„Átakanlegt að heyra um þennan vanda“

„Átakanlegt að heyra um þennan vanda“

„Það er mjög jákvætt að við höfum fengið að hlusta á ólík hagsmuna- og mannréttindasamtök sem vinna náið með fólki sem er í húsnæðisvanda og er heimilislaust. Þetta er jafnvel eitthvað hefði mátt eiga sér stað fyrr. Þetta var mjög upplýsandi og fræðandi en á sama tíma átakanlegt að heyra um þennan vanda sem margir einstaklingar þurfa að mæta. En þetta var góð byrjun,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti og borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík.

„Átakanlegt að heyra um þennan vanda“

Heimilislaust fólk í Reykjavík | 10. ágúst 2018

Frá fundi velferðarráðs í dag.
Frá fundi velferðarráðs í dag. mbl.is/Arnþór

„Það er mjög jákvætt að við höfum fengið að hlusta á ólík hagsmuna- og mannréttindasamtök sem vinna náið með fólki sem er í húsnæðisvanda og er heimilislaust. Þetta er jafnvel eitthvað hefði mátt eiga sér stað fyrr. Þetta var mjög upplýsandi og fræðandi en á sama tíma átakanlegt að heyra um þennan vanda sem margir einstaklingar þurfa að mæta. En þetta var góð byrjun,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti og borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík.

„Það er mjög jákvætt að við höfum fengið að hlusta á ólík hagsmuna- og mannréttindasamtök sem vinna náið með fólki sem er í húsnæðisvanda og er heimilislaust. Þetta er jafnvel eitthvað hefði mátt eiga sér stað fyrr. Þetta var mjög upplýsandi og fræðandi en á sama tíma átakanlegt að heyra um þennan vanda sem margir einstaklingar þurfa að mæta. En þetta var góð byrjun,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti og borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík.

Velferðarráð Reykjavíkur fundaði með hagsmunaaðilum um málefni heimilislausra í borginni fyrr í dag.

„Svo var hefðbundinn fundur velferðarráðs haldinn í kjölfarið og það var alveg eitthvað samþykkt, einhver úrræði en við þurfum alltaf að miða að því að koma með einhverja langtímalausn. En það er náttúrulega jákvætt að geta stuðlað að einhverjum neyðarúrræðum á meðan einstaklingar eru að bíða eftir varanlegu húsnæði,“ segir Sanna um niðurstöðu fundarins.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á meðal tillaga um úrbætur í málaflokknum eru neyðar­skýli fyr­ir yngri utang­arðsmenn, fjölg­un smá­hýsa og kaup á gisti­heim­ili sem hægt er að breyta í 25 íbúðir fyr­ir heim­il­is­lausa.

„Sumt var samþykkt og annað fór inn í frekari stefnumótun innan velferðarráðs. Skilaboðin á þessum fundi voru mjög skýr og við vitum hvað það er sem þarf að gera. Við þurfum langtímaúrræði fyrir þá ólíku einstaklinga og fjölskyldur sem eru í húsnæðisvanda og við þurfum að byrja á því ekki seinna en núna,“ segir Sanna.

Fundurinn í dag var fyrsta skref að nýrri stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar í mála­flokkn­um og segist Sanna vonast til að eiga fleiri svipaða fundi í framtíðinni.

Af fundi velferðarráðs með hagsmunafulltrúum í dag.
Af fundi velferðarráðs með hagsmunafulltrúum í dag. mbl.is/Arnþór

„Þarna erum við að brjóta veginn á milli stjórnmálafólks og almennings. Mér finnst út frá þessu að við getum ef til vill gengið skrefinu lengra og mér fyndist frábært ef við myndum heyra í fólkinu sem er í húsnæðisvanda og bjóða þeim á opinn fund að ræða málin. Það eru raddirnar sem koma að borðinu í þessu máli. Það voru reyndar nokkrir einstaklingar sem hafa reynslu af því að vera heimilislausir og svo voru líka einstaklingar sem voru notendur sem var mjög jákvætt.“

Vildi fleiri með beina reynslu

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Flokks fólksins tekur í sama streng. „Ég hefði viljað hafa fleiri til að koma með beina reynslu, fólk sem er notendur þessarar þjónustu. Ég hefði viljað hafa fleiri sem finna á eigin skinni hvernig heimilisleysi er. En það var ótrúlega ánægjulegt að hitta alla sem voru og ég væri til í að hafa fljótlega aftur svona fund.“

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.
Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kolbrún segist finna fyrir því að greinileg hreyfing sé komin í málefni heimilislausra í Reykjavík sem sé mikið fagnaðarefni.

„Mér finnst núna greinilega eitthvað vera að gerast í þessum málum. Þetta er í mörg ár búið að liggja niðri og vandinn hefur farið vaxandi. En borgin er að taka við sér.“

Hún segist þó hafa nokkrar áhyggjur af komandi verkefnum þar sem enn eigi eftir að reyna á samstarf velferðarráðs við skipulagsráð og aðra kima borgarinnar.

„Ég er aðeins uggandi með framhaldið því það er stutt í vetur og við eigum eftir að sjá hlutina fara í framkvæmd. Það á eftir að koma í ljós hversu hratt er hægt að vinna. Við erum ekki tilbúin í að láta fólk bíða mánuðum og árum saman eftir heimili. Það er nóg komið af bið.“



Velferðarráð fundaði í dag um málefni heimilislausra í Reykjavík.
Velferðarráð fundaði í dag um málefni heimilislausra í Reykjavík. mbl.is/Júlíus
mbl.is