Ungt fólk undir of miklu álagi

Börnin okkar og úrræðin | 24. september 2018

Ungt fólk undir of miklu álagi

Skólasálfræðingur MH segist vonast til þess að ekki verði hætt að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum en í vor lýkur tilraunaverkefni um þjónustuna. Alls leituðu 152 nem­end­ur til Bóas­ar síðasta vet­ur og ástæðurn­ar ýms­ar, svo sem kvíði og vanlíðan.

Ungt fólk undir of miklu álagi

Börnin okkar og úrræðin | 24. september 2018

Bóas Valdórsson, skólasálfræðingur í Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Bóas Valdórsson, skólasálfræðingur í Menntaskólanum við Hamrahlíð. mbl.is/Hari

Skólasálfræðingur MH segist vonast til þess að ekki verði hætt að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum en í vor lýkur tilraunaverkefni um þjónustuna. Alls leituðu 152 nem­end­ur til Bóas­ar síðasta vet­ur og ástæðurn­ar ýms­ar, svo sem kvíði og vanlíðan.

Skólasálfræðingur MH segist vonast til þess að ekki verði hætt að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum en í vor lýkur tilraunaverkefni um þjónustuna. Alls leituðu 152 nem­end­ur til Bóas­ar síðasta vet­ur og ástæðurn­ar ýms­ar, svo sem kvíði og vanlíðan.

Nokkr­um sinn­um hef­ur verið lögð fram þings­álykt­un­ar­til­laga um að Alþingi feli mennta­málaráðherra að sjá til þess að öll­um nem­end­um í fram­halds­skól­um lands­ins verði tryggt aðgengi að sál­fræðiþjón­ustu inn­an veggja skól­anna þeim að kostnaðarlausu. Í til­lög­unni sem síðast var lögð fram, í fe­brú­ar á þessu ári, er lagt til að ráðherra hafi sam­ráð við Kenn­ara­sam­band Íslands og Sál­fræðinga­fé­lag Íslands um til­hög­un þjón­ust­unn­ar, m.a. um meðferð sem veitt er, fjölda nem­enda á hvern sál­fræðing o.fl.

„Í hvít­bók mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra um úr­bæt­ur í mennt­un sem gef­in var út í júní 2014 kem­ur fram að aðeins 44% ís­lenskra fram­halds­skóla­nema ljúka námi á til­sett­um tíma. Ungt fólk hverf­ur frá námi og mun lang­tíma­áhrifa þess gæta víða í sam­fé­lag­inu og eru þau þegar far­in að sjást. Þetta má að hluta rekja til slæmr­ar geðheilsu ung­menna hér á landi en sjálfs­víg eru til að mynda helsta dánar­or­sök ungra karl­manna á Íslandi. Þess­um vanda þarf að mæta, t.d. með auknu aðgengi að geðheil­brigðisþjón­ustu. 

Vegna þessa hef­ur álag auk­ist mikið á kenn­ara, skóla­hjúkr­un­ar­fræðinga og náms­ráðgjafa, sem hvorki hafa sér­staka mennt­un né for­send­ur til þess að tak­ast á við vand­ann. Það er því mik­il­vægt að bregðast við kall­inu og auka aðgengi að geðheil­brigðisþjón­ustu inn­an veggja skól­anna.“

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í grein­ar­gerð með þings­álykt­un­ar­til­lögu sem lögð var fram á Alþingi síðasta vet­ur en vet­ur­inn 2015–2016 var flutt þings­álykt­un­ar­til­laga þar að lút­andi. Sama þings­álykt­un­ar­til­laga var lögð fram á næsta lög­gjaf­arþingi.

Í vor lýk­ur til­rauna­verk­efni Mennta­mála­stofn­un­ar til að draga úr brott­hvarfi úr fram­halds­skól­um á Íslandi. Nokkr­ir skól­ar ákváðu að fara af því til­efni í gang með að bjóða upp á ókeyp­is sál­fræðiþjón­ustu til að bregðast við því að nokkuð stór hóp­ur nem­enda virðist hætta í skóla vegna and­legra erfiðleika.

