Undarleg örnefni í Reykjavík

Skoðunarferðir | 30. apríl 2019

Undarleg örnefni í Reykjavík

Mjólkursamsalan hratt af stað örnefnaátaki fyrir nokkrum árum í samstarfi við Árnastofnun þar sem skýringar á skemmtilegum íslenskum örnefnum var prentað á mjólkurfernur. Á vefnum er að finna skýringu á ýmsum örnefnum í höfuðborginni meðal annars eftirfarandi dæmi.

Undarleg örnefni í Reykjavík

Skoðunarferðir | 30. apríl 2019

Esjan er af mörgum sögð vera fegursta fjall Íslands.
Esjan er af mörgum sögð vera fegursta fjall Íslands. Ljósmynd/Wikipedia

Mjólkursamsalan hratt af stað örnefnaátaki fyrir nokkrum árum í samstarfi við Árnastofnun þar sem skýringar á skemmtilegum íslenskum örnefnum var prentað á mjólkurfernur. Á vefnum er að finna skýringu á ýmsum örnefnum í höfuðborginni meðal annars eftirfarandi dæmi.

Mjólkursamsalan hratt af stað örnefnaátaki fyrir nokkrum árum í samstarfi við Árnastofnun þar sem skýringar á skemmtilegum íslenskum örnefnum var prentað á mjólkurfernur. Á vefnum er að finna skýringu á ýmsum örnefnum í höfuðborginni meðal annars eftirfarandi dæmi.

Esja

Esjan hefur um hríð verið kölluð bæjarfjall Reykvíkinga og jafnvel lengur hafa menn velt fyrir sér merkingu nafnsins. Gamlar sögur eru til um írska konu sem hét Esja og bjó á Esjubergi og hafa menn ályktað af því að nafnið sé af írskum rótum. Líklegra er þó að nafnið sé norrænt enda finnst það um alla Skandinavíu og merkir bæði eldstæði og steintegund. Sennilega vísar nafnið til ljósrar steintegundar sem er að finna í fjallinu.

Fjalakötturinn

Fjalakötturinn var áður fyrr uppnefni á húsi í Reykjavík sem stóð við Aðalstræti 8. Þar tók fyrsta leikhús á Íslandi til starfa og seinna var Gamla-Bíó, sem þá hét reyndar Reykjavíkur Biograftheater, stofnað þar. Húsið var rifið 1984. Seinna var veitingastaður opnaður undir sama nafni í Aðalstræti 16, í nýju húsi sem er eftirlíking af gamla húsinu við Aðalstræti 8. Nafn hússins var upphaflega hugsað sem lastyrði því að það þótti hálfgerð hrákasmíð. Fjalaköttur er nefnilega heiti á sérstakri músagildru, fjalakassa sem ætlað var að fanga óvelkomin nagdýr, og dregur húsið nafn af því.

Gömul ljósmynd af húsinu í Aðalstræti 8 gengur undir nafninu …
Gömul ljósmynd af húsinu í Aðalstræti 8 gengur undir nafninu Fjalakötturinn. Ljósmynd/Wikipedia

Skuggi

Skuggi var nafn á smábýli í Reykjavík á 19. öld. Það stóð á þeim slóðum sem Klapparstígur endar að neðanverðu. Það er ekki bjart yfir nafninu og má því ætla að býlið hafi þótt búa yfir litlum kostum. Skuggahverfi dró nafn af Skugga og Skuggahverfisgata dró nafn af hverfinu. Nafn götunnar hefur styst nokkuð með tímanum en hún er nú kölluð Hverfisgata enda er kotið Skuggi líka löngu horfið.

Háar íbúðabyggingar prýða nú skuggahverfið.
Háar íbúðabyggingar prýða nú skuggahverfið. Ljósmynd/Styrmir Kári

Næpan

Eitt af svipmeiri húsum gömlu Reykjavíkur stendur á horni Þingholtsstrætis og Skálholtsstígs. Það var reist árið 1903 af Magnúsi Stephensen landshöfðingja og var í kjölfarið formlega nefnt Landshöfðingjahúsið. Í daglegu tali manna gekk það hins vegar undir öðru nafni sem vísaði til lögunarinnar á turnspírunni. Það þekkist enn sem Næpan en formlega nafnið er löngu týnt.

Næpuna þekkja flestir sem þvælast um Þingholtin.
Næpuna þekkja flestir sem þvælast um Þingholtin. Ljósmynd/Sigurður Bogi
mbl.is