57% öryrkja með geðgreiningu

Börnin okkar og úrræðin | 19. september 2018

57% öryrkja með geðgreiningu

Tæp­lega 38% ör­yrkja, sjö þúsund og tvö hundruð manns, eru ör­yrkj­ar á grund­velli geðrösk­un­ar sem fyrstu grein­ing­ar. Hlut­fallið fer upp í 56,6% eða hátt í ell­efu þúsund manns þegar litið er til allra þeirra sem eru með geðgrein­ingu ásamt fleiri grein­ing­um. Mesta fjölg­un ör­orku­til­fella er meðal ungra karl­manna með geðgrein­ingu og hef­ur þeim fjölgað um 41% á síðustu sex árum miðað við upp­haf ár­anna 2012 og 2018. Þessi hóp­ur þarf yf­ir­leitt á bæði heil­brigðis- og fé­lagsþjón­ustu að halda, seg­ir Anna Gunn­hild­ur Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Geðhjálp­ar.

57% öryrkja með geðgreiningu

Börnin okkar og úrræðin | 19. september 2018

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. mbl.is/Hari

Tæp­lega 38% ör­yrkja, sjö þúsund og tvö hundruð manns, eru ör­yrkj­ar á grund­velli geðrösk­un­ar sem fyrstu grein­ing­ar. Hlut­fallið fer upp í 56,6% eða hátt í ell­efu þúsund manns þegar litið er til allra þeirra sem eru með geðgrein­ingu ásamt fleiri grein­ing­um. Mesta fjölg­un ör­orku­til­fella er meðal ungra karl­manna með geðgrein­ingu og hef­ur þeim fjölgað um 41% á síðustu sex árum miðað við upp­haf ár­anna 2012 og 2018. Þessi hóp­ur þarf yf­ir­leitt á bæði heil­brigðis- og fé­lagsþjón­ustu að halda, seg­ir Anna Gunn­hild­ur Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Geðhjálp­ar.

Tæp­lega 38% ör­yrkja, sjö þúsund og tvö hundruð manns, eru ör­yrkj­ar á grund­velli geðrösk­un­ar sem fyrstu grein­ing­ar. Hlut­fallið fer upp í 56,6% eða hátt í ell­efu þúsund manns þegar litið er til allra þeirra sem eru með geðgrein­ingu ásamt fleiri grein­ing­um. Mesta fjölg­un ör­orku­til­fella er meðal ungra karl­manna með geðgrein­ingu og hef­ur þeim fjölgað um 41% á síðustu sex árum miðað við upp­haf ár­anna 2012 og 2018. Þessi hóp­ur þarf yf­ir­leitt á bæði heil­brigðis- og fé­lagsþjón­ustu að halda, seg­ir Anna Gunn­hild­ur Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Geðhjálp­ar.

Sam­kvæmt skýrslu Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar (WHO) er inn­an við helm­ing­ur 139 aðild­ar­ríkja stofn­un­ar­inn­ar með op­in­bera geðheil­brigðis­stefnu og þrátt fyr­ir op­in­bera stefnu kosta mörg ríki litlu til að bæta þjón­ust­una á þessu sviði.

Sam­kvæmt út­reikn­ing­um WHO skil­ar hver króna sem fjár­fest er í meðferð við geðsjúk­dóm­um sér fjór­falt til baka með bættri heilsu og getu ein­stak­linga til þess að fara út á vinnu­markaðinn. Að sama skapi er dýrt að bregðast ekki við og kostnaður ríkja heims vegna þess að fólk fær ekki þá meðferð sem það þarf á að halda sem hluti af hag­kerfi heims­ins er stjarn­fræðilega hár. Í raun eru töl­urn­ar svo háar að það er ekki hægt að skrá þær í ís­lensk­um krón­um.

Þrjú þúsund manns eru fé­lag­ar í Geðhjálp og seg­ir Anna Gunn­hild­ur að nán­ast öll þjóðin teng­ist geðrösk­un­um á ein­hvern hátt, ým­ist af eig­in raun eða sem aðstand­end­ur.

„Geðheil­brigðisþjón­usta er einn stærsti þátt­ur heil­brigðisþjón­ust­unn­ar og geðrask­an­ir eru ört vax­andi vandi í sam­fé­lag­inu eins og við sjá­um meðal ann­ars í ný­gengi ör­orku meðal ungs fólks með geðgrein­ingu. Hátt í 57% allra ör­yrkja er með geðgrein­ingu, ým­ist eina sér eða með öðrum grein­ing­um. Geðvandi kost­ar sam­fé­lagið gríðarlega háar fjár­hæðir, svo ekki sé minnst á sárs­auka viðkom­andi ein­stak­linga og nán­ustu aðstand­enda þeirra,“ seg­ir Anna Gunn­hild­ur.

