Geta haldið áfram með líf sitt

Börnin okkar og úrræðin | 27. september 2018

Geta haldið áfram með líf sitt

Nokk­ur ár eru síðan fag­fólki varð ljóst að fólki með geðhvörf væri ekki sinnt nægj­an­lega vel hér á landi. Víða er­lend­is var farið að stofna sér­hæfða þjón­ustu utan um þenn­an hóp.

Geta haldið áfram með líf sitt

Börnin okkar og úrræðin | 27. september 2018

Halla Ósk Ólafs­dótt­ir og Birna Guðrún Þórðardótt­ir.
Halla Ósk Ólafs­dótt­ir og Birna Guðrún Þórðardótt­ir. mbl.is/Hari

Nokk­ur ár eru síðan fag­fólki varð ljóst að fólki með geðhvörf væri ekki sinnt nægj­an­lega vel hér á landi. Víða er­lend­is var farið að stofna sér­hæfða þjón­ustu utan um þenn­an hóp.

Nokk­ur ár eru síðan fag­fólki varð ljóst að fólki með geðhvörf væri ekki sinnt nægj­an­lega vel hér á landi. Víða er­lend­is var farið að stofna sér­hæfða þjón­ustu utan um þenn­an hóp.

Í byrj­un árs 2017 var geðhvarfat­eymi Land­spít­al­ans sett á lagg­irn­ar og starfar það und­ir hatti Laug­ar­áss­ins. 

Birna Guðrún Þórðardótt­ir geðlækn­ir og Halla Ósk Ólafs­dótt­ir sál­fræðing­ur vinna í geðhvarfat­eym­inu og segja þær að mark­hóp­ur teym­is­ins sé ungt fólk sem er ný­greint með geðhvörf.

„Við sáum að teym­inu væri best fyr­ir komið hjá Laug­ar­ásn­um vegna sam­legðaráhrifa og það er ekki óal­gengt að fólk sé bæði á Laug­ar­ásn­um og hjá okk­ur því það er stund­um óljóst í upp­hafi um hvaða geðrofs­sjúk­dóm er að ræða og eins nýt­ist þjón­ust­an á Laug­ar­ási oft okk­ar skjól­stæðing­um vel. Um leið og við fór­um af stað þá skynjuðum við þörf­ina,“ seg­ir Birna Guðrún.

Viðtalið var einnig birt um síðustu helgi á mbl.is í greinaflokknum Gætt að geðheilbrigði

Frétt mbl.is

Skjól­stæðing­ar teym­is­ins eru með geðhvörf 1 (bipol­ar 1) en það er það form geðhvarfa sem ein­kenn­ist af óvenju­mikl­um sveifl­um á geðslagi, of­læt­is­sveifl­um þar sem viðkom­andi get­ur misst tengsl við raun­veru­leik­ann og hef­ur ekki inn­sæi í að um veik­inda­ástand sé að ræða og djúp­ar þung­lynd­islot­ur með upp­gjöf, von­leysi og jafn­vel sjálfs­vígs­hugs­un­um. 

Fólk með þessa teg­und af geðhvörf­um set­ur hvað mest­an svip á sjúk­dóm­inn og gef­ur hon­um and­lit. Þetta eru ein­stak­ling­arn­ir sem í of­læt­inu eru ósigrandi og búa yfir óþrjót­andi orku til að sigra heim­inn, seg­ir í fræðslu sem Héðinn Unn­steins­son hef­ur tekið sam­an og er birt á vef Geðhjálp­ar. 

Að sögn Höllu hef­ur verið sýnt fram á að sér­hæfð meðferð gagn­ist hvað best við meðhöndl­un geðhvarfa. Fyr­ir til­komu teym­is­ins hafi ungt fólk með geðhvörf verið hóp­ur sem var illa sinnt en rann­sókn­ir sýni að ef gripið er inn snemma er hægt að hafa mik­il áhrif á fram­gang sjúk­dóms­ins og hversu mik­il áhrif hann hef­ur á líf fólks. Hún seg­ir að þjón­ust­an hér sé gagn­reynd meðferð að danskri og spænskri fyr­ir­mynd en þar hef­ur mik­il vinna verið lögð í þróun á meðferðarúr­ræðum fyr­ir fólk með geðhvörf.

Lyfja­gjöf al­gjör lífs­björg

„Við sjá­um að það er hægt að bæta lífs­gæði þessa hóps á þann veg að fólk geti haldið áfram með líf sitt. Meðal ann­ars með því að halda áfram í námi eða starfi í stað þess að fara á ör­orku. En til þess þurfa úrræði eins og þetta að vera til staðar svo hægt sé að grípa snemma inn,“ seg­ir Halla.

Að sögn Birnu er þjón­ust­an unn­in í þverfag­legu teymi sem virðist gefa góða raun. Um göngu­deild­arþjón­ustu sé að ræða og ein­stak­lings­bundið hversu oft fólk kem­ur í eft­ir­lit. Eitt það fyrsta sem þarf að gera er að koma fólki í skiln­ing um að þetta sé al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur sem þarfn­ast meðferðar og oft­ar en ekki lang­tíma­lyfjameðferðar.

