Réðst á sambýliskonu sína á hóteli

Heimilisofbeldi | 6. desember 2018

Réðst á sambýliskonu sína á hóteli

Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir. Hann réðst á fyrrverandi sambýliskonu sína með alvarlegum hætti og nefbraut mann. Maðurinn var dæmdur til að greiða konunni um 900.000 kr. í miskabætur.

Réðst á sambýliskonu sína á hóteli

Heimilisofbeldi | 6. desember 2018

Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir. Hann réðst á fyrrverandi sambýliskonu sína með alvarlegum hætti og nefbraut mann. Maðurinn var dæmdur til að greiða konunni um 900.000 kr. í miskabætur.

Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir. Hann réðst á fyrrverandi sambýliskonu sína með alvarlegum hætti og nefbraut mann. Maðurinn var dæmdur til að greiða konunni um 900.000 kr. í miskabætur.

Fram kemur í dómnum, sem féll í gær, að maðurinn sem játaði sök, hafi ekki áður verið fundinn sekur um refsiverðan verknað.

„Hann hefur í máli þessu verið sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir og beindist önnur þeirra með alvarlegum hætti að konu sem hann hafði verið í sambúð með. Hins vegar verður og litið til þess að hann hefur játað brot sitt samkvæmt ákærulið 1 og greitt brotaþola þess brots umsamdar bætur,“ segir í dómnum.

Nefbraut annan mann

Lögreglustjórinn á Vesturlandi ákærði manninn í janúar fyrir tvær líkamsárásir.

Í fyrsta lagi fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi sambýliskonu sína aðfaranótt 15. október 2017 þegar þau voru stödd í gistihúsi í Borgarbyggð. Fram kemur í ákæru að hann hafi hrint henni svo hún féll aftur á bak í rúm, sest ofan á hana með hnén á bringu hennar, tekið hana hálstaki, kýlt hana í andlit og gripið með fingri í munnhol hennar. Hún hlaut m.a. sár á andliti auk þess sem hún varð fyrir mikilli geðshræringu.

Þá var hann ákærður fyrir að hafa, sömu nótt, skallað mann í andlitið á gangi gistiheimilisins með þeim afleiðingum að maðurinn nefbrotnaði. 

Tilkynnt um mann sem gekk berserksgang á hóteli

Lögreglan var kölluð til á fjórða tímanum umrædda nótt eftir að tilkynning barst um mann sem hefði gengið berserksgang á hótelinu. Fram kemur í dómnum að parið hafi farið að rífast eftir að hafa verið að skemmta sér með samstarfsmönnum konunnar og mökum. Maðurinn kvaðst hafa verið orðinn töluvert drukkinn umrætt kvöld þegar hann og konan fóru upp á herbergið sitt. Er þangað kom hefðu þau byrjað að rífast, og þar hefði einhver afbrýðisemi átt sinn hlut að máli, en þau hefðu þá verið að stíga fyrstu sporin til að hefja sambúð á ný.

Í frumskýrslu lögreglu kemur fram, að konan hafi sagt að maðurinn hefði orðið reiður vegna kjólsins sem hún hefði klæðst og að hún hefði dansað við samstarfsmenn sína. 

Maðurinn sagði fyrir dómi, að þegar þau hafi verið komin inn í herbergið hefði konan haft mjög hátt þrátt fyrir að hann hefði margbeðið hana um að hafa lægra. Hún hefði verið orðin ofsareið og hefði þetta rifrildi þeirra endað með því að hún hefði slegið hann föstu hnefahöggi, sem hefði lent undir kjálkanum á honum, og sagt um leið eitthvað í þá veru hvað hann væri djöfull leiðinlegur. Hann kveðst þá hafa svarað fyrir sig með því að slá hana með flötum lófa í andlitið og síðan fleygja henni í rúmið. Þar hefðu orðið áflog þeirra í milli. Hann hafnaði því alfarið að hafa tekið hana hálstaki.

Framburður konunnar mjög trúverðugur

Héraðsdómur segir, að konan hafi á mjög trúverðugan hátt lýst því, bæði í skýrslu sinni hjá lögreglu og fyrir dómi, hvernig maðurinn hafi veist að henni. Þá liggur fyrir framburður vitna um ástand konunnar og ofsafengið ástand mannsins og tilraunir hans til að brjótast inn í annað herbergi. 

Dómurinn telur því sannað að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir. Undanskilið er þó að ekki þykir næg sönnun liggja fyrir um að ákærði hafi tekið konuna hálstaki og var hann því sýknaður af þeirri háttsemi.

Þá segir, að ekkert hafi komið fram í málinu sem renni stoðum undir þann framburð mannsins að konan hafi átt upptökin að átökunum með því að slá hann hnefahöggi í andlitið. 

mbl.is