Tyrkland heillar þig upp úr skónum

Skoðunarferðir | 6. júní 2019

Tyrkland heillar þig upp úr skónum

„Stundum hef ég farið tvisvar á ári og hef því ekki alveg talið ferðirnar en líklega eru þær yfir tuttugu talsins. Ég hef verið þarna alveg frá tíu dögum upp í sextíu daga í senn.“

Tyrkland heillar þig upp úr skónum

Skoðunarferðir | 6. júní 2019

Katrín ásamt Ingu, vinkonu sinni, og leiðsögumanni í Harran.
Katrín ásamt Ingu, vinkonu sinni, og leiðsögumanni í Harran. Ljósmynd/Aðsend

„Stundum hef ég farið tvisvar á ári og hef því ekki alveg talið ferðirnar en líklega eru þær yfir tuttugu talsins. Ég hef verið þarna alveg frá tíu dögum upp í sextíu daga í senn.“

„Stundum hef ég farið tvisvar á ári og hef því ekki alveg talið ferðirnar en líklega eru þær yfir tuttugu talsins. Ég hef verið þarna alveg frá tíu dögum upp í sextíu daga í senn.“

Katrín er mikill sóldýrkandi, eins og við flestir Íslendingar, og hafði einbeitt sér að því að kynnast Spáni, þar til hún kynntist Tyrklandi. „Árið 2007 fórum við ég og vinkonur mínar til Spánar nánar tiltekið til Fuerteventura, okkur líkaði það alls ekki. Ári síðar vildum við prufa eitthvað annað en Spán og ferðaskrifstofurnar hér heima buðu ferð til Bodrum og Marmaris svo við ákváðum, ég og vinkona mín, að fara í skipulagða ferð til Marmaris. Við vorum nú svona hálfsmeykar að fara í þetta múslimaríki og vissum lítið sem ekkert um landið,“ segir hún en lét til leiðast og sér aldeilis ekki eftir því. „Þetta var svona aðeins öðruvísi en samt voða fínt, æðislegt veður, mjög góður matur og alveg yndislegt fólk. Ári síðar fór ég aftur í skipulagða ferð en eftir það þá hef ég alltaf farið á eigin vegum.“

Eftir að Katrín kom úr fjallgöngu mætti hún tveimur konum …
Eftir að Katrín kom úr fjallgöngu mætti hún tveimur konum sem tóku henni opnum örmum en þær höfðu aldrei séð hvíta manneskju áður. Ljósmynd/Aðsend

Aðspurð hvað sé svona spennandi við landið segir Katrín að maður kynnist þar nýjum heimi þar sem ævintýrin bíði við hvert fótmál. „Tyrkland heillar þig upp úr skónum, fólkið þarna er svo gestrisið og yndislegt í garð ferðamanna. Það er svo margt spennandi við Tyrkland, þetta er svakalega stórt land þar sem búa yfir 80 milljónir manna.“

Fegurðin við Pamukkale er óviðjafnanleg.
Fegurðin við Pamukkale er óviðjafnanleg. Ljósmynd/World Atlas

Katrín hefur verið duglega að ferðast um landið vítt og breitt og alveg að landamærum Sýrlands sem verður að teljast nokkuð merkilegt. „Það var alveg magnað að fara til Urfa og Harran en þangað fara ekki margir ferðamenn. Svo elska ég Marmaris en að mínu mati er það einn af fallegustu bæjum landsins. Þar er sjórinn tær og heitur yfir sumarmánuðina, þar er líka falleg bátahöfn og svo er gamli bærinn yndislegur.“ Spurð að því hvað megi alls ekki missa af í Tyrklandi segir Katrín engan mega missa af því að skoða Pamukkale-bómullarkastalann. „Þetta er ævintýraleg, snjóhvít fjallshlíð sem heitt kalkríkt vatn hefur mótað í gegnum árþúsundin. Þaðan er líka hægt að njóta dásamlegs útsýnis. Svo verð ég að mæla með því að allir farið í hammam, tyrkneskt bað og nudd, það er eiginlega skylda. Að auki er bara dásamlegt að vera og njóta, skoða markaði, fara í siglingu um Marmaraflóann, hlusta á tyrkneska tónlist og bara slaka á.“

mbl.is