„Með geðhvörf, líkt og aðra geðrofs­sjúk­dóma, er lyfjameðferð al­gjör lífs­björg. Eitt af því sem hef­ur verið vanda­málið með ungt fólk er að meðferðar­heldni er oft lé­leg, fólk fær ekki næga fræðslu um lotu­bund­inn gang veik­ind­anna og hvernig hann hegðar sér og hætt­ir oft að taka lyf þegar vel geng­ur. Yf­ir­leitt farn­ast fólki best ef það sætt­ist á að taka lyf­in reglu­lega og þá í fyr­ir­byggj­andi til­gangi. Stór hluti af okk­ar vinnu felst í fræðslu, að fræða fólk um veik­ind­in og hvað lyfjameðferð er mik­il­væg,“ seg­ir Birna. „Við vilj­um gera ein­stak­ling­inn að sér­fræðingi í eig­in veik­ind­um,“ bæt­ir hún við.

Þær segja að auk fræðslu bygg­ist starf­semi teym­is­ins á hug­rænni at­ferl­is­meðferð þar sem fólk fær verk­færi til að tak­ist á við geðhvörf­in og ann­an sam­hliða vanda en kvíðarask­an­ir eru til að mynda al­geng­ur fylgi­fisk­ur geðhvarfa. Meðferðin er bæði hóp- og ein­stak­lings­miðuð og þar sem flest­ir þeirra sem eru í teym­inu eru á aldr­in­um 18-30 ára er unnið mikið með fjöl­skyld­um. 

„Að megn­inu til er þetta ungt fólk sem býr heima hjá for­eldr­um þannig að öll fjöl­skyld­an kem­ur að meðferðinni. Það ger­um við meðal ann­ars með fræðslu um hvernig eigi að bregðast við ef fer að bóla á nýrri veik­indalotu og grípa til viðeig­andi ráðstaf­ana ef veik­indi láta á sér kræla, það skipt­ir sköp­um að hafa góðan stuðning í svona veik­ind­um,“ segja þær.

Hópmeðferð skil­ar góðum ár­angri

Í fyrstu er mest um ein­stak­lingsmeðferð að ræða en þegar á líður og líðan fólks er orðin stöðug er boðið upp á hópmeðferð. Um er að ræða 16 vikna meðferð með 8-10 þátt­tak­end­um. Hópmeðferðin hef­ur notið vin­sælda og sést það meðal ann­ars á því hversu góð mæt­ing­in er í alla tíma. Oft er líka gott fyr­ir ungt fólk að kynn­ast öðrum sem eru með sama sjúk­dóm og það og finna að það er ekki eitt á báti. Þær segja að starfs­systkini þeirra í öðrum lönd­um hafi sömu sögu að segja af hópmeðferð meðal ungs fólks með geðhvörf. Al­mennt séð hafi slíkt starf gefið góða raun. 

„Oft­ar en ekki er þetta í fyrsta skipti sem fólk er að hitta ein­hvern ann­an með geðhvörf og þarna fær fólk fræðslu frá fag­fólki en ekki ein­hverju sem það les á net­inu. Þau sem eru að koma ný inn eru stund­um hrædd við lyfjameðferð, halda að lyf­in séu ávana­bind­andi og þau breyti per­sónu­leika þeirra. Þetta er oft­ar en ekki eitt­hvað sem þau hafa fundið við leit á net­inu eða heyrt út í bæ. Það er mik­il­vægt að þau fái rétt­ar upp­lýs­ing­ar svo þau geti vegið og metið gagn­semi meðferðar með rétt­ar upp­lýs­ing­ar í hönd­un­um,“ seg­ir Birna.

Birna seg­ir að oft þurfi ungt fólk sem er að byrja að veikj­ast að leggj­ast inn á sjúkra­hús und­ir þrýst­ingi aðstand­enda. Inn­sæ­is­leysi er oft hluti af veik­ind­un­um. Það skynj­ar ekki að það sé veikt og skil­ur ekki hvers vegna það eigi að taka lyf og vera inni á sjúkra­húsi. Þess vegna þarf stund­um að grípa til nauðung­ar­vist­ana. Með teym­inu hef­ur bæði inn­lögn­um og inn­lagn­ar­dög­um fækkað hjá þess­um hópi og þeir sem eru í teym­inu hafa sjaldn­ar þurft að leggj­ast inn á sjúkra­hús en áður en þeir komu í teymið. 

