Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, hefur stefnt dóttur sinni Aldísi Schram fyrir meiðyrði. Auk þess stefnir Jón Baldvin Sigmari Guðmundssyni fréttamanni og RÚV.
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, hefur stefnt dóttur sinni Aldísi Schram fyrir meiðyrði. Auk þess stefnir Jón Baldvin Sigmari Guðmundssyni fréttamanni og RÚV.
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, hefur stefnt dóttur sinni Aldísi Schram fyrir meiðyrði. Auk þess stefnir Jón Baldvin Sigmari Guðmundssyni fréttamanni og RÚV.
Greint er frá stefnunni á Stundinni.
Stefnan er tilkomin vegna viðtals Aldísar í Morgunútvarpi Rásar 2 17. janúar. Fram kemur á vef Stundarinnar að Aldísi hafi borist stefnan í byrjun vikunnar þar sem tiltekin séu á annan tug ummæla Aldísar og fern ummæli Sigmars.
Í viðtalinu sagði Aldís meðal annars að Jón Baldvin hefði sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum misnotað stöðu sína í persónulegum tilgangi.
Alls hafa sjö konur stigið fram undir nafni og sakað Jón Baldvin um kynferðislega áreitni. Nýjasta tilfellið varðar Carmen Jóhannsdóttur sem hefur lagt fram fram kæru á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni vegna kynferðislegrar áreitni sem hún kveður hann hafa beitt hana á heimili hans á Spáni 16. júní 2018.