Duterte segist hafa „læknast“ af samkynhneigð

Duterte segist hafa „læknast“ af samkynhneigð

Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur enn á ný vakið reiði meðal fólks og nú eru það ummæli hans um að hann hafi „læknað“ sig sjálfur af samkynhneigð með aðstoð fagurra kvenna.

Duterte segist hafa „læknast“ af samkynhneigð

Réttindabarátta hinsegin fólks | 4. júní 2019

Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, er í heimsókn í Japan.
Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, er í heimsókn í Japan. AFP

Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur enn á ný vakið reiði meðal fólks og nú eru það ummæli hans um að hann hafi „læknað“ sig sjálfur af samkynhneigð með aðstoð fagurra kvenna.

Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur enn á ný vakið reiði meðal fólks og nú eru það ummæli hans um að hann hafi „læknað“ sig sjálfur af samkynhneigð með aðstoð fagurra kvenna.

Duterte er illræmdur fyrir orðljótar ræður þar sem hann hótar og móðgar þá sem hann telur óvini sína og vísanir í nauðganir eru brandari í hans huga. 

Þessi ummæli nú lét hann falla á samkomu fólks frá Filippseyjum í Tókýó í síðustu viku. Í ræðunni sagði Duterte að einn af hans helstu gagnrýnendum, öldungadeildarþingmaðurinn Antonio Trillanes, væri samkynhneigður. „Ég og Trillanes eru svipaðir. En ég læknaði mig sjálfur,“ sagði forsetinn. Hann útskýrði það með því að hann hafi „orðið karlmaður að nýju“ eftir að hann hitti fyrrverandi eiginkonu sína. „Þannig að fallegar konur læknuðu mig,“ bætti Duterte við.

Duterte hefur verið verið mjög óviss um opinbera skoðun sína gagnvart samkynhneigðu fólki á pólitískum ferli sínum. Í kosningabaráttunni um embætti forseta Filippseyja stóð árið 2016 studdi hann hjónabönd samkynhneigðra en hætti síðar við stuðninginn. Hann hefur einnig notað samkynhneigð sem skammaryrði, þar á meðal gagnvart Philip Goldberg sem var sendiherra Bandaríkjanna um tíma í Manila, höfuðborg Filippseyja. 

Réttindasamtök LGBT-fólks, Bahaghari, segja ummæli Duterte hættuleg og þau fari versnandi. Þau séu merki um fávisku, fordóma og hatur. Ummæli forsetans í garð kvenna séu þannig að það sé einfaldlega ekki í boði að sætta sig við þau. 

mbl.is