Landsliðsmennirnir flykkjast til Ítalíu

Brúðkaup | 13. júní 2019

Landsliðsmennirnir flykkjast til Ítalíu

Landsliðstrákarnir okkar í fótbolta flykkjast nú til Como á Ítalíu til að vera viðstaddir brúðkaup landsliðsmannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur sem fer fram þar um helgina. 

Landsliðsmennirnir flykkjast til Ítalíu

Brúðkaup | 13. júní 2019

Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir ganga í það …
Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir ganga í það heilaga um helgina. Skapti Hallgrímsson

Landsliðstrákarnir okkar í fótbolta flykkjast nú til Como á Ítalíu til að vera viðstaddir brúðkaup landsliðsmannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur sem fer fram þar um helgina. 

Landsliðstrákarnir okkar í fótbolta flykkjast nú til Como á Ítalíu til að vera viðstaddir brúðkaup landsliðsmannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur sem fer fram þar um helgina. 

Fyrirliðinn sjálfur, Aron Einar Gunnarsson, lagði af stað í morgun ásamt eiginkonu sinni Kristbjörgu Jónasdóttur. Sjarmatröllið Rúrik Gíslason og brasilíska fyrirsætan Nathalia Solani eru mætt til Mílanó. 

Theodór Elmar Bjarnason og tískubloggarinn Pattra eru komin til Ítalíu, en þau lentu í hálfgerðum hrakningum á leiðinni. Fyrst týndust töskurnar þeirra og fundust ekki fyrr en stuttu fyrir brottför til Ítalíu. Þegar til Ítalíu var komið þurftu þau að bíða í meira en þrjár klukkustundir eftir bílaleigubíl.

Kærasta Harðar Björgvins Magnússonar, Móeiður Lárusdóttir, er mætt og má gera ráð fyrir að Hörður fari að leggja land undir fót líka. 

Það er líklegt að fleiri landsliðsfélagar Gylfa fari að leggja í hann til Ítalíu í dag en hægt er að fylgjast með herlegheitunum undir myllumerkinu #roadtocomo19 á Instagram. 

Aron Einar og Kris eru komin út í flugvél.
Aron Einar og Kris eru komin út í flugvél. skjáskot/Instagram
Rúrik og Nathalia eru mætt til Mílanó.
Rúrik og Nathalia eru mætt til Mílanó. skjáskot/Instagram
mbl.is