Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot

Kynferðisbrot | 2. júlí 2019

Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir alvarlegt kynferðisbrot gagnvart ungri konu í september árið 2017.

Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot

Kynferðisbrot | 2. júlí 2019

Héraðsdómur Norðurlands eystra.
Héraðsdómur Norðurlands eystra. mbl.is

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir alvarlegt kynferðisbrot gagnvart ungri konu í september árið 2017.

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir alvarlegt kynferðisbrot gagnvart ungri konu í september árið 2017.

Maðurinn var ennfremur dæmdur til að greiða 2,5 milljónir kr. í sakarkostnað og stúlkunni 1,5 milljónir í miskabætur. 

Héraðssaksóknari ákærði manninn í október í fyrra fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við stúlku þar sem hún lá sofandi í rúmi í svefnherbergi. Stúlkan vaknaði við háttsemi mannsins en þorði ekki að bregðast við. Saksóknari segir að þannig hafi maðurinn notfært sér að stúlkan get ekki spornað við verknaðinum þar sem hún var sofandi og vegna svefndrunga og ölvunar. 

Fram kemur í dómnum, sem féll 28. júní, að maðurinn hafi verið gestkomandi á heimili bróður síns umrætt kvöld. Tekið er fram að maðurinn sé 39 ára gamall en stúlkan sem hann braut gegn hafi verið 18 ára, og því hafi verið mikill aðstöðumunur milli hans og stúlkunnar. 

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði gerst sekur um alvarlegt kynferðisbrot gagnvart stúlkunni sem hann hafði engin kynni haft af áður sem lá sofandi og nakin í rúmi bróður hans. 

Tekið er fram að manninum hefur ekki verið refsað áður svo kunnugt sé. En við ákvörðun refsingar sé litið til þess að brot mannsins sé alvarlegt og beindist gegn mikilvægum hagsmunum stúlkunnar. Maðurinn eigi sér engar málsbætur. Hann sé því dæmdur í tveggja ára fangelsi og gert að greiða stúlkunni 1,5 milljónir kr. í miskabætur. 

mbl.is