Bretar svipta systur ríkisborgararétti

Mál Shamimu Begum | 10. mars 2019

Bretar svipta systur ríkisborgararétti

Bresk stjórnvöld hafa svipt tvær konur til viðbótar, sem nú dvelja með ung börn sín í flóttamannabúðum í Sýrlandi, ríkisborgararétti sínum. Ekki er langt síðan greint var frá því að Bretar hefðu svipt Shamimu Begum, sem var 15 ára er hún flúði til Sýrlands og gekk til liðs við Ríki íslams, ríkisborgararéttinum og hefur Sajid Javid, innanríkisráðherra Bretlands, sætt töluverðri gagnrýni eftir að nýfæddur sonur Begum lést í vikunni í flóttamannabúðunum.

Bretar svipta systur ríkisborgararétti

Mál Shamimu Begum | 10. mars 2019

Kadiza Sultana, Amira Abase og Shamima Begum voru 15 ára …
Kadiza Sultana, Amira Abase og Shamima Begum voru 15 ára er þær flúðu til Sýrlands og gengu til liðs við Ríki íslams. Begum hefur nú verið svipt ríkisborgararéttinum og það hefur líka verið gert við fleiri konur sem gengið hafa til liðs við vígasamtökin. EPA

Bresk stjórnvöld hafa svipt tvær konur til viðbótar, sem nú dvelja með ung börn sín í flóttamannabúðum í Sýrlandi, ríkisborgararétti sínum. Ekki er langt síðan greint var frá því að Bretar hefðu svipt Shamimu Begum, sem var 15 ára er hún flúði til Sýrlands og gekk til liðs við Ríki íslams, ríkisborgararéttinum og hefur Sajid Javid, innanríkisráðherra Bretlands, sætt töluverðri gagnrýni eftir að nýfæddur sonur Begum lést í vikunni í flóttamannabúðunum.

Bresk stjórnvöld hafa svipt tvær konur til viðbótar, sem nú dvelja með ung börn sín í flóttamannabúðum í Sýrlandi, ríkisborgararétti sínum. Ekki er langt síðan greint var frá því að Bretar hefðu svipt Shamimu Begum, sem var 15 ára er hún flúði til Sýrlands og gekk til liðs við Ríki íslams, ríkisborgararéttinum og hefur Sajid Javid, innanríkisráðherra Bretlands, sætt töluverðri gagnrýni eftir að nýfæddur sonur Begum lést í vikunni í flóttamannabúðunum.

Breska dagblaðið Times greinir frá því að Begum sé ekki ein um að missa ríkisborgarréttinn og hefur eftir heimildamönnum að konurnar heiti Reema og Zara Iqbal. Eru þær sagðar vera systur frá austurhluta Lundúna sem hafi gengið til liðs við Ríki íslams í Sýrlandi.

BBC leitaði viðbragða breska innanríkisráðuneytisins, sem segist ekki tjá sig um einstök mál. Ákvarðanir um að svipta fólk ríkisborgararétti séu hins vegar skoðaðar sérstaklega í hverju máli fyrir sig og slíkt ekki gert af neinni léttúð.

Fjölgar hratt sem missa ríkisborgararéttinn

Tölfræði innanríkisráðuneytisins sýnir engu að síður að þeim sem sviptir eru breskum ríkisborgararétti hefur fjölgað verulega. Alls misstu 104 Bretar ríkisborgarrétt sinn árið  2017, en áratuginn á undan var talan í kringum 50.

Fjölda þessara mála segir BBC tengjast þjóðaröryggi, til að mynda hafi viðkomandi stuðningsmenn Al-Quaeda-samtakanna verið sviptir ríkisborgararétti en einnig hefur þetta verið gert í tengslum við nokkur glæpamál.

Systurnar Reema, sem er 30 ára, og Zara, sem er 28 ára, búa hvor í sínum flóttamannabúðunum í Sýrlandi ásamt þúsundum annarra sem hafa flúið frá þeim svæðum sem Ríki íslams fór áður með yfirráð yfir. Saman eiga þær fimm syni, sem allir eru sagðir undir átta ára aldri.

Foreldrar systranna komu upprunalega frá Pakistan, en ekki er vitað hvort þær hafa tvöfaldan ríkisborgararétt.

Sunday Times segir systurnar hafa farið til Sýrlands árið 2013 eftir að þær giftust vígamönnum Ríkis íslams, sem höfðu „náin tengsl“ við þá vígamenn sem mynduðu morð á vestrænum gíslum.

Zara, sem átti eitt barn í Bretlandi, er sögð hafa verið komin langt á leið er hún fór til Sýrlands og þar fæddust henni tvö börn til viðbótar. Reema á einn son sem fæddist í Sýrlandi og annan sem fæddist í Bretlandi.

Íhugi siðferðilega ábyrgð sína

Javid hefur verið gagnrýndur fyrir meðferð sína á máli Begum eftir að sonur hennar Jarra, sem var innan við þriggja vikna gamall, lést í flóttamannabúðunum í Sýrlandi. Jarrah fæddist áður en Begum var svipt ríkisborgarréttinum og taldist því lögum samkvæmt breskur þegn.

Dal Babu, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn í Lundúnalögreglunni og vinur Begum-fjölskyldunnar, sagði í samtali við BBC í gær að breska þjóðin hafi brugðist með því að tryggja ekki öryggi barnsins.

Þá sagði Diane Abbott, skuggaráðherra innanríkismála hjá Verkamannaflokknum, að dauði Jarrah hefði verið af­leiðing „kald­rana­legr­ar og ómannúðlegr­ar“ ákvörðunar. Philipp Lee, þingmaður Íhaldsflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hvatti bresku stjórnina þá til að „íhuga siðferðilega ábyrgð“ sína á harmleiknum.

mbl.is