Stimpluð vegna vanþekkingar

Börnin okkar og úrræðin | 18. september 2018

Stimpluð vegna vanþekkingar

Börn sem upp­lifa óör­yggi og viðvar­andi streitu grípa til viðbragða sem miða að því að út­rýma sárs­auka eða ör­ygg­is­leysi, sum gráta mikið, önn­ur láta lítið fyr­ir sér fara og í al­var­leg­um til­vik­um loka þau á um­hverfið. Oft er hegðun barna ekki skoðuð í sam­hengi við um­hverfi þeirra. Þess í stað höf­um við til­hneig­ingu til að setja stimp­il á barnið – að eitt­hvað sé að því – þegar raun­in get­ur verið að barnið sé að bregðast við óheil­brigðum aðstæðum, segir Sæunn Kjartansdóttir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og sál­grein­ir.

Stimpluð vegna vanþekkingar

Börnin okkar og úrræðin | 18. september 2018

Sæunn Kjartansdóttir.
Sæunn Kjartansdóttir. mbl.is/Hari

Börn sem upp­lifa óör­yggi og viðvar­andi streitu grípa til viðbragða sem miða að því að út­rýma sárs­auka eða ör­ygg­is­leysi, sum gráta mikið, önn­ur láta lítið fyr­ir sér fara og í al­var­leg­um til­vik­um loka þau á um­hverfið. Oft er hegðun barna ekki skoðuð í sam­hengi við um­hverfi þeirra. Þess í stað höf­um við til­hneig­ingu til að setja stimp­il á barnið – að eitt­hvað sé að því – þegar raun­in get­ur verið að barnið sé að bregðast við óheil­brigðum aðstæðum, segir Sæunn Kjartansdóttir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og sál­grein­ir.

Börn sem upp­lifa óör­yggi og viðvar­andi streitu grípa til viðbragða sem miða að því að út­rýma sárs­auka eða ör­ygg­is­leysi, sum gráta mikið, önn­ur láta lítið fyr­ir sér fara og í al­var­leg­um til­vik­um loka þau á um­hverfið. Oft er hegðun barna ekki skoðuð í sam­hengi við um­hverfi þeirra. Þess í stað höf­um við til­hneig­ingu til að setja stimp­il á barnið – að eitt­hvað sé að því – þegar raun­in get­ur verið að barnið sé að bregðast við óheil­brigðum aðstæðum, segir Sæunn Kjartansdóttir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og sál­grein­ir.

„Með þessu er ekki verið að stimpla for­eldra sem ómögu­lega held­ur get­ur verið að þeir þurfi hjálp til að ná niður eig­in streitu til þess að þeir geti skilið barnið bet­ur, sem er for­senda þess að þeir geti brugðist við því af meiri ná­kvæmni. Mark­mið okk­ar sem vinn­um með for­eldra og ung­börn er að stuðla að ör­ugg­um tengsl­um þeirra, en kjarni ör­uggra tengsla er að barn fái að sýna þarf­ir sín­ar og líðan og að því sé mætt jafnt og þétt á viðeig­andi og fyr­ir­sjá­an­leg­an hátt. Er­lend­ar rann­sókn­ir sýna að milli 65-70% barna eru með ör­ugg tengslamynst­ur og rúm 30% eru með óör­ugg tengslamynst­ur,“ seg­ir Sæ­unn.

Viðtalið við Sæunni birtist einnig um helgina á mbl.is

Und­an­far­in ár hef­ur Sæ­unn unnið mikið með for­eldr­um ung­barna. „Þegar um ung­börn ræðir bein­ist at­hygl­in ekki að stór­um og greini­leg­um áföll­um eins og hjá full­orðnum held­ur svo­kölluðum tengslaáföll­um. Þau eru ekki jafn af­mörkuð og þau sem ACE fjall­ar um, held­ur er um að ræða end­ur­tek­in sam­skipti þar sem barni er sinnt á ófyr­ir­sjá­an­leg­an hátt, það er van­rækt eða það býr við mikla streitu. Þetta get­ur stafað af tengslaáföll­um for­eldra í þeirra eig­in æsku en erfið reynsla get­ur verið þeim fjöt­ur um fót og hindrað þá í að sinna barn­inu eins og það þarf á að halda.

Sæunn er einn af stofn­end­um Miðstöðvar for­eldra og barna. Hún hef­ur bæði skrifað um áföll í æsku og mik­il­vægi þess að grípa snemma inn í þegar börn eiga í hlut.