Viðtalið við Önnu Gunnhildi birtist einnig um helgina í greininni Ég fylgdi syni mínum til himna.

Geðhjálp eru hags­muna­sam­tök fólks með geðræn­an vanda, aðstand­enda þeirra, fag­fólks og annarra sem láta sig geðheil­brigðismál varða. Sam­tök­in eru að stór­um hluta rek­in með beinu fjár­fram­lagi frá al­menn­ingi í gegn­um stuðnings­fé­laga­kerfi sem Anna Gunn­hild­ur seg­ir mjög mik­il­vægt enda nauðsyn­legt að sam­tök­in geti veitt bæði op­in­ber­um aðilum sem og öðrum aðhald í þess­um mála­flokki. Sem dæmi um hversu víðfeðmur mála­flokk­ur­inn sé megi nefna að einn af hverj­um þrem­ur sem leiti til heilsu­gæsl­unn­ar geri það vegna geðræns vanda af ein­hverju tagi.

Geðheilsu al­menn­ings fer hrak­andi nán­ast hvert sem litið er í hinum vest­ræna heimi og spá­ir WHO því að árið 2020 verði þung­lyndi önn­ur helsta ástæða fötl­un­ar á eft­ir hjarta- og æðasjúk­dóm­um. Íslensk­ar rann­sókn­ir sýna svipaða þróun meðal ungs fólks þar sem þung­lyndi og kvíði hafa auk­ist jafnt og þétt á allra síðustu árum.

Hér á landi hafa ástæður þess­ar­ar þró­un­ar ekki verið rann­sakaðar en bent hef­ur verið á þætti eins og sam­fé­lags­miðla, aukna neyslu fíkni­efna, stytt­ingu fram­halds­skól­ans, vax­andi þátt­töku ungs fólks á vinnu­markaði og al­menn­an þrýst­ing og streitu í sam­fé­lag­inu. Ný­lega bár­ust frétt­ir af því að nýj­ustu rann­sókn­ir Rann­sókna og grein­ing­ar hefðu leitt í ljós að 9% ungs fólks í fram­halds­skól­um hefðu reynt sjálfs­víg á unglings­ár­un­um og brá mörg­um í brún við hversu hátt hlut­fallið reynd­ist vera í ís­lensku sam­fé­lagi.

Anna Gunn­hild­ur seg­ir að Geðhjálp hafi beitt sér fyr­ir vit­und­ar­vakn­ingu gagn­vart geðheil­brigði ungs fólks und­ir merkj­um Útmeð'a. „Við hvetj­um ungt fólk og raun­ar fólk á öll­um aldri til að setja líðan sína í orð og leita sér aðstoðar hjá fag­fólki ef á þarf að halda. Niður­stöður rann­sókna leiða því miður í ljós versn­andi líðan ungs fólks, reynd­ar svo mjög að segja má að rauð ljós blikki fyr­ir fram­an okk­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Þá skipt­ir auðvitað höfuðmáli að úrræðin séu fyr­ir hendi. Ég er þeirr­ar skoðunar að við ætt­um að bregðast við með því að bjóða öll­um ung­menn­um á aldr­in­um átján til tutt­ugu og fimm ára tíu ókeyp­is eða 85% niður­greidda tíma hjá sál­fræðingi eða öðrum viðeig­andi fagaðila til að mæta þess­um vanda. Sá kostnaður myndi skila sér ríku­lega til viðkom­andi ein­stak­linga, aðstand­enda þeirra og svo sam­fé­lags­ins alls.“

Sjúkra­sjóðir komn­ir að fót­um fram

Geðhjálp hef­ur haft áhyggj­ur af vax­andi kuln­un á vinnu­markaði. Kon­ur í kvenna­stétt­um, svo sem hjúkr­un og kennslu, virðast vera sér­stak­lega út­sett­ar fyr­ir kuln­un í starfi. Við sjá­um sjúkra­sjóði stétt­ar­fé­laga komna að fót­um fram vegna þessa vanda. Stétt­ar­fé­lög­in hafa unnið gott verk með því að beita sér fyr­ir vit­und­ar­vakn­ingu meðal starfs­manna um vand­ann. Hins veg­ar er Geðhjálp þeirr­ar skoðunar að mestu máli skipti að vinnu­veit­end­ur taki til í sín­um ranni. Því kuln­un í starfi má oft­ast rekja til aðstæðna og krafna á vinnustað. Til að mynda vegna mik­ils álags, óvissu um til hvers er kraf­ist af viðkom­andi og fleira,“ seg­ir Anna Gunn­hild­ur.

