Jarðvegur þar sem fólk hefur tækifæri

Jarðvegur þar sem fólk hefur tækifæri

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hóf ræðu sína á Alþingi í kvöld á því að strá salti í sár knattspyrnuáhugafólks með því að rifja upp landsleik Íslands og Albaníu frá því gær. Hún sagði að í dag værum við öll svolítið svekkt eftir leikinn.

Jarðvegur þar sem fólk hefur tækifæri

Stefnuræða forsætisráðherra 2019 | 11. september 2019

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í ræðustól …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í ræðustól Alþingis í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hóf ræðu sína á Alþingi í kvöld á því að strá salti í sár knattspyrnuáhugafólks með því að rifja upp landsleik Íslands og Albaníu frá því gær. Hún sagði að í dag værum við öll svolítið svekkt eftir leikinn.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hóf ræðu sína á Alþingi í kvöld á því að strá salti í sár knattspyrnuáhugafólks með því að rifja upp landsleik Íslands og Albaníu frá því gær. Hún sagði að í dag værum við öll svolítið svekkt eftir leikinn.

Ráðherra velti því upp hvernig það mætti vera að við værum svekkt yfir því að tapa fyrir átta sinnum fjölmennari þjóð vegna þess að fjölmennari þjóðir ættu alla jafna að eiga fleiri góða leikmenn. Ástæðuna sagði Þórdís þá að hér á landi hlúðum við að hæfileikum hvers og eins.

Hún sagði að á Íslandi fengi óvenjuhátt hlutfall einstaklinga tækifæri, svigrúm, aðstöðu og stuðning til að þroska hæfileika sína til fulls. 

Og þetta skiptir einmitt meira máli en flestir aðrir mælikvarðar: Að við náum því mesta út úr mannauði okkar með því að búa til jarðveg og umhverfi þar sem fólk hefur tækifæri,“ sagði Þórdís og bætti við að eitt mikilvægasta hlutverk stjórnmálanna væri að sjá til þess að þjóðfélagið væri með þessum hætti.

Ráðstöfunartekjur tekjulægstu hækka

Þórdís fjallaði einnig um drög að fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Þar sagði hún ein helstu tíðindin að með lækkun tekjuskatts hækkuðu ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu um rúmlega 120 þúsund krónur á ári.

Hún benti á að verið væri að lækka skatta og stórauka fjárfestingar í innviðum, meðal annars með stórsókn í vegamálum. Auk þess væru framlög aukin til marga málaflokka. Þórdís nefndi í því samhengi heilbrigðis- og félagsmál og talaði um lengra fæðingarorlof og hærri barnabætur.

Verðum áfram í fararbroddi á heimsvísu

Átak í orkuskiptum, sem forsætisráðherra minntist hér á, stendur mér nærri. Þar erum við að taka stór skref til móts við framtíðina og tryggja að við verðum áfram í fararbroddi á heimsvísu þegar kemur að því að nýta vistvæna orku í stað jarðefnaeldsneytis,“ sagði Þórdís.

Það er jákvætt fyrir loftslagsmál heimsins. Það er jákvætt fyrir ímynd Íslands. Það er jákvætt fyrir loftgæði í nærumhverfi okkar. Það er jákvætt fyrir orkuöryggi þjóðarinnar. Það er jákvætt fyrir viðskiptajöfnuð landsins. Og það er jákvætt fyrir buddu hvers einstaklings.

Þórdís sagði að eins mikilvægt og það væri að helstu samfélagslegu stoðkerfin væru sterk væri ljóst að ekki væri hægt að stórauka framlögin til þeirra með núverandi hraða út í hið óendanlega. Fjárframlög mættu ekki vera helsti mælikvarðinn á árangur, heldur þyrfti að auka afköstin á snjallari og útsjónarsamari hátt.

Þingmenn þurfi að líta í eigin barm

Þórdís nefndi að lokum traust til Alþingis og stjórnmála. Hún sagði það óviðunandi að Alþingi væri á meðal þeirra stofnana samfélagsins sem almenningur treysti síst. Þingmenn þyrftu að líta í eigin barm. Ráðherra skoraði einnig á landsmenn að missa ekki móðinn gagnvart stjórnmálunum.

„Ef við, sem almennir borgarar, hættum að fylgjast með af því að okkur misbýður vitleysan, hættum að taka þátt, hættum að tjá okkur, hættum jafnvel að kjósa,  þá skiljum við eftir pláss á sviðinu sem aðrir munu nýta sér. Og sú niðurstaða mun verða okkur ennþá síður að skapi,“ sagði ráðherra.

Ég er stolt af því að tilheyra ríkisstjórn sem er mynduð á breiðum grunni og gerir beinlínis þá kröfu til þeirra sem að henni standa að eiga gott samtal, pólitískar rökræður, horfa á hlutina með öðrum hætti, nýjum hætti, og komast að niðurstöðu,“ sagði Þórdís og bætti við að það hefði skilað áþreifanlegum árangri.

mbl.is