Stefnt fyrir ummæli annarrar manneskju

Jón Baldvin Hannibalsson | 28. júní 2019

Stefnt fyrir ummæli annarrar manneskju

„Mér finnst áhugavert að hann er að stefna mér fyrir ummæli annarrar manneskju,“ segir Sigmar Guðmundsson, þáttastjórnandi í Morgunútvarpinu á Rás 2. Jón Baldvin Hannibalsson hefur stefnt Sigmari og krefur hann um 2,5 milljónir króna. 

Stefnt fyrir ummæli annarrar manneskju

Jón Baldvin Hannibalsson | 28. júní 2019

Sigmar Guðmundsson og Helgi Seljan. Jón Baldvin Hannibalsson hefur stefnt …
Sigmar Guðmundsson og Helgi Seljan. Jón Baldvin Hannibalsson hefur stefnt Sigmari en ekki Helga eftir viðtal sem þeir tóku við Aldísi Schram, dóttur Jóns, í janúar.

„Mér finnst áhugavert að hann er að stefna mér fyrir ummæli annarrar manneskju,“ segir Sigmar Guðmundsson, þáttastjórnandi í Morgunútvarpinu á Rás 2. Jón Baldvin Hannibalsson hefur stefnt Sigmari og krefur hann um 2,5 milljónir króna. 

„Mér finnst áhugavert að hann er að stefna mér fyrir ummæli annarrar manneskju,“ segir Sigmar Guðmundsson, þáttastjórnandi í Morgunútvarpinu á Rás 2. Jón Baldvin Hannibalsson hefur stefnt Sigmari og krefur hann um 2,5 milljónir króna. 

Jón Baldvin stefnir einnig dóttur sinni Aldísi Schram vegna ummæla hennar í Morgunútvarpinu 17. janúar. Jón Baldvin gerir ekki fjárkröfur á hendur Aldísi heldur krefst þess að ummælin, níu úr Morgunútvarpinu og ein af Facebook, verði dæmd dauð og ómerk.

Sigmari er stefnt fyrir fern ummæli úr þættinum en hann segir þau endursögn á ummælum Aldísar í viðtalinu og ummæli sem hún hafði birt opinberlega á Facebook og aðrir miðlar höfðu vitnað til.

„Ég hélt að það væri búið að margstaðfesta það að fréttamenn eru ekki ábyrgir fyrir ummælum annarra,“ segir Sigmar.

Hann og Helgi Seljan ræddu við Aldísi en Jón Baldvin stefnir Helga ekki. Þáttastjórnendur buðu Jóni Baldvin að koma í Morgunútvarpið en því boði svaraði hann aldrei. Rúmum tveimur vikum síðar var rætt við hann í Silfrinu á RÚV.

Sigmar segir að málið snúi að langmestu leyti að Aldísi og er rólegur. 

„Það kæmi mér mjög á óvart ef það er hægt að sakfella blaðamann fyrir það að hafa rétt eftir annarri manneskju eða vera gerður ábyrgur fyrir ummælum annarrar manneskju.

mbl.is