„Áföll í æsku hafa verið mjög mikið rann­sökuð og niður­stöður ACE-rann­sókn­ar­inn­ar eru viður­kennd­ar enda er um að ræða um­fangs­mestu rann­sókn á þessu sviði sem hef­ur verið end­ur­tek­in víða um heim. ACE-rann­sókn­in sýn­ir að áföll í æsku hafi mikið for­spár­gildi varðandi það sem síðar kem­ur á lífs­leiðinni. Þetta á við bæði um lík­am­lega og and­lega heilsu. Mörg al­var­leg áföll í barnæsku geta stytt æv­ina um 20 ár og í ljós hef­ur komið að ef þú ert með sex eða fleiri áföll af þeim tíu sem skil­greind eru á ACE-list­an­um þá eru 4.600% meiri lík­ur á að þú verðir sprautufík­ill,“ seg­ir Sæ­unn.

Hún seg­ir að við áföll breyt­ist efna­skipti lík­am­ans, streit­an auk­ist og í óhóf­legu magni hafi hún skaðleg áhrif á mik­il­væg líf­færi. „Ekki síst heil­ann því að streita eyðir teng­ing­um á milli tauga­brauta í heil­an­um. Streita hef­ur því bein lífeðlis­fræðileg áhrif á hvernig lík­ami okk­ar þrosk­ast og þá al­veg sér­stak­lega heil­inn.“

Til viðbót­ar við lífeðlis­fræðilegu áhrif­in til­eink­um við okk­ur ým­iss kon­ar bjargráð við sárs­auka eða van­líðan en það eru ein­mitt bjargráðin sem geta ógnað heils­unni, að sögn Sæ­unn­ar.

„Það geta verið bjargráð að loka á hvernig manni líður. Ef þau viðbrögð verða ráðandi miss­ir maður mik­il­væg tengsl við sjálf­an sig og get­ur þar af leiðandi ekki brugðist við á viðeig­andi hátt þegar til­finn­ing­arn­ar og inn­sæið fá ekki að leiðbeina manni. Annað bjargráð get­ur verið að borða þegar manni líður illa, eða reykja, drekka, stunda áhættu­samt kyn­líf eða neyta hug­breyt­andi efna. Þegar vel er að gáð miðar allt þetta at­ferli að því að draga úr sárs­auka og van­mætti. Því miður er áhersl­an oft á að meðhöndla ein­kenn­in, eða bjargráðin, en ekki raun­veru­lega vand­ann. ACE-rann­sókn­in hef­ur ein­mitt leitt í ljós að ein­kenn­in sem fólk leit­ar aðstoðar við eru oft upp­lifuð sem „lausn” á vand­an­um. Þess vegna ríg­held­ur fólk í niður­brjót­andi at­ferli, þrátt fyr­ir góðan vilja, en við þurf­um að horfa lengra og ein­blína ekki á ein­kenn­in held­ur vinna jafn­framt með und­ir­liggj­andi vanda.

Ástæðan fyr­ir því að fólk fer í neyslu er oft ekki ein­föld eða aug­ljós en ACE-rann­sókn­in miðar að því að greina ástæðurn­ar á bak við. Marg­ir hafa upp­lifað áföll á lífs­leiðinni án þess að nokk­ur hafi skil­greint þau sem slík, hvað þá brugðist við þeim,“ seg­ir Sæ­unn.

Hvað með erfðir?

„Ég ætla ekki að úti­loka þátt gena en mér vitr­ari er­lend­ir koll­eg­ar halda því fram að horf­urn­ar séu mun betri fyr­ir þá sem hafa lé­leg gen en fá gott at­læti held­ur en þá sem fæðast með góð gen en al­ast upp í erfiðu um­hverfi. Erfðir koma hins veg­ar ekki bara með genun­um, þú erf­ir líka viðhorf og aðferðir til að tak­ast á við líðan, t.d. hversu hæf­ir for­eldr­ar þínir voru um að hugsa um sjálf sig og aðra.

Ef þú átt­ir for­eldra sem voru mjög upp­tekn­ir, kannski vegna áfeng­isneyslu, þung­lynd­is eða voru fjar­ver­andi, þá hafa þeir ekki getað gefið þér það sem þú þurft­ir. Hætt­an er að normið erf­ist frá einni kyn­slóð til þeirra næstu þó að birt­ing­ar­mynd­in sé kannski ný. Hvort sem okk­ur lík­ar það bet­ur eða verr erum við und­ir áhrif­um for­eldra okk­ar. Góðu frétt­irn­ar eru samt þær að hafi maður ekki fengið gott vega­nesti úr for­eldra­hús­um er hægt að vinna með það, til dæm­is í góðum vin­ar- eða ástar­sam­bönd­um eða sál­fræðimeðferð,“ seg­ir Sæ­unn.

