Makar samkynhneigðra fá ekki leyfi

Makar samkynhneigðra fá ekki landvistarleyfi

Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að héðan í frá verði  mökum samkynhneigðra ríkiserindreka og fulltrúa Sameinuðu þjóðanna neitað um landvistarleyfi. Bannið tók gildi í gær, mánudag, en þeir makar sem nú eru staddir í Bandaríkjunum hafa frest til 31. desember til að yfirgefa landið, ganga í hjónaband eða sækja um annars konar landvistarleyfi.

Makar samkynhneigðra fá ekki landvistarleyfi

Réttindabarátta hinsegin fólks | 2. október 2018

Hingað til hafði undantekning verið gerð vegna samkynhneigðra, sem ekki …
Hingað til hafði undantekning verið gerð vegna samkynhneigðra, sem ekki hafa allir kost á að gifta sig í heimalandinu. AFP

Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að héðan í frá verði  mökum samkynhneigðra ríkiserindreka og fulltrúa Sameinuðu þjóðanna neitað um landvistarleyfi. Bannið tók gildi í gær, mánudag, en þeir makar sem nú eru staddir í Bandaríkjunum hafa frest til 31. desember til að yfirgefa landið, ganga í hjónaband eða sækja um annars konar landvistarleyfi.

Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að héðan í frá verði  mökum samkynhneigðra ríkiserindreka og fulltrúa Sameinuðu þjóðanna neitað um landvistarleyfi. Bannið tók gildi í gær, mánudag, en þeir makar sem nú eru staddir í Bandaríkjunum hafa frest til 31. desember til að yfirgefa landið, ganga í hjónaband eða sækja um annars konar landvistarleyfi.

Að því er segir á vef BBC hafa sams konar lög gilt um maka gagnkynhneigðra ríkiserindreka og starfsmanna SÞ frá 2009.

Hjónaband samkynhneigðra er viðurkennt í 25 löndum í heiminum, en er enn ólöglegt í 71 landi.

Bandaríkin tilkynntu um breytinguna í minnisblaði til Sameinuðu þjóðanna.

Starfsmenn alþjóðlegra stofnana, og nánasta fjölskylda þeirra, fá svokallað G-4 landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Hjónaband er skilyrði fyrir því að makar erindreka fái leyfið, en hingað til hafði undantekning verið gerð vegna samkynhneigðra, sem margir hverjir hafa ekki kost á að gifta sig í heimalandinu.

mbl.is