Kýldar vegna kynhneigðarinnar

Kýldar vegna kynhneigðarinnar

Á Melaniu Geymonat og Chris, kærustu hennar, var ráðist á efri hæð tveggja hæða strætisvagns árla morguns 30. maí vegna þess að þær neituðu öðrum farþegum, árásarmönnunum, að kyssast fyrir framan þá. Þetta kemur fram í frétt BBC þar sem Geymonat segir að hópur manna hafi umkringt hana og Chris kærustuna hennar í strætisvagni í London og sagt óvægna hluti um kynlífsstellingar, lesbíur, og að þær ættu að kyssast svo þeir gætu fylgst með.

Kýldar vegna kynhneigðarinnar

Réttindabarátta hinsegin fólks | 7. júní 2019

Hinsegin fánar.
Hinsegin fánar. AFP

Á Melaniu Geymonat og Chris, kærustu hennar, var ráðist á efri hæð tveggja hæða strætisvagns árla morguns 30. maí vegna þess að þær neituðu öðrum farþegum, árásarmönnunum, að kyssast fyrir framan þá. Þetta kemur fram í frétt BBC þar sem Geymonat segir að hópur manna hafi umkringt hana og Chris kærustuna hennar í strætisvagni í London og sagt óvægna hluti um kynlífsstellingar, lesbíur, og að þær ættu að kyssast svo þeir gætu fylgst með.

Á Melaniu Geymonat og Chris, kærustu hennar, var ráðist á efri hæð tveggja hæða strætisvagns árla morguns 30. maí vegna þess að þær neituðu öðrum farþegum, árásarmönnunum, að kyssast fyrir framan þá. Þetta kemur fram í frétt BBC þar sem Geymonat segir að hópur manna hafi umkringt hana og Chris kærustuna hennar í strætisvagni í London og sagt óvægna hluti um kynlífsstellingar, lesbíur, og að þær ættu að kyssast svo þeir gætu fylgst með.

Reyndi að róa málin

„Til að reyna að róa málin reyndi ég að segja nokkra brandara, eins og að Chris skildi þá ekki því hún talaði ekki ensku. Hún lét meira að segja eins og hún væri veik, en þeir byrjuðu að fleygja smápeningum. Skyndilega sé ég að Chris er í miðju vagnsins og þeir eru að kýla hana. Ósjálfráð viðbrögð mín voru að flýta mér að þeim og reyna að draga Chris úr þvögunni, og þá byrja þeir að kýla mig,“ segir Geymonat. 

Eins og sjá má á mynd í tísti hér að neðan voru Geymonat og Chris blóðugar og illa útleiknar eftir árásina.

Geymonat segist hafa orðið fyrir miklu andlegu ofbeldi í gegnum tíðina vegna kynhneigðar hennar, en aldrei hafi áður verið ráðist á hana vegna þess. 

Fjöldi fyrirmenna í Bretlandi hafa tjáð sig um málið. Meðal annars lýsti borgarstjórinn Sadiq Khan árásinni sem ógeðfelldri og fulla kvenhatri. Þá sagði heilbrigðisráðherrann Matt Hancock að árásin væri skelfileg og bætti við: „Allir eiga rétt á því að elska.“

Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tísti um fréttina. 

mbl.is