Hún seg­ir að þegar for­eldr­ar leiti eft­ir aðstoð sé mik­il­vægt að bregðast skjótt við. Ung­börn geti ekki beðið og for­eldr­ar séu yf­ir­leitt mjög til­bún­ir að þiggja aðstoð sem styrki þá í for­eldra­hlut­verk­inu. „Bæði hjá okk­ur og teym­inu á geðsviði Land­spít­al­ans, For­eldr­ar, meðganga barn (FMB) [Það er þjón­usta  fyr­ir for­eldra, sem eiga von á barni, eða eru með barn á fyrsta ári, sem eru með al­var­leg­an geðræn­an vanda og/​eða áhyggj­ur af tengslamynd­un við barnið, inn­skot blaðamanns],“ seg­ir Sæ­unn.

Hún seg­ir það aldrei af ill­um ásetn­ingi sem for­eldr­ar bregðist börn­um sín­um, yf­ir­leitt sé það vegna eig­in van­líðunar eða van­getu. „Þér þarf að líða bæri­lega til þess að geta sett líðan annarr­ar mann­eskju í for­gang all­an sól­ar­hring­inn, alla daga vik­unn­ar, all­an árs­ins kring. Ef þér líður illa í grunn­inn ertu verr í stakk búin til þess að ann­ast barnið þegar það er óvært og þá get­ur auðveld­lega mynd­ast víta­hring­ur. Þetta eyk­ur hættu á lík­am­legu of­beldi, en bresk­ar rann­sókn­ir sýna að börn á fyrsta ári eru í átt­falt meiri hættu á að verða fyr­ir al­var­legu of­beldi en eldri börn. Þetta þarf ekki að koma á óvart, því að ung­börn eru svo þurfandi og gera þess vegna kröf­ur sem for­eldr­ar geta upp­lifað sem óheyri­leg­ar. Ef for­eldr­ar eru ein­ir með börn sín eða fá lít­inn stuðning get­ur skap­ast hættu­legt ástand eins og dæmi eru um. Þetta er erfið vitn­eskja en ástæðurn­ar geta verið marg­ar, svo sem álag, kvíði og fjár­hags­leg­ir erfiðleik­ar eins og margt ungt fólk á í,“ seg­ir Sæ­unn.

Þorum frek­ar að tala um vand­ann

Sam­kvæmt bresk­um töl­um eru í 36% af al­var­leg­ustu barna­vernd­ar­mál­un­um börn á fyrsta ári. 26% breskra barna eiga for­eldri með geðrösk­un, í neyslu eða sem búa við heim­il­isof­beldi. Sæ­unn seg­ist ekki telja ástæðu til að ætla að Íslend­ing­ar séu mikið öðru­vísi. Hún tel­ur held­ur ekki að þessi vandi sé að aukast held­ur séum við orðin upp­lýst­ari og meðvitaðri um hann.

„Við þorum frek­ar að tala um þetta en samt sem áður erum við enn upp­tek­in af því að láta ekki for­eldr­um líða illa og ekki vilj­um við vekja hjá þeim sekt­ar­kennd. Þeirri staðreynd verður hins veg­ar ekki breytt að þeir eru áhrifa­mestu ein­stak­ling­arn­ir í lífi hvers barns og þess vegna þurf­um við að hlúa að heilsu þeirra og líðan,“ seg­ir Sæ­unn.

Hún seg­ir að hægt sé að gera ótal margt og mjög mis­mun­andi sé hversu mikla aðstoð for­eldr­ar þurfi. „Sum­ir þurfa aðeins á fræðslu að halda en aðrir meiri stuðning, til dæm­is frá fjöl­skyld­um sín­um. Enn aðrir þurfa meðferð til þess að vinna úr erfiðri reynslu. Fólk sem kem­ur til okk­ar hef­ur oft ekki velt reynslu sinni mikið fyr­ir sér og tel­ur sig hafa lifað sléttu og felldu lífi því það hef­ur ekki lent í neinu sem fell­ur að skil­grein­ingu um stór­áföll.

