Óttast um hana í vetur

Gætt að geðheilbrigði | 20. september 2018

Óttast um hana í vetur

Hún er á þrítugs­aldri og er á göt­unni vegna neyslu og geðrænna veik­inda. Fjöl­skylda henn­ar er ráðalaus og ótt­ast mjög um af­drif henn­ar í vet­ur. Því gat­an er ekki heim­ili og ekki ör­ugg­ur staður, ekki síst fyr­ir ung­ar kon­ur þar sem hóp­ur karla leit­ar slík­ar kon­ur uppi og nýt­ir sér neyð þeirra. Þær eru bráð þess­ara karla, kon­ur sem eiga hvergi skjól.

Óttast um hana í vetur

Gætt að geðheilbrigði | 20. september 2018

mbl.is/Hari

Hún er á þrítugs­aldri og er á göt­unni vegna neyslu og geðrænna veik­inda. Fjöl­skylda henn­ar er ráðalaus og ótt­ast mjög um af­drif henn­ar í vet­ur. Því gat­an er ekki heim­ili og ekki ör­ugg­ur staður, ekki síst fyr­ir ung­ar kon­ur þar sem hóp­ur karla leit­ar slík­ar kon­ur uppi og nýt­ir sér neyð þeirra. Þær eru bráð þess­ara karla, kon­ur sem eiga hvergi skjól.

Hún er á þrítugs­aldri og er á göt­unni vegna neyslu og geðrænna veik­inda. Fjöl­skylda henn­ar er ráðalaus og ótt­ast mjög um af­drif henn­ar í vet­ur. Því gat­an er ekki heim­ili og ekki ör­ugg­ur staður, ekki síst fyr­ir ung­ar kon­ur þar sem hóp­ur karla leit­ar slík­ar kon­ur uppi og nýt­ir sér neyð þeirra. Þær eru bráð þess­ara karla, kon­ur sem eiga hvergi skjól.

„Ég sá hana í fyrsta skipti í geðrofs­ástandi eft­ir að hún tók am­feta­mín og þá var hún lögð inn á geðdeild að eig­in ósk. Þá hafði hún verið í am­feta­mínn­eyslu í nokkra daga sam­fleytt. Hún var gríðarlega grönn á þess­um tíma, ör­ugg­lega ekki nema rúm­lega fjöru­tíu kíló. Þetta er fyr­ir þrem­ur eða fjór­um árum.

Áður að þessu kom hafði hún notað alls kon­ar fíkni­efni og kanna­bisneysl­an kom á svipuðum tíma og hún fór að drekka áfengi eða um fimmtán ára ald­ur.

Ekk­ert af þeim efn­um hafði farið svona með hana þó svo að hún hafi oft verið erfið í sam­skipt­um. Eitt­hvað sem við lit­um bara á sem kost, hún var mjög ákveðin og lét eng­an vaða yfir sig. En eft­ir að hún veikt­ist varð hún nán­ast ósjálf­bjarga og á erfitt með að tjá sig á sama hátt og áður,” seg­ir ná­inn ætt­ingi henn­ar í sam­tali við mbl.is.

Viðtalið við fjölskylduna var birt á mbl.is um helgina:

Hann seg­ir að hún hafi alltaf átt í skrýtn­um sam­bönd­um við karl­menn og yf­ir­leitt verið með mönn­um sem eru tals­vert eldri en hún. Nokkuð mörg ár eru síðan hún fór í meðferð og gekk ágæt­lega þar. Kynnt­ist þar manni sem var að nota fíkni­efni í æð. Þau stóðu sig bæði ágæt­lega í ein­hvern tíma en féllu svo bæði.

 Hún átti marga góða vini hér áður en fáir ef eng­ir þeirra treysta sér í að vera í sam­skipt­um við hana í dag vegna þess hversu veik hún er. Hún er full rang­hug­mynda varðandi aðra og mistúlk­ar oft viðbrögð fólks.

