Greta Salóme allslaus á Indlandi

Skoðunarferðir | 12. maí 2019

Greta Salóme allslaus á Indlandi

Ferðalagið var vægast sagt skrautlegt og byrjaði með því að fyrsta fluginu mínu af þremur seinkaði vegna óveðurs á Íslandi sem gerði það að verkum að ég missti af tengiflugum. Ég endaði á því að þurfa að vera á hóteli í Dubai í einn dag og flaug svo til Myanmar. Það var ljóst að það yrði tæpt að ég myndi ná skipinu. Við vorum búin að fá að vita það að þau myndu bíða eftir mér í klukkutíma þannig að að það var smá von að það myndi ganga. Það er hinsvegar ekki góð tilfinning að vita að um 2000 manns séu látin bíða eftir manni þannig að þetta var mikið stress. Þegar ég lenti í Myanmar kom í ljós að farangurinn minn hafði orðið eftir á einhverjum af þessum þremur flugvöllum sem ég var búin að fara í gegnum og þá var ekkert að gera annað en að hoppa upp í bíl og reyna að ná skipinu og finna svo út úr farangrinum eftir það.

Greta Salóme allslaus á Indlandi

Skoðunarferðir | 12. maí 2019

Greta Salóme er vinsæl tónlistarkona og heldur tónleika víða um …
Greta Salóme er vinsæl tónlistarkona og heldur tónleika víða um heim. Ljósmynd/Aðsend

Ferðalagið var vægast sagt skrautlegt og byrjaði með því að fyrsta fluginu mínu af þremur seinkaði vegna óveðurs á Íslandi sem gerði það að verkum að ég missti af tengiflugum. Ég endaði á því að þurfa að vera á hóteli í Dubai í einn dag og flaug svo til Myanmar. Það var ljóst að það yrði tæpt að ég myndi ná skipinu. Við vorum búin að fá að vita það að þau myndu bíða eftir mér í klukkutíma þannig að að það var smá von að það myndi ganga. Það er hinsvegar ekki góð tilfinning að vita að um 2000 manns séu látin bíða eftir manni þannig að þetta var mikið stress. Þegar ég lenti í Myanmar kom í ljós að farangurinn minn hafði orðið eftir á einhverjum af þessum þremur flugvöllum sem ég var búin að fara í gegnum og þá var ekkert að gera annað en að hoppa upp í bíl og reyna að ná skipinu og finna svo út úr farangrinum eftir það.

Ferðalagið var vægast sagt skrautlegt og byrjaði með því að fyrsta fluginu mínu af þremur seinkaði vegna óveðurs á Íslandi sem gerði það að verkum að ég missti af tengiflugum. Ég endaði á því að þurfa að vera á hóteli í Dubai í einn dag og flaug svo til Myanmar. Það var ljóst að það yrði tæpt að ég myndi ná skipinu. Við vorum búin að fá að vita það að þau myndu bíða eftir mér í klukkutíma þannig að að það var smá von að það myndi ganga. Það er hinsvegar ekki góð tilfinning að vita að um 2000 manns séu látin bíða eftir manni þannig að þetta var mikið stress. Þegar ég lenti í Myanmar kom í ljós að farangurinn minn hafði orðið eftir á einhverjum af þessum þremur flugvöllum sem ég var búin að fara í gegnum og þá var ekkert að gera annað en að hoppa upp í bíl og reyna að ná skipinu og finna svo út úr farangrinum eftir það.

Skemmtiferðaskipið Oceania Marina við óperuhúsið í Sidney.
Skemmtiferðaskipið Oceania Marina við óperuhúsið í Sidney. Ljósmynd/Aðsend

Ég ferðast alltaf með fiðluna í handfarangri þannig að það eina sem ég var með mér voru fötin sem ég var í, fiðlan og tölvan mín. Daginn sem ég lenti í Myanmar var þeirra nýársdagur og mikil hátíðarhöld. Þeir kalla þessa hátíð „Water festival" og er fólk úti á öllum götum að dansa og sprauta vatni á hvort annað. Þeir hlaða pallbíla af fólki sem er með slöngur og fötur fullar af vatni og keyra löturhægt í gegnum borgina. Umferðin var því hræðileg og tíminn leið óþægilega hratt í þessari bílferð. Ég var næstum komin í fósturstellinguna úr stressi yfir að missa af skipinu og þannig tónleikunum mínum í öllum látunum og umferðinni í Yangon sem er höfuðborg Myanmar.