En kannski ólst það upp við þung­lyndi á heim­il­inu eða upp­lifði erfiðan skilnað for­eldr­anna sem lítið hef­ur verið gert úr. Fyr­ir ein­hverja er þetta ekk­ert mál en fyr­ir aðra get­ur þetta verið stór­mál sem barns­fæðing leys­ir úr læðingi. Þá get­ur grát­ur barns­ins vakið van­líðan sem for­eldrið skil­ur ekki. Ef for­eldri á reynslu af of­beldi í æsku, eins og að hafa orðið vitni að of­beldi milli for­eldra, get­ur göm­ul áfall­a­streita brot­ist fram þegar lítið barn öskr­ar stöðugt á það.“

Hlúa þarf bet­ur að leik­skól­um

Sæ­unn seg­ir mik­il­vægt að efla unga for­eldra sem standi höll­um fæti og gera þá hæf­ari í for­eldra­hlut­verk­inu. „Það get­ur breytt öllu lífi þeirra og framtíð. Reynsl­an er­lend­is hef­ur sýnt að meðferð fyr­ir ung­ar mæður get­ur verið vald­efl­andi á fleiri sviðum en í for­eldra­hlut­verk­inu, sum­ar fá kjark til að halda áfram í námi eða að þær kom­ast út í at­vinnu­lífið að nýju og skila þá til sam­fé­lags­ins í stað þess að vera háðar stuðningi frá því. Það er löngu búið að sýna fram á að fjár­mun­um sem er varið í fyrstu ár barna skila lang­mestu aft­ur til sam­fé­lags­ins. Með stuðningi við barna­fjöl­skyld­ur fáum við mest fyr­ir krón­una,“ seg­ir hún.

Ekk­ert eitt held­ur margt

Að henn­ar sögn er ekki eitt­hvað eitt sem við þurf­um að gera held­ur margt. Til að mynda þarf að hlúa bet­ur að leik­skól­un­um með betri mönn­un og hæfu starfs­fólki. Þangað inn þarf að velja nægi­lega margt hæft starfs­fólk sem hef­ur áhuga á börn­um og mennt­un eða reynslu til þess að sinna þeim.

Í nýbirtri skýrslu OECD um mennta­töl­fræði kem­ur fram að raun­laun leik­skóla­kenn­ara á Íslandi voru lægri en OECD-meðaltalið og lægri en í hinum Norður­landa­ríkj­un­um nema Finn­landi. Mun­ur­inn á Íslandi og OECD var -3,4%. Grunn­skóla­kenn­ar­ar voru með lægri raun­laun en kenn­ar­ar á Norður­lönd­un­um og meðaltal OECD. Mun­ur­inn á Íslandi og OECD var -9,1%.

„Börn sem búa við streitu á heim­ili slökkva ekki á streitu­viðbrögðum þegar þau koma á leik­skóla eða síðar í grunn­skóla. Þessi börn virka oft erfið og eru jafn­vel skil­greind með námserfiðleika en oft er ekk­ert að greind eða hug­rænni getu þeirra. Sá sem er með streitu­kerfið í botni get­ur á hinn bóg­inn ekki lært, og mikið áreiti og tak­markaður stuðning­ur í leik­skóla eða skóla get­ur aukið á vand­ann.

Við þurf­um að horfa á stærra sam­hengið en ekki meðhöndla börn sem sýna frá­vik í hegðun eins og þau séu með sjúk­dóma. Óró­leiki þeirra eða mótþrói get­ur vissu­lega haft mjög trufl­andi áhrif í skóla­starfi en slík hegðun get­ur verið eðli­leg viðbrögð barns sem er hrætt og á varðbergi, jafn­vel þó að hinir full­orðnu sjái enga ástæðu fyr­ir viðkom­andi barn til að vera óör­uggt“ seg­ir Sæ­unn, sem tel­ur gríðarlega mik­il­vægt að fólk sem kem­ur að umönn­un barna, hvort sem það er í leik­skól­um eða síðar, hafi til þess þekk­ingu og skiln­ing á börn­um.

Lyf ættu að vera síðasta úrræðið

Lang­ir biðlist­ar eru eft­ir grein­ingu á börn­um á Íslandi. Skól­ar fá ekki fjár­magn til að sinna barni sér­stak­lega nema grein­ing liggi fyr­ir og seg­ir Sæ­unn þetta í mörg­um til­vik­um þýða að börn bíði eft­ir hjálp á mik­il­væg­asta mót­un­ar­tíma æv­inn­ar.

„Börn eru hóp­ur sem á allra síst að bíða, því með því að grípa snemma inn er hægt að hafa svo mik­il áhrif. Með snemm­tækri íhlut­un er hægt að spara um­tals­verða vinnu og fjár­muni, að ekki sé minnst á þján­ing­ar barns og fjöl­skyldu,“ seg­ir Sæ­unn.

Sé ekk­ert gert í byrj­un get­ur sama barn verið orðið mjög trufl­andi í leik­skóla um þriggja ára ald­ur og þá er vand­inn bú­inn að vinda upp á sig. Við erum allt of fljót að grípa til sjúk­dóms­grein­inga og lyfja en lyf ættu í flest­um til­vIk­um að vera síðasta úrræðið þegar allt annað hef­ur verið reynt, að sögn Sæ­unn­ar.