„Okk­ur er alltaf sagt að hún glími við per­sónu­leikarösk­un en við höf­um horft á hana í geðrofi sem fylg­ir geðhvarfa­sjúk­dóm­um og það eru slík­ir sjúk­dóm­ar í fjöl­skyld­unni. Hún er með rang­hug­mynd­ir og tal­ar við ósýni­legt fólk. Auðvitað get­ur geðrofið tengst neysl­unni en það er ekki hægt að full­yrða það. Enda veit eng­inn í hversu mik­illi neyslu hún er eða hef­ur verið í. Eng­inn nema hún sjálf. Jafn­framt er hún mjög hvat­vís og eyðir öll­um pen­ing­um sem hún fær og oft í ein­hverja tóma vit­leysu. Hún gist­ir kannski á hót­el­um og drekk­ur út pen­ing­ana á nokkr­um dög­um. Hún er búin að mála sig út í horn alls staðar. Jafn­vel rón­arn­ir hafa hver ann­an en hún er ein. Hún er allt öðru vísi enda svo ofboðslega veik og eng­inn get­ur verið ná­lægt henni,” seg­ir hann.

mbl.is/Hari

Hann seg­ir að þegar henni líði sem verst og fjöl­skyld­an hafi ótt­ast um líf henn­ar hafi þau reynt að fá hana lagða inn á geðdeild án ár­ang­urs þar sem hún hef­ur ekki viljað sjálf leggj­ast inn.

„Stund­um ósk­ar hún sjálf eft­ir því að leggj­ast inn þar sem hún á engra kosta völ en er þá oft vísað á brott þar sem það er eng­inn til­bú­inn til að taka á móti henni. Henni hef­ur jafn­vel verið vísað frá Konu­koti og þær kon­ur sem ekki fá inni í Konu­kot hafa í eng­in önn­ur hús að venda. Hvað bíður henn­ar á göt­unni þar sem karl­ar leita uppi ung­ar kon­ur eins og hana sem þeir mis­nota.

Það á eng­inn að vera í þess­um spor­um

Það á eng­inn að vera á göt­unni í þessu vel­ferðarþjóðfé­lagi sem við segj­um Ísland vera. Hún ráf­ar um og reyn­ir að kom­ast í skjól ein­hvers staðar og núna er að koma vet­ur. Við vit­um al­veg að hún er ekki auðveld og mæt­ir ekki í viðtöl sem henni er ætlað að mæta í hjá fé­lagsþjón­ust­unni en hún er svo veik að hún er ein­fald­lega ekki fær um það. Mann­eskja eins og hún er ekki fær um að sinna slíku. Það er eðli máls­ins sam­kvæmt ekk­ert auðvelt að nauðung­ar­vista fólk en í sum­um til­vik­um er ekk­ert annað úrræði í boði til þess að afeitra fólk eins og hana,” seg­ir fjöl­skylda ungu kon­unn­ar sem blaðamaður ræddi við.

Þau segj­ast óska þess að þurfa ekki að vera í þess­um spor­um – að vilja hana vistaða á geðdeild án henn­ar vilja en þau sjái ekk­ert annað sem mögu­lega gæti bjargað lífi henn­ar eins og staðan er í dag.

For­eldr­ar henn­ar reyndu að halda henni uppi í ein­hver ár, leigðu fyr­ir hana íbúð og keyptu mat og annað fyr­ir hana. En það gekk ekki til langs tíma þar sem þangað leitaði fólk sem líka var í neyslu og íbúðin varð fljótt að bæli. Þar sem raun­veru­leika­skyn henn­ar er ekk­ert og hvat­vís­in slík að hún æðir beint upp í fangið á næstu mann­eskju.

„Hún hugsaði svo vel um sig áður en í dag er það allt farið og erfitt að ímynda sér að þetta sé sama mann­eskj­an og hún var fyr­ir nokkr­um árum. Það sem þyrfti að gera er að koma henni inn á lokaða deild til þess að afeitra hana og svo þarf hún á virkri eft­ir­meðferð að halda. Að öðrum kosti á hún ekki aft­ur­kvæmt út á vinnu­markaðinn en henni tókst að ljúka námi áður en fíkn­in tók af henni völd­in.

Eins og staðan er í dag þá er hún of veik til þess að sækja sér aðstoð sjálf og því ófær um að fara í meðferð eins og á Laug­ar­ásn­um. Hún þarf líka að kom­ast í bú­setu­úr­ræði,” segja þau.

