún segir að innan jógaheimsins sé ákveðin pressa á kennara og iðkendur að vera mjög granna eða vöðvastælta. „Í raun kemur það málinu bara ekkert við. Fyrir vikið hef ég fengið nýja innspýtingu í líkamsvirðingariðkunina mína og enn þá meiri kraft til að benda sem flestum á að allir megi vera alls konar. Allir geta gert jóga. Allir, grannir feitir, stæltir, mjúkir, stirðir, ungir, gamlir, öll kyn, allir kynþættir, allir. Jóga er fyrir alla,“ segir Elín

Elín segist ekki dæma fólk út frá útlitinu heldur skoðar þar út frá því hvaða mann það hefur að geyma. Henni finnst gott að setjast í hugleiðslu þegar hún á erfitt með að finna eitthvað gott að segja um líkamann sinn. „Ég vel hvernig samskipti ég á við mig gagnvart minni eigin líkamsímynd og vanda mig við að tala við mig eins og mín eigin besta vinkona. Sumir dagar eru erfiðari en aðrir þegar kemur að minni eigin líkamsvirðingu og á þeim dögum finnst mér gott að setjast í hugleiðslu þar sem ég leiði hugann í gegnum hvern líkamshluta fyrir sig og segi þeim hluta að ég elski hann eins og hann er og þakka honum fyrir það hlutverk sem hann gegnir í lífi mínu, “ segir Elín.

Elín reynir að bera sig ekki saman við aðra jógaiðkendur …
Elín reynir að bera sig ekki saman við aðra jógaiðkendur heldur sendir hún þeim ást og styrk. Ljósmynd/Aðsend

„Okkur hlýtur að líða betur ef við erum í sátt við okkur sjálf. Fólk fer í gegnum lífið hatandi líkamann sinn, rakkandi hann niður og niðurlægjandi vegna þess að við höfum lært það frá samfélaginu. Enginn fæðist hatandi líkamann sinn, okkur er kennt það. Ég tel það gríðarlega mikilvægt að virða líkamann minn til að finna frið í lífinu, finna sjálfsást og ást gagnvart náunganum svo við fáum öll að vera bara við, nákvæmlega eins og við erum.“

Elín passar sig að bera sig ekki saman við næsta jógaiðkanda heldur senda viðkomandi ást og styrk. Hún iðkar sína líkamsvirðingu mikið í gegnum jógað. Hún fær mikinn innblástur frá samfélagsmiðlum til að virða líkama sinn. „Eins eitraðir og þeir geta stundum verið þá höfum við val, „hide“- og „unfollow“-takkarnir eru þarna af ástæðu og það má nota þá. Ef ég finn að einstaklingur sem ég fylgi á samfélagsmiðlum triggerar sjálfsniðurrif hjá mér þá hætti ég að fylgja viðkomandi, án þess að skammast út í þennan einstakling, kannski fylgi ég honum aftur seinna, en í dag vel ég að hafa bara jákvæða áhrifavalda.“

mbl.is