Börn þurfa sátta for­eldra sem líður nægi­lega vel til að geta glaðst yfir þeim, seg­ir hún. „Barni er eng­inn greiði gerður með því að vera heima með þung­lyndu eða van­sælu for­eldri sem vill frek­ar vera úti á vinnu­markaðnum, því er mun bet­ur komið á leik­skóla svo framar­lega sem hann stend­ur und­ir nafni.

Fyr­ir tveggja til þriggja ára ald­ur er það er hins veg­ar ekki þörf barna að vera sinnt í hópi margra barna og fárra full­orðinna held­ur fyr­ir­komu­lag sem sam­fé­lagið hef­ur komið sér sam­an um. Lít­il börn hafa jú gam­an af því að vera inn­an um önn­ur börn, inn­an vissra marka, en fyrst og fremst hafa þau þörf fyr­ir full­orðnar mann­eskj­ur.

Þess­ar mann­eskj­ur þurfa ekki að vera for­eldr­ar þeirra en þær þurfa að hafa rými fyr­ir barnið í hug­an­um og vilja og getu til að sinna því sem ein­stak­lingi með sín­ar ein­stöku þarf­ir og til­finn­ing­ar. Það er allt of al­gengt að mik­il­væg­ar ákv­arðanir sem varða börn séu tekn­ar á for­send­um full­orðinna. Við get­um al­veg ákveðið að það sé hag­kvæm­ast fyr­ir sam­fé­lagið að ann­ast lít­il börn í stór­um hóp­um en höf­um það al­veg á hreinu að slík ákvörðun er ekki tek­in út frá þörf barna,“ seg­ir Sæ­unn.

Oft erfitt að for­gangsraða

Hún seg­ir erfitt fyr­ir ungt fólk að for­gangsraða í dag því að sam­fé­lags­leg viðhorf séu oft svo skökk. Öll erum við af­sprengi sam­fé­lags­ins sem við búum í og ákv­arðanir okk­ar lit­ast af norm­um þess.

„Ungt fólk fær skila­boð úr öll­um átt­um um að allt þurfi að ger­ast á sama tíma, þau þurfa að eign­ast börn, stærri íbúð, nýj­an bíl, bæta við sig námi, sinna vin­um, lík­ams­rækt­inni, fara til út­landa og svo mætti lengi telja. Það er miklu minni umræða um þörf barna fyr­ir for­eldra sína og oft er henni drepið á dreif með um­fjöll­un um jafn­rétt­is­mál – hvort kon­ur eigi ekki rétt á að vinna úti og hvort rétt sé að láta for­eldra fá sam­visku­bit. Þetta er geld umræða. Ná­granna­lönd­in eru kom­in mun lengra í að viður­kenna að börn þurfi tíma og það kosti pen­inga að eiga þau og ala þau upp, bæði fyr­ir fjöl­skyld­ur og sam­fé­lag. Við sjá­um þetta meðal ann­ars í lengd fæðing­ar­or­lofs­ins og styttri vinnu­tíma í lönd­um eins og Nor­egi og Svíþjóð. Börn þurfa at­hygli og tíma, sem er mjög krefj­andi. Álagið til að mynda á ein­stæða for­eldra, sem fá kannski lít­inn stuðning frá hinu for­eldr­inu eða fjöl­skyldu, er oft hrika­legt,“ seg­ir Sæ­unn.

Ein af þeim hug­mynd­um sem hafa komið upp hjá starfs­mönn­um Miðstöðvar for­eldra og barna er að hér verði sett á lagg­irn­ar fjöl­skyldu­hús þar sem ann­ars veg­ar væri í boði aðstoð af ýms­um toga fyr­ir þá sem þarfn­ast henn­ar en hins veg­ar væri þetta vett­vang­ur fyr­ir for­eldra til að hitta aðra for­eldra. Ekk­ert slíkt sé í boði nema helst for­eldramorgn­ar í kirkj­um.

„For­eldr­ar sem kjósa að vera heima eiga á hættu að ein­angr­ast og þeim leiðist oft. Hefðu þeir aðgengi­leg­an vett­vang til að hitta aðra for­eldra í sömu spor­um fengju þeir mik­il­væg­an fé­lags­skap og börn­in þeirra gætu notið þess að vera inn­an um önn­ur börn en þau væru samt í ná­lægð for­eldra sinna,” seg­ir Sæ­unn Kjart­ans­dótt­ir.

mbl.is