Jákvæður fyrir ferðaárinu

Borgarferðir | 25. febrúar 2019

Jákvæður fyrir ferðaárinu

Jóhann Björgvinsson sölustjóri Heimsferða er jákvæður fyrir ferðaárið 2019 og segir spennandi tíma fram undan hjá ferðaskrifstofunni með tilkomu nýs flugfélags, Neos, sem mun fljúga með farþega Heimsferða til Spánar, Ítalíu, Grikklands, Tyrklands, Portúgal og Króatíu þetta árið. Neos er ítalskt flugfélag í eigu hinnar stóru ferðaskrifstofu TUI en það mun nota nýjar Boeing 737 MAX8-vélar fyrir flugið frá Íslandi. „Að vera óháður flugfélagi gerir okkur kleift að leita hagstæðustu kjara hverju sinni sem skilar sér á endanum í lægra verði,“ segir hann. 

Jákvæður fyrir ferðaárinu

Borgarferðir | 25. febrúar 2019

Jóhann Björgvinsson, sölustjóri hjá Heimsferðum, er spenntur fyrir ferðaárinu 2019.
Jóhann Björgvinsson, sölustjóri hjá Heimsferðum, er spenntur fyrir ferðaárinu 2019. Mynd/Kristinn Magnússon

Jóhann Björgvinsson sölustjóri Heimsferða er jákvæður fyrir ferðaárið 2019 og segir spennandi tíma fram undan hjá ferðaskrifstofunni með tilkomu nýs flugfélags, Neos, sem mun fljúga með farþega Heimsferða til Spánar, Ítalíu, Grikklands, Tyrklands, Portúgal og Króatíu þetta árið. Neos er ítalskt flugfélag í eigu hinnar stóru ferðaskrifstofu TUI en það mun nota nýjar Boeing 737 MAX8-vélar fyrir flugið frá Íslandi. „Að vera óháður flugfélagi gerir okkur kleift að leita hagstæðustu kjara hverju sinni sem skilar sér á endanum í lægra verði,“ segir hann. 

Jóhann Björgvinsson sölustjóri Heimsferða er jákvæður fyrir ferðaárið 2019 og segir spennandi tíma fram undan hjá ferðaskrifstofunni með tilkomu nýs flugfélags, Neos, sem mun fljúga með farþega Heimsferða til Spánar, Ítalíu, Grikklands, Tyrklands, Portúgal og Króatíu þetta árið. Neos er ítalskt flugfélag í eigu hinnar stóru ferðaskrifstofu TUI en það mun nota nýjar Boeing 737 MAX8-vélar fyrir flugið frá Íslandi. „Að vera óháður flugfélagi gerir okkur kleift að leita hagstæðustu kjara hverju sinni sem skilar sér á endanum í lægra verði,“ segir hann. 

Heimsferðir munu bjóða upp á ótrúlega gott úrval af áfangastöðum í ár og hlakkar Jóhann til að fá að kynna allar þessar perlur fyrir viðskiptavinum Heimsferða. „Borgirnar okkar í vor og haust eru í algerri sérstöðu þar sem við fljúgum til áfangastaða sem ekki eru í boði hjá öðrum ferðaskrifstofum eins og Split, Dubrovnic, Zagreb og Ljubljana.“

Madeira er einn af spennandi valkostum sem í boði eru …
Madeira er einn af spennandi valkostum sem í boði eru hjá Heimsferðum. Ljósmynd/Heimsferðir

Að sögn Jóhanns er sumarið líka fjölbreytt og boðið upp á nýja áfangastaði eins og Tyrkland, Marbella á Spáni og Sardiníu í haust. „Heimsferðir er ein umsvifamesta ferðaskrifstofa á Íslandi og ber nafn sitt með rentu hvað varðar fjölbreytni í ferðum til ólíkra landa og má því með sanni segja að Heimurinn stækki með Heimsferðum – eins og nýja slagorðið hljómar.“

„Árið 2019 lítur ótúlega vel út og við stefnum af fullum hug að því að gera það að okkar stærsta ferðaári hingað til enda uppbyggingin mikil og frábært starfsfólk sem heldur þessu öllu saman,” segir Jóhann.

mbl.is