Líkt og heil­brigðisráðherra, Svandís Svavars­dótt­ir, benti á í skýrslu um geðheil­brigðismál á síðasta lög­gjaf­arþingi koma geðræn vanda­mál oft snemma í ljós og geta haft mik­il og langvar­andi áhrif á líf fólks. Um helm­ing­ur geðrask­ana er kom­inn fram á tán­ings­ár­um og 75% geðrask­ana eru kom­in fram þegar ein­stak­ling­ar eru á þrítugs­aldri. Talið er að einn af hverj­um fjór­um muni ein­hvern tíma á æv­inni glíma við geðræn­an vanda.

Þverfag­leg­ur stýri­hóp­ur gæti stuðlað að betri sam­fellu í þjón­ustu 

Anna Gunn­hild­ur seg­ir að eina raun­veru­lega stefnu­mót­un­in í geðheil­brigðismál­um þjóðar­inn­ar sé stefna og aðgerðaáætl­un í þeim mál­um til árs­ins 2020 en fram­kvæmd henn­ar sé tals­vert á eft­ir áætl­un. Hún seg­ir að stærsta áskor­un mál­flokks­ins sé að hann nái yfir heil­brigðisþjón­ustu á veg­um rík­is­ins og fé­lagsþjón­ustu á veg­um sveit­ar­fé­lag­anna. Í geðheil­brigðisáætl­un­inni sé talað um að binda í lög að ríki og sveit­ar­fé­lög geri með sér sam­starfs­samn­inga um fram­kvæmd þjón­ust­unn­ar. Hins veg­ar viti hún ekki til að haf­ist hafi verið handa við að vinna að því verk­efni. Meðal leiða sem Geðhjálp hef­ur bent á til að stuðla að betri sam­fellu í þjón­ustu og betri nýt­ingu fjár­muna er stofn­un þverfag­legs stýri­hóps emb­ætt­is­manna í þess­um mála­flokki.

Geðheil­brigðisþjón­usta tak­mark­ast ekki við heil­brigðis­hluta vel­ferðarráðuneyt­is­ins því fleiri koma að mála­flokkn­um. Marg­ir skjól­stæðing­ar geðheil­brigðis­kerf­is­ins njóta fé­lagsþjón­ustu sveit­ar­fé­lag­anna sem og þjón­ustu fé­lagsþjón­ustu­hluta vel­ferðarráðuneyt­is­ins. Jafn­framt koma önn­ur ráðuneyti að, svo sem dóms­málaráðuneytið og mennta­málaráðuneytið. Eins má leiða að því rök að fjár­málaráðuneytið, sem og at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið, ættu að eiga full­trúa í slík­um þverfag­leg­um stýri­hópi sem hug­mynd­in er að starfi í nán­um tengsl­um við not­end­ur

Með slík­um þverfag­leg­um stýri­hópi væri von­andi hægt að vinna enn bet­ur í þágu þessa hóps og nýta um leið fjár­mun­ina bet­ur. For­dæm­in eru fyr­ir hendi, til að mynda hafa stýri­hóp­ar á sviði byggðamála og mann­rétt­inda­mála þvert á ráðuneyti gefið góða raun.

Meg­in­hlut­verk hóps­ins yrði að vinna að stefnu­mót­un og sam­hæf­ingu í geðheil­brigðisþjón­ustu á veg­um rík­is og sveit­ar­fé­laga til næstu ára. Með sama hætti yrði hópn­um fal­in eft­ir­fylgni og eft­ir­lit með fram­kvæmd stefn­unn­ar á ólík­um sviðum þvert á ráðuneyti.

„Stýri­hóp­ur­inn gæti greint vand­ann og hversu mikl­um fjár­mun­um er varið til hans því um­fangið er mikið og vex og vex. Ég held að við nýt­um fjár­magn best með því að bjóða stuðning strax og fólk veikist, bæði við það sjálft og nán­ustu aðstand­end­ur, þ.m.t. börn í fjöl­skyld­unni. Ekki bara út frá fjár­hags­legu sjón­ar­miði held­ur líka til að stuðla að betri ár­angri í þágu ein­stak­linga og fjöl­skyldna þeirra.