Ég rétt náði skipinu og þeir settu landganginn upp og sigldu af stað um leið og ég var komin inn. Það sem ég vissi ekki þá var að stressið var rétt að byrja. Skipið var að sigla til Indlands og átti framundan þrjá daga á sjó með engu stoppi í landi og ég hafði engin föt til að vera í og það sem verra var, ég átti að vera með tónleika fyrir um 2000 manns tveimur dögum seinna.

Við náðum að vinna í því að færa tónleikana þangað til seinna og reyndum að finna töskuna sem gekk alls ekki vel. Umboðsskrifstofan sem ég er hjá hringdi stanslaust í starfsmennina í Myanmar sem skildu nánast enga ensku og þess á milli var ég að reyna að ná sambandi við hin flugfélögin sem ég hafði flogið með. Einu svörin sem við fengum (á mjög óskýrri ensku) voru að taskan væri ennþá á leiðinni til Myanmar. Vandamálið var að ég var að sigla í burtu frá Myanmar og átti að vera í Indlandi nokkrum dögum seinna.

Íbúar Myanmar fagna nýju ári.
Íbúar Myanmar fagna nýju ári. Ljósmynd/Greta Salóme

Skipið er eitt af þessum fimm stjörnu skemmtiferðaskipum með ströngum reglum hvað varðar klæðaburð og ég var klædd í íþróttaföt sem ég var í á ferðalaginu og hafði engin föt til að vera í á tónleikunum mínum.

Ég fékk lánuð föt frá nokkrum stelpum á skipinu en lenti strax í vandræðum með það þar sem ekkert passaði á mig, þar sem ég var talsvert minni en þær  allar. Ég eyddi þess vegna vikunni annað hvort í ferðafötunum mínum, eða baðslopp af skipinu þegar fötin mín voru í hreinsun og leið eins og gangandi ruslapoka á köflum. Ég sagði það þessa vikuna að ég myndi ekki óska mínum versta óvini að lenda í þessu, sérstaklega þar sem ég var í allt of hlýjum fötum fyrir 40 gráðurnar í Indlandi. Ég skipti samt fljótlega um skoðun eftir að hafa komið í land í Indlandi og náð að melta allt sem ég sá í Myanmar og varð þakklát fyrir að hafa þó þau föt sem ég var í. Fátæktin sem blasti við manni þarna var fátækt og mannmergð sem ég hef ekki séð áður, þó ég hafi ferðast alveg ótrúlega mikið. Við fórum á ferðamannastað í borg sem heitir Kochin sem er strönd með eldgömlum kínverskum fiskinetum. Ströndin sást ekki fyrir rusli sem lá yfir öllu og þegar þeir hífðu upp netin komu nánast engir fiskar heldur bara sorp. Það var svo sorglegt að sjá þetta og í Mumbai kom sorpið nánast í staðinn fyrir vegrið, það voru haugar allsstaðar á götunum. Það í bland við hitann og mannmergðina býr til alveg ótrúlega yfirþyrmandi stemningu. Þrátt fyrir það eru margir staðir í Indlandi gullfallegir en það þarf að leita þá staði sérstaklega uppi og stóru borgirnar eru ekki staðir til að slaka á og njóta fegurðarinnar sem Indland hefur uppá að bjóða. Fólkið er hins vegar yndislegt og maturinn auðvitað frábær, en mengunin og ruslið sem er allsstaðar skyggir verulega á það.

Mengunin og ruslið á götum Mumbai skyggir á þá fegurð …
Mengunin og ruslið á götum Mumbai skyggir á þá fegurð sem undir býr. Ljósmynd/Greta Salóme

Eftir að hafa verið í skipinu í 6 daga í sömu fötunum náði ég loksins að finna kjól og skó hjá einni stelpu sem passaði mér og ég náði að halda tónleikana mína daginn áður en ég flaug heim.

Taskan var ennþá ekki fundin þegar ég fór heim frá Mumbai en um viku síðar kom hún loksins til Íslands og var búin að fara meðal annars til Shanghai, Myanmar og Frankfurt. Ég vona innilega að hún hafi skemmt sér betur í heimsreisunni en ég gerði í sömu fötunum í viku á Indlandi.

Ég var að koma frá Bandaríkjunum í fyrradag þar sem ég var að spila og sit núna í Leifsstöð á leiðinni aftur til Mumbai að spila og fer svo til Oman og flýg þaðan heim. Ég á eftir nokkrar tónleikaferðir fram á sumar en dreg svo verulega í land þar sem mig er farið að klæja í fingurnar með að vera heima meira. Ég elska að ferðast og halda tónleika og koma fram en þetta er búið að vera mjög stíft núna í langan tíma og tími til að minnka aðeins þessa fjarveru og vera meira heima.....og hafa föt til skiptana.

Fylgjast má með ferðalögum Gretu Salóme á Instagram: gretasalome

mbl.is