Mikilvægur áfangi í réttindabaráttu LGBT-fólks

Mikilvægur áfangi í réttindabaráttu LGBT-fólks

Taívan varð í dag fyrst ríkja í Asíu til þess að heimila samkynhneigðum að ganga í hjónaband. Þetta var samþykkt á þingi Taívan í dag en um stjórnarfrumvarp er að ræða. Á síðustu stundu tókst að koma í veg fyrir að frumvarpið yrði þynnt út með breytingartillögu frá íhaldsmönnum.

Mikilvægur áfangi í réttindabaráttu LGBT-fólks

Réttindabarátta hinsegin fólks | 17. maí 2019

Taívan varð í dag fyrst ríkja í Asíu til þess að heimila samkynhneigðum að ganga í hjónaband. Þetta var samþykkt á þingi Taívan í dag en um stjórnarfrumvarp er að ræða. Á síðustu stundu tókst að koma í veg fyrir að frumvarpið yrði þynnt út með breytingartillögu frá íhaldsmönnum.

Taívan varð í dag fyrst ríkja í Asíu til þess að heimila samkynhneigðum að ganga í hjónaband. Þetta var samþykkt á þingi Taívan í dag en um stjórnarfrumvarp er að ræða. Á síðustu stundu tókst að koma í veg fyrir að frumvarpið yrði þynnt út með breytingartillögu frá íhaldsmönnum.

Frumvarpið var samþykkt í dag, á alþjóðadegi gegn fóbíum í garð LGBT-fólks, (International Day Against Homophobia, Transphobia and Biphobia) og er þetta mikill sigur fyrir baráttufólk fyrir réttindum LGBT-fólks á eyjunni en það hefur barist fyrir jafnrétti þegar kemur að hjónaböndum í mörg ár. 

Undanfarna mánuði hafa Íhaldsmenn reynt að fá frumvarpinu breytt á þann veg að samkynhneigðum verði ekki heimilað að ganga í formlegt hjónaband heldur frekar að gera sáttmála sín á milli. En þessar breytingartillögur hlutu ekki náð fyrir augum meirihlutans og var frumvarpið samþykkt óbreytt í morgun.

mbl.is