Halla og Birna segja að þjón­ust­an sé gjald­frjáls og það sé lyk­il­atriði. Flest þeirra sem eru í teym­inu eru ung og í skóla eða háð for­eldr­um á einn eða ann­an hátt. Jafn­framt er þess gætt að auðvelt sé að ná í starfs­fólk teym­is­ins og ef líðan fólks versn­ar eru sam­skipt­in auk­in til muna, þau mæta þá jafn­vel nokkr­um sinn­um í viku í viðtöl eða þeim er fylgt eft­ir með reglu­bundn­um sím­töl­um, allt eft­ir þörf­um hvers og eins.

Eins og staðan er í dag eru 65 ung­menni inn­an vé­banda teym­is­ins og ljóst að það ann­ar eng­an veg­inn eft­ir­spurn þar sem starfs­menn­irn­ir eru aðeins fjór­ir í 2,4 stöðugild­um. 

„Við erum því miður með lang­an biðlista sem er alls ekki nógu gott því við mynd­um vilja geta tekið við fólki um leið og það sýn­ir fyrstu merki veik­inda. Því við vit­um að því vegn­ar miklu bet­ur ef það er gert og því mikið í húfi,“ seg­ir Birna.

Fyrst eft­ir að teymið tók til starfa gekk vel að anna eft­ir­spurn en í dag þarf fólk að bíða í þrjá til sjö mánuði eft­ir því að kom­ast að. „Þetta er mik­il synd því við höf­um sýnt fram á að með því að fyr­ir­byggja veik­indi er hægt að koma í veg fyr­ir mikla þján­ingu sem og spara mikið fé. Það er mest­ur gang­ur í veik­ind­un­um í upp­hafi og ef okk­ur tekst að aðstoða fólk og kenna því á sjúk­dóm­inn og hvernig best er fyr­ir það að hegða líf­inu sínu er svo mikið áunnið,“ segja þær Birna og Halla.

Einn af fylgi­fisk­um geðhvarfa er vit­ræn skerðing og er hún mest eft­ir veik­indalot­ur. Ef um end­ur­tekn­ar lot­ur er að ræða er hætta á var­an­leg­um skaða. Þær segja mik­il­vægt að upp­lýsa fólk um veik­ind­in og fylgi­fiska þeirra því þá eru meiri lík­ur á að fólk taki upp­lýsta ákvörðun um hvernig það vilji haga lífi sínu. 

„Hluti af okk­ar vinnu fer í að elt­ast við skjól­stæðing­ana þar sem fólk á eðli­lega erfitt með að sætta sig við og viður­kenna veik­ind­in. Tel­ur jafn­vel að veik­indalot­an muni ekki end­ur­taka sig. Þetta er eðli­leg til­finn­ing þegar þú ert um tví­tugt en eitt af því sem við erum að reyna að segja fólki er að það geti ekki tek­ist á við þetta seinna. Því ef veik­ind­in eru far­in að valda var­an­leg­um skaða verður oft erfiðara að ráða við sjúk­dóm­inn og lot­urn­ar sem hon­um fylgja  verða tíðari og lyfja­svör­un verri,“ seg­ir Birna.

Æskilegt að meðhöndla geðhvörf og fíkn á sama tíma

Tölu­vert hef­ur verið rætt um mál­efni tvígreindra, það er fólks með geðrofs- og fíkni­sjúk­dóm og að sögn Birnu og Höllu eru fíkni­sjúk­dóm­ar miklu al­geng­ari hjá fólki með geðhvörf en öðrum. Á meðan al­gengi fíkni­sjúk­dóma er al­mennt um 13% þá er hlut­fallið 50% hjá fólki með geðhvörf.

Ekki er vitað hvað veld­ur, hvort sem fólk er að reyna að meðhöndla ein­hver ein­kenni eða þetta er hluti af birt­ing­ar­mynd veik­ind­anna er þetta hóp­ur sem leit­ar meira í neyslu áfeng­is og annarra vímu­efna. 

„Við telj­um að það væri æski­legt að við gæt­um boðið okk­ar skjól­stæðing­um upp á mark­viss­ari vímu­efnameðferð þar sem við telj­um að það eigi að meðhöndla geðhvörf­in og fíkn­ina  á sama tíma. Þetta er eitt af því sem við erum að skoða en hingað til höf­um við reynt í viðtöl­um að hvetja fólk til þess að minnka neyslu eða hætta henni al­veg auk þess að vera í sam­starfi við meðferðar­stofn­an­ir ef við á,“ segja þær. 

Að sögn Höllu og Birnu er margt sem þarf að hald­ast í hend­ur til þess að koma í veg fyr­ir al­var­leg­ar veik­indalot­ur. Að gæta þess að taka lyf­in og huga vel að álagsþátt­um. Að þekkja ein­kenn­in svo hægt sé að bregðast snemma við eða áður en komið er í slæma veik­indalotu. Með þessu er oft hægt að minnka veru­lega þau áhrif sem veik­ind­in hafa á líf fólks og kom­ast hjá inn­lögn á sjúkra­hús sem er allra hag­ur, segja þær Birna Guðrún Þórðardótt­ir og Halla Ósk Ólafs­dótt­ir. 

mbl.is