Fékk aukinn styrk í gegnum Free the nipple

Líkamsvirðing | 9. ágúst 2018

Fékk aukinn styrk í gegnum Free the nipple

Tinna Haraldsdóttir er 28 ára ferðamálafræðingur frá Akureyri sem starfar hjá ferðaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu.

Fékk aukinn styrk í gegnum Free the nipple

Líkamsvirðing | 9. ágúst 2018

Tinna í Svíþjóð.
Tinna í Svíþjóð. Ljósmynd/Aðsend

Tinna Haraldsdóttir er 28 ára ferðamálafræðingur frá Akureyri sem starfar hjá ferðaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu.

Tinna Haraldsdóttir er 28 ára ferðamálafræðingur frá Akureyri sem starfar hjá ferðaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu.

„Það eru leiðinlega fá ár síðan ég fór að spá í líkamsvirðingu,“ segir Tinna. Hún segir að þetta hafi ekki verið í umræðunni fyrr en fyrir nokkrum árum, eða þegar hún var 24 til 25 ára. „Maður sá einstaka tal um að maður „ætti ekki að bera sig saman við módelin í tímaritunum“ og að slíkar myndir ýttu undir átraskanir. En það var ekki beint nein bylting. Maður átti samt að vera grannur. Mér leið lengi eins og ég væri sæt „þrátt fyrir“ að vera þybbin eða feit. Meira að segja þegar ég var ekki einu sinni þybbin eða feit, þá hélt ég að ég væri það,“ segir Tinna.

Ljósmynd/Aðsend

Hún segist hafa byrjað að fitna í kringum tvítugt og að hún hafi alltaf verið meðvituð um það. Þó að hún hafi ekki leyft þyngdaraukningunni að stoppa sig fann hún leiðir til að hylja líkamann sinn. „Ég hélt fyrir magann þegar ég labbaði út í sundlaug, ég fór alveg á djammið en valdi föt sem földu það sem mér fannst rangt og ýttu undir það sem mér fannst rétt,“ segir hún.

Tinna er þakklát fyrir fólkið í kringum sig sem eru femínistar og peppa líkamsvirðingu. „Því miður er fullt af fólki í þeirri stöðu að það sér bara enn það eitraða umhverfi sem ýtir undir megrunarmenningu og líkamshatur,“ segir Tinna.

Ljósmynd/Aðsend

Til að minna sjálfa sig á að bera virðingu fyrir líkama sínum tekur Tinna myndir af líkamshlutum sínum sem henni líkar minnst við. „Margar af þeim eru teknar í „góðu ljósi“, en ég er farin að taka líka myndir sem mér finnast kannski sýna líkama minn í því ljósi sem samfélagið telur ekki rétt. Með bumbuna út um allt og fellingar og krumpuð læri og appelsínuhúð.“

Tinna geymir flestar myndirnar fyrir sjálfa sig en hefur fundið styrk í að deila þeim á netinu. „Ég fann til dæmis ótrúlega mikinn styrk í gegnum Free the nipple, sem er að mér finnst hluti af baráttu um líkamsvirðingu. Það er nánast fáránlegt hvað Free the nipple kenndi mér mikið, ég hafði alveg heyrt og auðvitað séð mismunandi brjóst en ég var samt með svo fastmótaða hugmynd í hausnum á mér. Hún var gjörsamlega mölbrotin niður með Free the nipple og hjálpaði mér að virða þennan part líkama míns, sem ég hef átt, og á kannski enn, í miklu basli með,“ segir Tinna.

Að stunda líkamsvirðingu er dagleg barátta að mati hennar. Suma daga er eins og engin föt passi en þeim fer ört fækkandi segir Tinna. „Ég reyni líka að vanda mig við að segja að ég sé feit og að feitar vinkonur mínar séu feitar. Það er nefnilega ekki ljótt eða hræðilegt, það er staðreynd. Það gerir mig ekki að minni manneskju, það gerir ekki minna úr mínu virði sem manneskju,“ segir Tinna.

Ljósmynd/Aðsend

Tinna reynir einnig að vanda sig við að virða líkamann sinn. Hún segir það vera mikilvægt því að við eigum bara einn líkama. „Það er tíma- og orkueyðsla að hata hann. Það er frábært að vilja halda honum heilbrigðum en það er líka í lagi að elska líkamann sinn þótt hann sé ekki heilbrigður. Jákvæð hugsun er svo ótrúlega mikilvæg fyrir andlega heilsu og ef við eyðum tíma í að hata líkama okkar erum við að taka upp pláss í hausnum fyrir þessar neikvæðu hugsanir sem eru svo ótrúlega óþarfar. Við lifum öll og við munum öll deyja, og það sem er mikilvægast er að reyna við hamingjuna með jákvæðni,“ segir Tinna.

mbl.is