Lýsa aðgerðum hersins sem þjóðarmorði

Rohingjar á flótta | 20. september 2018

Lýsa aðgerðum hersins sem þjóðarmorði

Kanadíska þingið samþykkti einróma í dag að lýsa aðgerðum búrmíska hersins gegn rohingjum í Rakhine-héraði Búrma (Mijanmar) sem „þjóðarmorði“.

Lýsa aðgerðum hersins sem þjóðarmorði

Rohingjar á flótta | 20. september 2018

Rohingjar í flóttamannabúðum í Búrma.
Rohingjar í flóttamannabúðum í Búrma. AFP

Kanadíska þingið samþykkti einróma í dag að lýsa aðgerðum búrmíska hersins gegn rohingjum í Rakhine-héraði Búrma (Mijanmar) sem „þjóðarmorði“.

Kanadíska þingið samþykkti einróma í dag að lýsa aðgerðum búrmíska hersins gegn rohingjum í Rakhine-héraði Búrma (Mijanmar) sem „þjóðarmorði“.

„Fulltrúadeild þingsins styður niðurstöðu skýrslu Sameinuðu þjóðanna um Búrma, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að glæpir gegn mannkyni hefðu verið framdir gegn rohingjum,“ og að aðgerðirnar hefðu notið samþykkis búrmíska hersins, að því að fram kom í þinginu.

Segir í tillögu þingsins að kanadíska þingið „viðurkenni að glæpirnir gegn rohingjum jafngildi þjóðarmorði“ og er öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hvatt til að vísa málinu til alþjóðaglæpadómstólsins í Haag. Þá hvatti þingið til þess að hershöfðingjar í búrmíska hernum sæti sérstakri rannsókn og verði sóttir til saka fyrir þjóðarmorð.

„Ég vil leggja áherslu á hversu átakanlegir, hversu hryllilegir glæpirnir gegn rohingjum eru,“ sagði Chrystia Freeland utanríkisráðherra Kanada. „Við leiðum alþjóðlega viðleitni í átt að réttlæti og ábyrgð vegna rohingja.“ Tillagan, sem samþykkt var samhljóða, væri skref í þá átt.

Rúmlega 700.000 rohingjar hafa flúið Rakhine-hérað í Búrma frá því búrmíski herinn hóf aðgerðir sínar gegn rohingjum þar í ágúst í fyrra. Hafa margir greint frá aftökum án dóms og laga, nauðgunum og íkveikjum.

mbl.is