Til að mynda skorti hana inn­sæi og hún segi eitt í dag og annað á morg­un – einn dag­inn seg­ist hún vera að fara á geðdeild en næsta dag seg­ist hún kannski geta unnið á geðdeild.

Hræðilegt að beita nauðung en stundum ekki annað hægt

„Nauðung­ar­vist­un er hræðileg­ur kost­ur en málið er að ástandið á henni er þannig í dag að það er senni­lega eina úrræðið sem gæti bjargað henni. Ef ég væri í henn­ar spor­um þá vildi ég óska þess að ein­hver tæki þessa ákvörðun fyr­ir mig. Það er að vista mig á geðdeild þangað til ég fengi inn­sæið að nýju,” seg­ir mann­eskja sem er henni ná­kom­in.

Fjöl­skylda ungu kon­unn­ar seg­ir að þrátt fyr­ir að gott sé að vita að Konu­kot taki á móti kon­um sem eiga í mikl­um vanda þá sé það ekki nóg. Starf Konu­kots bygg­ist á starfi sjálf­boðaliða. Hætta sé á of­beldi því þar gisti kon­ur sem eru í neyslu og ein­hverj­ar eru of­beld­is­hneigðar. Aðrar séu ekki í neinni neyslu og aðrar glíma við geðræn­an vanda. Bjóða þurfi upp á úrræði fyr­ir þess­ar kon­ur þar sem fag­fólk starfi sem kunni að tak­ast á við vanda þeirra.

„Við erum sterkt bak­land fyr­ir hana og ger­um allt sem í okk­ar valdi stend­ur til þess að styðja við hana en það eru ekki all­ir sem eiga slíkt bak­land því við erum með fólk sem á enga að og þarf á góðum mál­svara að halda. Eitt­hvað sem ekki öll­um stend­ur til boða,” segja þau og benda á að áður hafi það verið neysl­an sem hafi verið það sem þau höfðu mesta áhyggj­ur af en í dag sé það geðvandi henn­ar sem þau ótt­ast mest.

Hún fór í meðferð en féll og hún hef­ur verið nauðung­ar­vistuð í þrjá sól­ar­hringa á geðdeild en sleppt eft­ir það þar sem talið var að geðrofið stafaði af neyslu ekki geðhvörf­um og þá ekk­ert hægt að gera fyr­ir hana þar.

„Við vilj­um bjarga henni úr sjálfs­vígs­hug­leiðing­um og tryggja henni aðstoð sem hún er ekki að fá. Við höf­um komið að lokuðum dyr­um hjá vel­ferðar- og heil­brigðis­kerf­inu og erum að gef­ast upp. Veik­asta fólkið okk­ar er á göt­unni. Fólk sem hef­ur ekki vit fyr­ir sjálfu sér og fer ekki eft­ir nein­um regl­um þar sem það get­ur það ekki. Við höf­um tekið hana inn á heim­ilið þegar hún hef­ur verið veik en vit­um oft­ast ekki hvar hún held­ur sig því hún býr á göt­unni. Þú ferð ekki og bank­ar upp á hjá fólki sem er á göt­unni og kann­ar hvernig það hef­ur það. Þegar hún hef­ur verið hér heima höf­um við þurft að kalla lög­reglu til að aðstoða okk­ur því hún er stjórn­laus í geðrofi. Þá var hún vistuð í fanga­klefa sem er skelfi­legt því hún er fár­veik en ekki glæpa­maður. Hún miss­ir oft stjórn á skapi sínu og er í raun ekki fær um að búa í hefðbundnu leigu­hús­næði held­ur þyrfti hún að vera í úrræði fyr­ir veikt fólk eins og hana. Lög­regl­an hef­ur hins veg­ar komið mjög vel fram við hana og yf­ir­leitt sýnt skiln­ing þó svo að hún geti verið mjög erfið,” segja aðstand­end­ur henn­ar sem ótt­ast að ekk­ert annað sé í boði fyr­ir hana í vet­ur en að „hír­ast í ein­hverj­um skúma­skot­um,“ seg­ir henn­ar nán­asta fjöl­skylda.

mbl.is