Hvað þarf margar kirkjur á Ítalíu?

Ítalía | 16. apríl 2019

Hvað þarf margar kirkjur á Ítalíu?

Ef ég geng út Via Roma, svona á að giska 40 metra og sný til hægri sé ég dómkirkju þeirra Sýrakúsumanna sem snýr framhliðinni að aðaltorginu, sjálfu dómkirkjutorginu, Piazza Duomo, miðju Ortigu sem ég get ekki enn skilið hvort á að skrifa með einföldu eða ypsilon! Grunnur hennar er svo gamall að menn eiga erfitt með að glöggva sig á því en þarna hefur hvert trúfélagið af öðru rekið heimili sitt en hafa má í huga að hér hafa menn búið með nokkurri meðvitund í 2700 ár. Fyrst var hér líklega grískt hof, síðar býsönsk kirkja og að lokum ein kaþólsk, má vera að ég gleymi einhverjum. Þetta hefur áhrif á lögunina, sérstaklega að utan en eins og ítölskum kirkjum er tamt þá er fordyrið mikilúðlegt en hliðarálmur síðri. Enda hafa Ítalir fyrir sið að raða kirkjum sínum svo þétt að þær hverfa inn í húsalengjuna. Á þessu dómkirkjutorgi þeirra Sýrakúsumanna er síðan kirkja heilagrar Lúsíu eins og vikið var að í síðasta pistli. Við torgið sjálft er ekki að finna fleiri kirkjur en þess fleiri stjórnsýslubyggingar í barokkstíl en torgið er fallegt og reyndar stórfallegt þegar sólin skín.

Hvað þarf margar kirkjur á Ítalíu?

Ítalía | 16. apríl 2019

Pistlahöfundur veltir fyrir sér mikilvægi kirkna á Ítalíu.
Pistlahöfundur veltir fyrir sér mikilvægi kirkna á Ítalíu. Ljósmynd/Aðsend

Ef ég geng út Via Roma, svona á að giska 40 metra og sný til hægri sé ég dómkirkju þeirra Sýrakúsumanna sem snýr framhliðinni að aðaltorginu, sjálfu dómkirkjutorginu, Piazza Duomo, miðju Ortigu sem ég get ekki enn skilið hvort á að skrifa með einföldu eða ypsilon! Grunnur hennar er svo gamall að menn eiga erfitt með að glöggva sig á því en þarna hefur hvert trúfélagið af öðru rekið heimili sitt en hafa má í huga að hér hafa menn búið með nokkurri meðvitund í 2700 ár. Fyrst var hér líklega grískt hof, síðar býsönsk kirkja og að lokum ein kaþólsk, má vera að ég gleymi einhverjum. Þetta hefur áhrif á lögunina, sérstaklega að utan en eins og ítölskum kirkjum er tamt þá er fordyrið mikilúðlegt en hliðarálmur síðri. Enda hafa Ítalir fyrir sið að raða kirkjum sínum svo þétt að þær hverfa inn í húsalengjuna. Á þessu dómkirkjutorgi þeirra Sýrakúsumanna er síðan kirkja heilagrar Lúsíu eins og vikið var að í síðasta pistli. Við torgið sjálft er ekki að finna fleiri kirkjur en þess fleiri stjórnsýslubyggingar í barokkstíl en torgið er fallegt og reyndar stórfallegt þegar sólin skín.

Ef ég geng út Via Roma, svona á að giska 40 metra og sný til hægri sé ég dómkirkju þeirra Sýrakúsumanna sem snýr framhliðinni að aðaltorginu, sjálfu dómkirkjutorginu, Piazza Duomo, miðju Ortigu sem ég get ekki enn skilið hvort á að skrifa með einföldu eða ypsilon! Grunnur hennar er svo gamall að menn eiga erfitt með að glöggva sig á því en þarna hefur hvert trúfélagið af öðru rekið heimili sitt en hafa má í huga að hér hafa menn búið með nokkurri meðvitund í 2700 ár. Fyrst var hér líklega grískt hof, síðar býsönsk kirkja og að lokum ein kaþólsk, má vera að ég gleymi einhverjum. Þetta hefur áhrif á lögunina, sérstaklega að utan en eins og ítölskum kirkjum er tamt þá er fordyrið mikilúðlegt en hliðarálmur síðri. Enda hafa Ítalir fyrir sið að raða kirkjum sínum svo þétt að þær hverfa inn í húsalengjuna. Á þessu dómkirkjutorgi þeirra Sýrakúsumanna er síðan kirkja heilagrar Lúsíu eins og vikið var að í síðasta pistli. Við torgið sjálft er ekki að finna fleiri kirkjur en þess fleiri stjórnsýslubyggingar í barokkstíl en torgið er fallegt og reyndar stórfallegt þegar sólin skín.