Mikilvægt að þjónustan sé til staðar

Einn skól­anna er Mennta­skól­inn við Hamra­hlíð og hef­ur Bóas Val­dórs­son sál­fræðing­ur sinnt starf­inu frá því verk­efnið hóf göngu sína. Hann seg­ist von­ast til þess að verk­efn­inu verði ekki hætt enda hafa bæði nem­enda­fé­lög og for­eldr­ar nem­enda í fram­halds­skól­um þrýst á að áfram verði boðið upp á þessa þjón­ustu.

Bóas seg­ir að gott aðgengi að slíkri þjón­ustu geti skipt sköp­um. Það hef­ur sýnt sig að nem­end­ur nýta sér vel þá þjón­ustu þegar aðgengi er að sál­fræðingi inn­an veggja skól­ans. Mik­il­vægt sé að kostnaður sé ekki fyr­ir­staða fyr­ir ungt fólk þegar það þarf á slíkri þjón­ustu að halda og að aðgengi sé á þess for­send­um í þess nærum­hverfi.

„Við vís­um þeim sem eru með þung­an eða flókn­ari vanda á úrræði í heil­brigðis­kerf­inu. Til að mynda ef um al­var­legt þung­lyndi er að ræða eða átrösk­un svo ein­hver dæmi séu nefnd. Þó svo að skóla­sál­fræðing­ur geti ekki tekið á slík­um vanda með full­nægj­andi hætti þá er auðvelt fyr­ir hann að hjálpa viðkom­andi við að kom­ast í viðeig­andi þjón­ustu og aðstoða með fyrstu skref­in. Stund­um er stærsta skrefið fyr­ir ein­stak­ling að opna á það að um vanda­mál sé að ræða og því mik­il­vægt að fyrstu viðbrögð við slíkri frá­sögn séu mark­viss og fag­leg,“ seg­ir Bóas.

Hann seg­ir að flest­ir þeirra sem til hans leita séu með vanda sem hægt er að vinna úr inn­an veggja skól­ans. „Ef vand­inn er meiri er yf­ir­leitt fyrsta skrefið að fá for­eldra á fund hvort sem ung­mennið er yngra eða eldra en 18 ára. Mik­il­vægt er fyr­ir ungt fólk að standa ekki eitt í að tak­ast á við viðamikla erfiðleika og flest­ir vilja fá for­eldra sína að borðinu þegar aðstæður eru þannig að þau eiga erfitt með að vinna úr þeim sjálf. Okk­ar hlut­verk er oft að reyna að virkja stuðningsnetið og ræða þá mögu­leika sem í boði eru. Vissu­lega er heilsu­gæsl­an fyrsti viðkomu­staður en það er líka hægt að vísa í sér­hæfð teymi, svo sem göngu­deild­art­eymi, bráðat­eymi eða átrösk­un­art­eymi ef vand­inn er þannig að það þarf að leita til Land­spít­al­ans. Eins eru sjálf­stætt starf­andi sál­fræðing­ar að veita meðferðir við kvíða, gera ADHD-grein­ing­ar eða leggja mat á ein­kenni á ein­hverfurófi.“

Viðtalið við Bóas birtist einnig á mbl.is helgina í greinaflokknum Gætt að geðheilbrigði

Bóas seg­ir að hann hafi reynt allt frá upp­hafi að sníða þjón­ust­una þannig að hún sé fyr­ir alla hvað svo sem bját­ar á hjá viðkom­andi. „Eins kem ég með fræðslu inn í alla áfanga skól­ans í lífs­leikni þannig að ég hitti alla nem­end­ur skól­ans ein­hvern tíma á meðan skóla­göngu þeirra stend­ur,“ seg­ir Bóas.

