Greiða miskabætur vegna Hlíðamáls

Kynferðisbrot | 18. júní 2019

Greiða miskabætur vegna Hlíðamáls

Þær Oddný Arnarsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir hádegi dæmdar til greiðslu miskabóta vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna hins svokallaða Hlíðamáls. Ummæli sem þær viðhöfðu um mennina voru dæmd dauð og ómerk, en þær sökuðu mennina um þaulskipulagðar nauðganir.

Greiða miskabætur vegna Hlíðamáls

Kynferðisbrot | 18. júní 2019

Frá mótmælum vegna Hlíðamálsins svokallaða fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu …
Frá mótmælum vegna Hlíðamálsins svokallaða fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu árið 2015. Mennirnir tveir voru ekki ákærðir vegna málsins og hafa farið í meiðyrðamál við bæði fjölmiðla og einstaklinga vegna frétta og ummæla sem féllu í umræðum á netinu. mbl.is/Árni Sæberg

Þær Oddný Arnarsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir hádegi dæmdar til greiðslu miskabóta vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna hins svokallaða Hlíðamáls. Ummæli sem þær viðhöfðu um mennina voru dæmd dauð og ómerk, en þær sökuðu mennina um þaulskipulagðar nauðganir.

Þær Oddný Arnarsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir hádegi dæmdar til greiðslu miskabóta vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna hins svokallaða Hlíðamáls. Ummæli sem þær viðhöfðu um mennina voru dæmd dauð og ómerk, en þær sökuðu mennina um þaulskipulagðar nauðganir.

Oddný þarf samkvæmt dómsorði héraðsdóms að greiða mönnunum 220.000 kr. hvorum um sig í skaðabætur fyrir ummæli sín og Hildur þarf að greiða mönnunum tveimur 150.000 krónur.

Hlíðamálið komst í hámæli og vakti nokkurn óhug í nóvember 2015 eftir að Fréttablaðið sló því upp á forsíðu að tveir menn sem grunaðir væru um hrottaleg kynferðisbrot í íbúð í Hlíðahverfi í Reykjavík, sem sögð var „útbúin til nauðgana“, hefðu ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Boðað var til mótmæla fyrir framan lögreglustöðina á Hverfisgötu í kjölfar þessa og voru þær Oddný og Hildur á meðal skipuleggjenda.

Rannsókn á meintum brotum mannanna tveggja leiddi aldrei til ákæru og var málið endanlega fellt niður með ákvörðun ríkissaksóknara í júní 2016, að sögn Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkssaksóknara sökum þess að málið þótti ekki líklegt til sakfellingar.

Síðan þá hafa fréttamenn 365, Hringbrautar og fleiri einstaklingar verið dæmdir til greiðslu skaðabóta fyrir ærumeiðandi ummæli gagnvart mönnunum tveimur vegna umfjöllunar um málið í fjölmiðlum og í umræðum á netinu og nú bætast þær Oddný og Hildur í þann hóp.

Að auki fékk nokkur fjöldi fólks til viðbótar kröfubréf frá lögmanni þeirra þar sem afsökunarbeiðni og greiðslu skaðabóta var krafist og gekk nokkur fjöldi fólks að þeim kröfum og einnig fjölmiðillinn DV, til þess að forðast málsókn.

Auk þess að greiða mönnunum tveimur miskabætur þurfa þær Oddný og Hildur báðar að greiða 600.000 kr. til íslenska ríkisins í málskostnað vegna starfa Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns mannanna.

mbl.is