Tím­inn hjá börn­um og ung­menn­um með geðræn­an vanda er til að mynda af­skap­lega dýr­mæt­ur og nokkr­ir mánuðir geta valdið því að vandi og van­líðan vinda veru­lega upp á sig. Börn eiga að fá að lifa við gott geðheil­brigði eins og lík­am­legt heil­brigði. Biðlist­ar eft­ir þjón­ustu stofn­ana á borð við BUGL, Grein­ing­ar­stöð rík­is­ins og Þroska- og hegðun­ar­stöð eiga ekki að vera til, a.m.k. á að setja lög um að bið barna eft­ir þjón­ustu megi ekki fara yfir ákveðin tíma­mörk eins og gert er í lönd­um eins og Bretlandi,“ seg­ir Anna Gunn­hild­ur og bæt­ir við að fólk með geðfötl­un standi hvað höllust­um fæti allra hópa í sam­fé­lag­inu, þar með talið annarra hópa fatlaðs fólks í sam­fé­lag­inu.

Geðfatlaðir verða fyr­ir marg­háttaðri mis­mun­un

„Hann hef­ur lengi staðið í skugg­an­um og verður fyr­ir marg­háttaðri og oft ósýni­legri mis­mun­un í sam­fé­lag­inu, t.a.m. má geta þess að töl­fræði bend­ir til þess að fólk með geðrösk­un sé beitt ein­hvers kon­ar þving­un á hverj­um degi á Íslandi. Þá hafa vinnu­veit­end­ur mesta for­dóma gagn­vart því að ráða fólk með geðrösk­un í vinnu af öll­um hóp­um fólks með fötl­un. Góðu frétt­irn­ar eru þær að fólk með geðræn­an vanda er að fá meiri at­hygli í þjóðfé­lag­inu líkt og umræðan und­an­far­in miss­eri sýn­ir.“

Sam­kvæmt geðheil­brigðisáætl­un­inni er talað um að aðgengi eigi að vera að sál­fræðing­um á helm­ingi heilsu­gæslu­stöðva í lok árs 2017 og 90% í lok árs 2019. Í dag eru starf­andi sál­fræðing­ar til að sinna börn­um á höfuðborg­ar­svæðinu en mikið vant­ar upp á að full­nægj­andi þjón­usta sé í boði fyr­ir full­orðna. Heil­brigðisráðherra hef­ur gefið út að eyrna­merkt hafi verið fé til að upp­fylla mark­mið um eitt stöðugildi sál­fræðings fyr­ir hverja 9.000 íbúa. Því mark­miði verði vænt­an­lega náð á höfuðborg­ar­svæðinu á næsta ári.

Eins og er þarf fólk að leita til sjálf­stætt starf­andi sál­fræðinga og greiða fjór­tán til sex­tán þúsund krón­ur að jafnaði fyr­ir hvern tíma. „Þessu vill Geðhjálp breyta með því að fjölga sál­fræðing­um inn­an heilsu­gæsl­unn­ar og færa þjón­ustu sál­fræðinga inn í trygg­inga­kerfið líkt og tíðkast með þjón­ustu sjúkraþjálf­ara því það er alls ekki mögu­legt fyr­ir alla að kaupa sér þessa þjón­ustu. Svo hef­ur því líka verið varpað fram hvort þessi mikla notk­un geðlyfja hér á landi gæti að ein­hverju leyti tengst lé­legu aðgengi að þjón­ustu sál­fræðinga og annarra viðeig­andi fag­hópa, það er fólk fær ein­fald­lega ekki viðeig­andi meðferð við sín­um sjúk­dómi,“ seg­ir Anna Gunn­hild­ur og bæt­ir við að jafn­ingj­astuðning­ur sé einnig mik­il­væg­ur þátt­ur í allri geðheil­brigðisþjón­ustu.

Hún bend­ir á vand­ann sem þær sjúkra­stofn­an­ir lands­ins sem sinna þjón­ustu fyr­ir full­orðna, Land­spít­al­inn og Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri, stríða við. Má þar nefna skort á fag­fólki, legu­rým­um og fjár­magni. Á geðdeild Land­spít­al­ans hef­ur nýt­ing sjúkra­rúma verið um 108% á ár­inu og gef­ur auga­leið að það geng­ur ekki upp til lengd­ar, seg­ir Anna Gunn­hild­ur.