Hann seg­ir að meiri spurn sé eft­ir þjón­ustu sál­fræðings á haustönn en á vorönn­inni sem vænt­an­lega skýrist af því að lífs­leikn­in er kennd á haustönn og því opnað al­mennt meira á umræður um þessi mál­efni. Í fyr­ir­lestr­un­um er lögð áhersla á að fræða nem­end­ur um til­finn­inga­stjórn­un, kvíðaein­kenni, van­líðan og streitu en þetta eru þeir þætt­ir sem oft­ast rata inn á borð Bóas­ar í vinn­unni.

mbl.is/Hari

25-28% nefna kvíða

Alls leituðu 152 nem­end­ur til Bóas­ar síðasta vet­ur og ástæðurn­ar ýms­ar. Kvíði, van­líðan, streita og álag í dag­legu lífi eru eins og áður sagði al­geng­ar ástæður sem nem­end­ur gáfu upp þegar þeir komu í viðtal við skóla­sál­fræðing­inn í MH. Þung­lyndi og kvíði hef­ur verið að minnka í MH und­an­far­in tvö ár, sam­kvæmt því sem kem­ur fram í Skóla­púls­in­um og má velta því fyr­ir sér hvort ástæðan sé að ein­hverju leyti auðvelt aðgengi að sál­fræðingi í skól­an­um.

Af þeim sem leituðu til skóla­sál­fræðings MH í fyrra voru 60-80 nem­end­ur í reglu­legu sam­bandi við sál­fræðing skól­ans yfir vet­ur­inn.

Að sögn Bóas­ar nefna 25-28% nem­enda kvíða sem ástæðu fyr­ir því að þeir óskuðu eft­ir einkaviðtali við hann síðustu tvö ár. Þar á eft­ir koma atriði eins og dep­urð, streita, erfiðar heim­ilisaðstæður og uppá­kom­ur í einka­líf­inu.

„Kvíði meðal ungs fólks er ekki nýr af nál­inni og við erum svo hepp­in að ungt fólk er miklu opn­ara í dag en það var fyr­ir ein­hverj­um árum síðan. Þau vita að þau eiga að segja frá og leita sér aðstoðar ef þau eru að upp­lifa van­líðan en um leið verður þjón­ust­an að vera í boði fyr­ir þau með þeim hætti að þau geti nýtt sér hana. Það geng­ur ekki að þau láti vita af van­líðan en fái ekki þann stuðning sem þau eru að leita eft­ir.“

Mjög mik­il­vægt er að hafa í huga að fæst­ir þeirra nem­enda sem leita til Bóas­ar eru að glíma við klín­ísk­an vanda. Þeir tak­ast á við krís­ur og mót­mæli en þeir eru líka að tak­ast á við sig sjálfa og læra á sín eig­in viðbrögð í nýj­um aðstæðum.

„Hér áður heyrði það til und­an­tekn­inga að fólk talaði um van­líðan sína en ég ef­ast ekki um að fólki í gegn­um tíðina hafi liðið jafnilla og ungu fólki í dag. Við eig­um að þakka fyr­ir að þetta er ekki jafn­mikið feimn­is­mál og áður og að fólk leiti sér aðstoðar. Því á þess­um aldri er svo margt að ger­ast í lífi fólks og það ætti að vera keppikefli að grípa það og aðstoða sem fyrst. Að þjón­ust­an sé nær fólki og aðgengi­legri en hún hef­ur verið,“ seg­ir Bóas.

Eru jafn­vel í 140-150% vinnu

Bóas byrj­ar alltaf á því að fara yfir þá dag­skrá nem­enda og þær skyld­ur sem þeir hafa tekið að sér. Ekki er óal­gengt að í ljós komi að viðkom­andi er í fullu námi og 40% vinnu auk þess að stunda íþrótt­ir eða aðrar tóm­stund­ir.

