Bandarískir hermenn yfirgefi Jemen

Jemen | 4. apríl 2019

Bandarískir hermenn yfirgefi Jemen

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag að binda enda stuðning Bandaríkjanna við stríðsrekstur Sádi-Araba og bandamanna þeirra í Jemen.

Bandarískir hermenn yfirgefi Jemen

Jemen | 4. apríl 2019

Mikil hungursneyð hefur ríkt í Jemen.
Mikil hungursneyð hefur ríkt í Jemen. AFP

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag að binda enda stuðning Bandaríkjanna við stríðsrekstur Sádi-Araba og bandamanna þeirra í Jemen.

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag að binda enda stuðning Bandaríkjanna við stríðsrekstur Sádi-Araba og bandamanna þeirra í Jemen.

Bandaríska öldungadeildin samþykkti sömu tillögu í síðasta mánuði.

Atkvæðin í fulltrúadeildinni féllu 247 á móti 175 en samkvæmt tillögunni skal forseti Bandaríkjanna „fjarlægja bandaríska hermenn frá átakasvæðum í Jemen og frá öðrum svæðum sem tengjast átökunum innan þrjátíu daga.

Tillagan færist núna á borð Donalds Trump Bandaríkjaforseta og er búist við því að hann beiti neitunarvaldi sínu gegn henni.

Hvíta húsið segir tillöguna vera gallaða og varar við því að hún gæti skaðað tvíhliða samskipti á svæðinu, þar á meðal við Sádi-Arabíu.

Talið er að hungursneyð vofi yfir fjórtán milljónum manna í Jemen. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að tíu þúsund manns hafi fallið í stríðinu í landinu en mannréttindasamtök segja töluna vera mun hærri.

mbl.is