30 menn dæmdir til dauða

Jemen | 10. júlí 2019

30 menn dæmdir til dauða

Dómur uppreisnarmanna húta í Jemen dæmdi í gær 30 menntamenn, félaga í verkalýðsfélögum og presta til dauða fyrir meintar njósnir fyrir bandalag Sádi-Arabíu. 

30 menn dæmdir til dauða

Jemen | 10. júlí 2019

Hermenn bandalagsþjóðanna undir forystu Sádi-Arabíu.
Hermenn bandalagsþjóðanna undir forystu Sádi-Arabíu. AFP

Dómur uppreisnarmanna húta í Jemen dæmdi í gær 30 menntamenn, félaga í verkalýðsfélögum og presta til dauða fyrir meintar njósnir fyrir bandalag Sádi-Arabíu. 

Dómur uppreisnarmanna húta í Jemen dæmdi í gær 30 menntamenn, félaga í verkalýðsfélögum og presta til dauða fyrir meintar njósnir fyrir bandalag Sádi-Arabíu. 

Mennirnir voru á meðal 36 sakborninga sem dómurinn réttaði yfir í höfuðborginni Saana, sem er á valdi uppreisnarmanna, og hafa þeir verið í haldi undanfarið ár. 

„Glæpadómstóllinn gaf í dag (þriðjudag) út dómsúrskurð þar sem 30 manns voru dæmdir til dauða fyrir ásakanir um njósnir fyrir árásarþjóðirnar,“ segir heimildarmaður AFP og staðfestir að hinir 6 hafi verið sýknaðir. 

Sagði heimildarmaðurinn mennina hafa verið sakfellda fyrir að veita bandalagsþjóðunum upplýsingar um skotmörk fyrir loftárásir. Bandalagið skarst fyrst í borgarastyrjöldina í Jemen í mars 2015, nokkrum mánuðum eftir að uppreisnarmenn húta náðu höfuðborginni á sitt vald. Styður bandalagið ríkisstjórn forseta Jemen, Abedrabbo Mansour Hadi, sem er alþjóðlega viðurkennd sem réttmæt ríkisstjórn landsins. 

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa fordæmt dómsúrskurðina og kallað réttarhöldin „uppgerð“. Á meðal hinna dauðadæmdu er Yussef al-Bawab, 45 ára málfræðiprófessor og fimm barna faðir sem var „handtekinn af geðþótta“ segir í yfirlýsingu samtakanna. 

Hútar yfirtóku dómskerfi Jemen í september 2014 og hafa síðan þá dæmt fjölmarga til dauða fyrir njósnir. Á meðal þeirra er 22 ára móðir, Asmaa al-Omeissy, sem var í janúar dæmd til dauða fyrir upplýsingagjöf til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Í gær var dómur hennar mildaður í 15 ára fangelsisvist.

mbl.is