Fagna fjölbreytileikanum

Fagna fjölbreytileikanum

Alþjóðleg­um bar­áttu­degi gegn for­dóm­um gagn­vart hinseg­in fólki er fagnað víða um heim í dag. Í frönsku borginni Bordeaux er það gert með gangbraut sem er máluð í öllum regnbogans litum svipað og gert er í Reykjavík þegar fjölbreytileikanum er fagnað á Hinsegin dögum.

Fagna fjölbreytileikanum

Réttindabarátta hinsegin fólks | 17. maí 2019

Alþjóðleg­um bar­áttu­degi gegn for­dóm­um gagn­vart hinseg­in fólki er fagnað víða um heim í dag. Í frönsku borginni Bordeaux er það gert með gangbraut sem er máluð í öllum regnbogans litum svipað og gert er í Reykjavík þegar fjölbreytileikanum er fagnað á Hinsegin dögum.

Alþjóðleg­um bar­áttu­degi gegn for­dóm­um gagn­vart hinseg­in fólki er fagnað víða um heim í dag. Í frönsku borginni Bordeaux er það gert með gangbraut sem er máluð í öllum regnbogans litum svipað og gert er í Reykjavík þegar fjölbreytileikanum er fagnað á Hinsegin dögum.

Nýleg rannsókn sýnir að 83% þeirra íbúa Bordeaux sem eru LGBT hafa orðið fyrir mismunin á síðustu 12 mánuðum. 

Árið 2019 fagna Hinsegin dagar 20 ára afmæli auk þess sem 50 ár eru liðin frá Stonewall uppreisninni. Að því tilefni standa hátíðahöldin í 10 daga en sjálf gleðigangan fer fram laugardaginn 17. ágúst.

Líkt og fyrri ár verður gleðigangan hápunktur Hinsegin daga. Í göngunni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum og vinum til að staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði, ásamt því að minna á þau baráttumál sem skipta hvað mestu máli hverju sinni, segir á vef Hinsegin daga.

mbl.is