Nauðgunardómur staðfestur í Landsrétti

Kynferðisbrot | 21. júní 2019

Nauðgunardómur staðfestur í Landsrétti

Landsréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Hemn Rasul Hamd, írökskum manni á fertugsaldri, fyrir að nauðga konu inni á salerni á veitingastað í miðborg Reykjavíkur í febrúar 2016.

Nauðgunardómur staðfestur í Landsrétti

Kynferðisbrot | 21. júní 2019

Landsréttur féllst á það mat héraðsdóms að framburður mannsins væri …
Landsréttur féllst á það mat héraðsdóms að framburður mannsins væri ótrúverðugur. mbl.is/Hallur Már

Landsréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Hemn Rasul Hamd, írökskum manni á fertugsaldri, fyrir að nauðga konu inni á salerni á veitingastað í miðborg Reykjavíkur í febrúar 2016.

Landsréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Hemn Rasul Hamd, írökskum manni á fertugsaldri, fyrir að nauðga konu inni á salerni á veitingastað í miðborg Reykjavíkur í febrúar 2016.

Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi Hamd í desember síðastliðnum, en með dómi Landsréttar eru þær miskabætur sem honum gert að greiða brotaþola hækkaðar um 300 þúsund krónur, úr 1,5 milljón upp í 1,8 milljónir.

Hamd hélt því fram fyrir héraðsdómi að konan hefði verið samþykk samförum við sig á salerni staðarins, en Landsréttur féllst á það mat héraðsdóms að sá framburður hans væri ótrúverðugur og að sama skapi hefði framburður brotaþola um atvik verið trúverðugur.

mbl.is