Trump og Pútín funda í Osaka

Vladimír Pútín | 26. júní 2019

Trump og Pútín funda í Osaka

Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Donald Trump Bandaríkjaforseti munu ræða  vopnaviðskipti og -takmarkanir, ástandið í Íran sem og Sýrlandi, á hliðarfundi við formlega dagskrá á fundi G20 ríkjanna sem fer fram í Japan síðar í vikunni. 

Trump og Pútín funda í Osaka

Vladimír Pútín | 26. júní 2019

Donald Trump og Vladimír Pútín á fundi í Helsinki í …
Donald Trump og Vladimír Pútín á fundi í Helsinki í fyrrasumar. Á föstudaginn hittast þeir í Osaka í Japan á eins konar hliðarfundi við leiðtogafund G20 ríkjanna. AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Donald Trump Bandaríkjaforseti munu ræða  vopnaviðskipti og -takmarkanir, ástandið í Íran sem og Sýrlandi, á hliðarfundi við formlega dagskrá á fundi G20 ríkjanna sem fer fram í Japan síðar í vikunni. 

Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Donald Trump Bandaríkjaforseti munu ræða  vopnaviðskipti og -takmarkanir, ástandið í Íran sem og Sýrlandi, á hliðarfundi við formlega dagskrá á fundi G20 ríkjanna sem fer fram í Japan síðar í vikunni. 

Dagskrá Pútíns verður afar þétt því hann er einnig búinn að bóka fundi með Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, Erdogan Tyrklandsforseta og krónprinsinum í Sádi-Arabíu á meðan fundur leiðtoganna stendur yfir. 

Fundur Pútíns og Trump mun fara fram í Osaka á föstudag. Búist er við að leiðtogarnir muni ræða New START kjarnorkusamninginn, tvíhliða samning sem var und­ir­ritaður 2017, og fel­ur í sér að rík­in áttu að minnka kjarn­orku­vopna­búr sín næstu tíu árin, þar til þau standi á jöfnu.

Pútín sagði fyrr í þessum mánuði að rússnesk stjórnvöld væru tilbúin að falla frá samningnum þar sem stjórnvöld í Bandaríkjunum sýndu lítinn sem engan áhuga á að framlengja samninginn. 

Þá mun Pútín einnig reyna að koma á fundi með Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Angelu Merkel Þýskalandskanslara á meðan fundur G20 ríkjanna fer fram.

mbl.is