„Mik­ill skort­ur er á geðlækn­um á Íslandi, ekki síst á land­byggðinni, og sér­hæfð þjón­usta ekki í boði nema á þess­um tveim­ur stöðum, höfuðborg­ar­svæðinu og Ak­ur­eyri, þar sem fag­fólkið safn­ast á þessa tvo staði. Til að mynda er eng­inn geðlækn­ir starf­andi á Vest­fjörðum og eng­inn hef­ur feng­ist til starfa á Litla-Hrauni þar sem ekki er um fullt stöðugildi að ræða,“ seg­ir hún og bæt­ir við að geðheil­brigðisþjón­usta við fanga á Íslandi sé sér­kapítuli þar sem veru­lega þurfi að bæta úr.

Anna Gunn­hild­ur seg­ir að margt já­kvætt hafi komið fram í skýrslu heil­brigðisráðherra á vorþingi en um­fjöll­un um fé­lags­leg úrræði sé held­ur rýr og telji aðeins fimm lín­ur af heild­artext­an­um.

Hvergi sé að finna upp­lýs­ing­ar um um­fang eða spá um þróun vand­ans í ein­stök­um lands­hlut­um af þeirri ein­földu ástæðu að slík­ar töl­ur séu ekki fyr­ir hendi. Brýnt sé að bæta úr því í þeim til­gangi að stuðla að betri og mark­viss­ari þjón­ustu við fólk með geðræn­an vanda um land allt. Sú staðhæf­ing skýrslu­höf­und­ar að boðið sé upp á geðheil­brigðisþjón­ustu á heilsu­gæslu­stöðvum á land­inu öllu sam­ræm­ist ekki ábend­ing­um not­enda á lands­byggðinni til Geðhjálp­ar. Þvert á móti virðist mikið vanta þar upp á, seg­ir Anna Gunn­hild­ur.

Fái að lýsa yfir vilja sínum

Eitt af því sem Geðhjálp hef­ur lagt til við heil­brigðisráðherra er að skipaður verði starfs­hóp­ur til að meta kosti þess að færa fyr­ir­fram­gerða ákv­arðana­töku fólks með geðræn­an vanda inn í ís­lenska lög­gjöf. Svo­kölluð fyr­ir­fram­gerð ákv­arðana­taka (Advance Directi­ves) hef­ur rutt sér til rúms víða á Vest­ur­lönd­um, en hug­takið fel­ur í sér form­lega viður­kenn­ingu sam­fé­lags­ins á vilja sjúk­lings í sjúk­dómsmeðferð og heima­fyr­ir, til að mynda gagn­vart börn­um og fjár­mál­um, hafi það verið metið svo að hann hafi misst get­una til að taka ákv­arðanir um eigið líf (mental capacity).

Hug­mynd­in er að skapa fólki með geðræna sjúk­dóma lag­aramma til að lýsa yfir vilja sín­um í tengsl­um við al­var­leg veik­indi og per­sónu­leg mál fyr­ir­fram. Þetta er í sam­ræmi við samn­ing Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi fatlaðs fólks. Þar er lagt blátt bann við því að fólk með geðfötl­un og aðra fötl­un sé beitt þving­un­um eða of­beldi á grund­velli fötl­un­ar sinn­ar. Anna Gunn­hild­ur seg­ir að ráðherra hafi tekið er­ind­inu vel þegar hon­um var af­hent minn­is­blað þess efn­is fyr­ir ári. Sam­tök­in bíði spennt eft­ir að ein­hver hreyf­ing kom­ist á málið.

Verk­efni Geðhjálp­ar eru ærin að sögn fram­kvæmda­stjóra sam­tak­anna en eitt af þeim er Bata­skóli Íslands. Skól­inn er byggður á þriggja ára samn­ingi Geðhjálp­ar við Reykja­vík­ur­borg. Aðrir helstu sam­starfsaðilar skól­ans eru Há­skóli Íslands, Há­skól­inn í Reykja­vík, Land­spít­al­inn og Sam­ráðsvett­vang­ur geðúrræðanna ásamt bata­skól­an­um í Nott­ing­ham. 

Nám í Bata­skól­an­um er ætlað fólki, átján ára og eldra, með geðræn­ar áskor­an­ir, aðstand­end­um þeirra og starfs­fólki á heil­brigðis- og vel­ferðarsviði. Áskor­an­irn­ar eru af ýms­um toga, til að mynda kvíði, ADHD og þung­lyndi, og svo líka þyngri sjúk­dóm­ar eins og geðklofi og geðhvörf.

mbl.is