„Við erum kannski að horfa á ung­menni í 140-150% vinnu ef nem­andi er í skóla, æfa íþrótt­ir og í vinnu með og það er oft ein­fald­lega of mikið. Þá er ekk­ert skrýtið að þú upp­lif­ir sterk­ar til­finn­ing­ar, svo sem van­líðan eða kvíða.

Mín skoðun er að unga fólkið í dag er ekk­ert á leið til fjand­ans eins og stund­um er haldið fram held­ur er álagið oft og tíðum allt of mikið. Þetta er of mikið álag sem get­ur leitt til þess að þau flosna úr námi eða glíma við kvíða,“ seg­ir Bóas og seg­ist stund­um velta því fyr­ir sér hvort ekki sé tíma­bært fyr­ir marga að draga aðeins úr kröf­un­um og hjálpa ungu fólki að skipu­leggja bet­ur tíma sinn og taka ekki of mikið að sér á hverj­um tíma.

Eig­um að fagna því hvað ungt fólk er opið í dag

„Ég reyni að fara yfir þetta allt með þeim og hvað þau geta gert til þess að bæta líðan sína. Þar bendi ég fyrst á ódýr­ustu sál­fræðimeðferðina sem er svefn. Að sofa nægj­an­lega mikið til þess að geta tek­ist á við áskor­an­ir dag­lega lífs­ins óþreytt er senni­lega besta ráðið sem hægt er að gefa ungu fólki,“ seg­ir Bóas.

Ekki er hægt að taka viðtal við skóla­sál­fræðing öðru­vísi en að minn­ast á snjall­tækja­notk­un. Bóas seg­ir að það séu öll ung­menni með aðgang að snjall­tækj­um og noti sam­fé­lags­miðla. Hon­um finn­ist stund­um eins og fólk taki full­djúpt í ár­inni í að gagn­rýna ungt fólk og ekki síst á þessu sviði.

„Fólk er oft fljótt að kenna snjall­tækj­un­um um allt sem miður fer. Tækn­in hef­ur skapað mörg tæki­færi, tengt fólk sam­an og auðveldað sam­skipti. Þetta er eins og með margt annað, við leit­um alltaf að söku­dólgi. Með snjall­tækj­um og tækninýj­ung­um fylgja ýms­ar áskor­an­ir fyr­ir okk­ur öll sem sam­fé­lag og ég hef mikla trú á því að ungt fólk muni leiða það ferli hvernig við get­um notað og nýtt okk­ur þau tæki­færi með upp­byggi­leg­um hætti. Maður heyr­ir á ungu fólki að þau eru mjög meðvituð um hvernig sam­fé­lags­miðlar hafa áhrif á sig og mörg hver eru far­in að gera rót­tæk­ar ráðstaf­an­ir til að bregðast við því með því að breyta notk­un sinni og hugafari gagn­vart þeim áhrif­um sem koma í gegn­um þessa miðla.

Í mín­um huga eig­um við að vera stolt af ungu fólki í dag. Þau eru meðvitaðri en ungt fólk var áður. Þeirra lífstíll er í flest­um til­vik­um betri, drekka minna af áfengi og færri reykja. Fíkni­efna­neysl­an er senni­lega ekki mikið meiri en áður en efn­in eru senni­lega harðari en áður. Þau upp­lifa til­finn­ing­ar eins og kvíða en kunna að greina frá kvíðanum. Þegar ég var í fram­halds­skóla töluðu afar fáir um til­finn­ing­ar sín­ar en í dag er það eðli­leg­asti hlut­ur í heimi að hnippa í mig hér á göng­um MH og óska eft­ir viðtali. Ég tel að við eig­um að fagna því að ungt fólk er opn­ara en áður en á sama tíma verðum við líka að vera til staðar fyr­ir þau ef þau biðja um hjálp,“ seg­ir Bóas Val­dórs­son, skóla­sál­fræðing­ur í MH.

mbl.is