Úlfahjörðin fyrir hæstarétt

Kynferðisbrot | 21. júní 2019

Úlfahjörðin fyrir hæstarétt

Kynferðisofbeldi fimm karla gagnvart ungri konu í Pamplona er fyrir hæstarétti Spánar en saksóknarar fara fram á að dómar mannanna verði tvöfaldaðir. Það er að þeir verði dæmdir í 18 ára fangelsi í stað 9 ára. Mennirnir voru sýknaðir af ákæru um nauðgun í undirrétti og í kjölfarið var löggjöf Spánar breytt.

Úlfahjörðin fyrir hæstarétt

Kynferðisbrot | 21. júní 2019

AFP

Kynferðisofbeldi fimm karla gagnvart ungri konu í Pamplona er fyrir hæstarétti Spánar en saksóknarar fara fram á að dómar mannanna verði tvöfaldaðir. Það er að þeir verði dæmdir í 18 ára fangelsi í stað 9 ára. Mennirnir voru sýknaðir af ákæru um nauðgun í undirrétti og í kjölfarið var löggjöf Spánar breytt.

Kynferðisofbeldi fimm karla gagnvart ungri konu í Pamplona er fyrir hæstarétti Spánar en saksóknarar fara fram á að dómar mannanna verði tvöfaldaðir. Það er að þeir verði dæmdir í 18 ára fangelsi í stað 9 ára. Mennirnir voru sýknaðir af ákæru um nauðgun í undirrétti og í kjölfarið var löggjöf Spánar breytt.

Mennirnir ganga undir heitinu La man­ada eða úlfa­hjörðin í spænskum fjölmiðlum en árásin vakti mikla reiði fólks um allan heim. 

Sam­kvæmt dómi undirréttar varð kon­an, sem var 18 ára þegar fimm­menn­ing­arn­ir nauðguðu henni and­dyri fjöl­býl­is­húss, ekki fyr­ir árás þar sem þeir beittu hvorki of­beldi né ógnuðu henni. Þeir voru aft­ur á móti dæmd­ir sek­ir um kyn­ferðis­brot. At­b­urður­inn átti sér stað á nauta­hátíðinni í Pamplona 2016. 

Við hæstarétt Spánar í morgun.
Við hæstarétt Spánar í morgun. AFP

Líkt og fram kemur á vef BBC í dag þá drógu mennirnir ungu konuna inn í anddyri fjölbýlishúss, afklæddu hana og höfðu við hana óvarin kynmök. Einhverjir þeirra tóku athæfið upp á síma sína. Eins stálu þeir síma konunnar sem var í sturlunarástandi þegar hún fannst síðar um nóttina.  

Fimm­menn­ing­arn­ir tóku of­beldið upp á síma sína og gortuðu sig síðar af hegðun sinni á sam­skipta­for­rit­inu What­sApp. Þar kölluðu þeir sig „hjörðina“ eða La Man­ada. Myndskeiðið hefur verið miðpunktur málsins síðan það kom til kasta réttarkerfisins. Spurningin er - var henni nauðgað eða var hún beitt kynferðislegri misnotkun? Í lögregluskýrslu segir að hún hafi verið með augun lokuð allan tíma, ekki sýnt nein viðbrögð.

Allir mennirnir fimm, sem voru á aldrinum 27-29 ára þegar þeir beittu konuna ofbeldinu, ganga lausir þangað til dómur hæstaréttar liggur fyrir. Saksóknarar verða að sanna að um ofbeldi eða þvingun hafi verið að ræða til þess að fyrri dómsniðurstöðu tveggja undirrétta verði breytt. 

Saksóknarar fóru fram á það við hæstarétt í dag að mennirnir yrðu fundnir sekir um kynferðislegt ofbeldi vegna þeirrar þvingunar sem konan var beitt. Verjendur mannanna fimm: José Ángel Prenda, Jesús Escudero, Alfonso Jesús Cabezuelo, Antonio Manuel Guerrero og Ángel Boza, segja að ekki hafi verið um neina þvingun að ræða. Konan hafi aðeins kvartað og talað um árás þegar hún hafi áttað sig á að þeir höfðu stolið símanum hennar.

mbl.is