Rjómatertur og jarðskjálftar

En ef ég hefði gengið áfram Via Roma og ekki beygt inn á dómkirkjutorgið hefði ég fljótlega rekist á eina eða tvær kirkjur og við hliðargötur birtast einnig nokkrar, oft eins og þær kúri þarna inni á milli húsanna. Með öðrum orðum; hér er alveg gomma af kirkjum. Ekki allar í fullri notkun en flestar samt í ásættanlegri umhirðu og sumar beinlínis glæsilegar eins og dómkirkjan sjálf sem er falleg að innan þrátt fyrir rjómatertuáhrif að utan sem verða helst skrifuð á barokkstílinn en framhliðin var reist á árunum 1728 til 1754. Mynd af henni fylgir hér með og önnur að innan hér fyrir neðan. Hafa má í huga að árið 1693 reið skelfilegur jarðskjálfti yfir Sikiley sem eyðilagði 70 borgir og drap um 60 þúsund manns. Sýrakúsa fór illa út úr jarðskjálftanum og aldirnar á eftir var verið að byggja hana upp aftur. Það er reyndar einkenni þessara fornu borga Miðjarðarhafsins að það er verið að byggja þær upp aftur og aftur og enn sér maður byggt hér. Margir teldu sjálfsagt að það séu nægar kirkjubyggingar á Ítalíu, sérstaklega þegar horft er til þess að landsmönnum fækkar og trúrækni minnkar. Og auðvitað fylgir þessu gríðarlegur kostnaður þótt kirkjur grotni ekki eins hratt hér og í Laugarnesinu heima á Íslandi.

Nýstárleg kirkja í Sýrakúsu.
Nýstárleg kirkja í Sýrakúsu. Ljósmynd/Aðsend

Módernisminn heldur innreið sína

Eitt helsta kennileiti inni á meginlandi Sýrakúsu er heldur nýstárleg kirkja sem rís í Hallgrímskirkjuhæð upp fyrir umhverfið sem samanstendur af þriggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum, heldur hógværum öllum í stíl og formi. Þarna virðist almennt ekki búa ríkt fólk. En þar var kirkja birtingar heilagrar guðsmóður byggð (Santuario della madonna delle Lacrime) á miðri síðustu öld en húsið er módernískt eins og meðal Breiðholtskirkja eins og sést á myndinni hér að neðan. Lögunin og byggingarefnið á ekkert skylt við endurreisnar- og barokkskirkjur Sýrakúsu enda steinsteypa og módernismi við völd. Steinsteypuskrímsli munu sumir heimamenn hafa sagt. Kirkjan er eins og tjald (Breiðholtskirkja, já!), er víð um sig og furðanlega samhverf. Aðkomumaðurinn er enn að melta ytri áhrif hennar þegar inn er komið en þar grípur hann undarleg kyrrð og friðsæld. Altarið er einstaklega hógvært, nánast í miðju kirkjunnar og predikunarstóllinn í gólfhæð. Ekkert prjál eða glys, en spyrja má hvort lútersk nægjusemi sé að festa rætur hér við Miðjarðarhafið? Út með veggjunum eru síðan 14 útskot sem eru einhverskonar hliðarkapellur, sumar komnar í notkun aðrar ekki. Við ferðalangarnir töldum líklegt að það væru seld forréttindi að eiga kapellu þarna en vorum þó ekki viss í okkar sök. Í kirkjunni eru án efa sæti fyrir hátt í þúsund manns á sterklegum trébekkjum sem raðað er í hring undir ógnarvíðu kirkjuloftinu sem er eins og víðgelmir yfir söfnuðinum.

En þó að kyrrð ríki inni í dag þá kostaði bygging kirkjunnar nokkur átök en atburðurinn sem leiddi til byggingar hennar átti sér stað 1953. Ég ætla ekki að reyna að lýsa honum í smáatriðum enda sjálfsagt framandi okkur efasemdarmönnum en hann fólst þó í einhvers konar líkamningu, vitrun eða birtingu heilagrar Maríu. Ekki fágætur atburður hér í hinu trúaða suðri og að venju þótti mörgum einsýnt að það yrði að byggja kirkju þar sem atburðurinn gerðist en aðrir sáu peningaleg torræði á því. Franskir verðlaunaarkitektar hrepptu verkið eftir samkeppni og framkvæmdir hófust 1966. Byggingarhraðinn var í ætt við þann er tíðkaðist á Skólavörðuholtinu og kirkjan ekki vígð fyrr en 1994, þá af sjálfum páfanum. Innanhús mun vera tákn um þann atburð sem leiddi til byggingar hennar, svo sem vasaklútur með tárum heilagrar Maríu, gott ef ekki einhver tárin hafi náð að kristallast. Allt merkilegt fyrir þá sem vilja trúa. Lýkur hér þessu kirkjuspjalli.

mbl.is