Kynferðisbrotum virðist fara fækkandi

Kynferðisbrot | 6. ágúst 2019

Kynferðisbrotum virðist fara fækkandi

Færri kynferðisbrotamál hafa komið á borð neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum í júní og júlí í ár samanborið við fyrri ár. Deildarstjóri Landspítalans segir þó mikilvægt að hafa það í huga að oft líður talsverður tími frá því að atvik verða þar til fólk leitar sér hjálpar. 

Kynferðisbrotum virðist fara fækkandi

Kynferðisbrot | 6. ágúst 2019

Úr húsnæði Stígamóta.
Úr húsnæði Stígamóta. mbl.is/Árni Sæberg

Færri kynferðisbrotamál hafa komið á borð neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum í júní og júlí í ár samanborið við fyrri ár. Deildarstjóri Landspítalans segir þó mikilvægt að hafa það í huga að oft líður talsverður tími frá því að atvik verða þar til fólk leitar sér hjálpar. 

Færri kynferðisbrotamál hafa komið á borð neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum í júní og júlí í ár samanborið við fyrri ár. Deildarstjóri Landspítalans segir þó mikilvægt að hafa það í huga að oft líður talsverður tími frá því að atvik verða þar til fólk leitar sér hjálpar. 

Um verslunarmannahelgina leituðu tveir þolendur til neyðarmóttökunnar vegna kynferðisofbeldis. Annað tilvikið var í tengslum við útihátíð. 

23 mál hafa komið til móttökunnar í júní og júlí á þessu ári. Á sama tímabili í fyrra voru málin 28, árið 2017 voru þau 43 og árið 2016 voru þau 33. 

„Við vonum að tölfræðin sé að sýna okkur að kynferðisofbeldismálum fari fækkandi, að þau séu á undanhaldi í samfélaginu. Það hefur verið aukin fræðsla í skólum varðandi kynferðisofbeldi og þau hafa verið fordæmd með auknu umtali,“ segir Stefán Hrafn Hagalín deildarstjóri samskiptadeildar. 

Málum fjölgað hjá Stígamótum

Samkvæmt Guðrúnu Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, hefur málum tengdum útihátíðum farið fjölgandi undanfarin ár hjá samtökunum. 

Í fyrra leituðu 23 til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis á útihátíðum, árið 2017 voru málin 21, árið 2016 voru þau 20, árið 2015 voru þau 17 og árið 2014 voru þau 11. Fjöldi mála hefur því tvöfaldast á síðustu sex árum. 

Guðrún segir Stígamót hvorki spyrja hvar né hvenær brotin áttu sér stað. Því verður að hafa í huga að fólk leiti oft til Stígamóta löngu eftir að brotið varð og það gæti vel haft áhrif á tölfræðina. 

mbl.is