Ekki hægt að velja börn og hafna þeim

Skóli fyrir alla? | 15. september 2019

Ekki hægt að velja börn og hafna þeim

Flestir líta á menntun án aðgreiningar sem rétt hvers og eins nemanda. Í samræmi við það er talið eðlilegast að allir nemendur sæki almenna skóla og stunda 98,5% barna á grunnskólaaldri á Íslandi nám í almennum skólum. Hlutfallslega færri nemendur eru í sérskólum og sérúrræðum á Íslandi en víðast annars staðar í Evrópu. Á sama tíma eru formlegar greiningar á sérþörfum nemenda á Íslandi langt yfir meðallagi en um 17% íslenskra grunnskólanema eru með greiningar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu frá árinu 2017 sem unnin var af sérfræðingum Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir: Úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi.

Ekki hægt að velja börn og hafna þeim

Skóli fyrir alla? | 15. september 2019

Ragnar Þorsteinsson og Ragnheiður Bóasdóttir, sérfræðingar í menntamálaráðuneytinu koma að …
Ragnar Þorsteinsson og Ragnheiður Bóasdóttir, sérfræðingar í menntamálaráðuneytinu koma að gerð úrbóta sem Evrópumiðstöðin lagði til á íslenska skólakerfinu. mbl.is/Hari

Flestir líta á menntun án aðgreiningar sem rétt hvers og eins nemanda. Í samræmi við það er talið eðlilegast að allir nemendur sæki almenna skóla og stunda 98,5% barna á grunnskólaaldri á Íslandi nám í almennum skólum. Hlutfallslega færri nemendur eru í sérskólum og sérúrræðum á Íslandi en víðast annars staðar í Evrópu. Á sama tíma eru formlegar greiningar á sérþörfum nemenda á Íslandi langt yfir meðallagi en um 17% íslenskra grunnskólanema eru með greiningar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu frá árinu 2017 sem unnin var af sérfræðingum Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir: Úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi.

Flestir líta á menntun án aðgreiningar sem rétt hvers og eins nemanda. Í samræmi við það er talið eðlilegast að allir nemendur sæki almenna skóla og stunda 98,5% barna á grunnskólaaldri á Íslandi nám í almennum skólum. Hlutfallslega færri nemendur eru í sérskólum og sérúrræðum á Íslandi en víðast annars staðar í Evrópu. Á sama tíma eru formlegar greiningar á sérþörfum nemenda á Íslandi langt yfir meðallagi en um 17% íslenskra grunnskólanema eru með greiningar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu frá árinu 2017 sem unnin var af sérfræðingum Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir: Úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi.

Eitt af því sem sérfræðingar Evrópumiðstöðvarinnar benda á er að menntakerfið í heild sé almennt vel fjármagnað en að endurhugsa þurfi ráðstöfun fjármuna þannig að það styðji betur við stefnuna um menntun án aðgreiningar. Ef litið er til OECD-ríkjanna var Ísland í sjötta sæti yfir framlög ríkja til menntamála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu árið 2016. 

Í úttektinni eru lagðar til þrjár forgangsaðgerðir eða lyftistangir (Critical Levers). Í fyrsta lagi er að hvatt er til umræðna meðal þeirra sem vinna að menntamálum um það hvernig best verði staðið að menntun án aðgreiningar.

Í öðru lagi að fram fari athugun og endurskoðun á núverandi reglum um fjárveitingar til skólakerfisins.

Í þriðja lagi að gert verði samkomulag um viðmið um lágmarksþjónustu til stuðnings menntunar án aðgreiningar í öllum skólum.

Þegar skýrslan var kynnt skipaði þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson stýrihóp til að fylgja eftir tillögum sem fram koma í skýrslunni. Formaður stýrihópsins er Ragnheiður Bóasdóttir, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, og starfsmaður stýrihópsins er Ragnar Þorsteinsson.

Að sögn Ragnheiðar var mikil samstaða allra þeirra sem koma að menntamálum um að gera þær úrbætur sem talið var þörf á að ráðast í og sitja fulltrúar allra þeirra sem hlut eiga að máli í stýrihópnum. Hún segir mjög dýrmætt að ná svo mikilli samstöðu enda verkefnin óteljandi. Þau verkefni sem vega þyngst á metunum eru annaðhvort farin í gang eða eru að fara í gang að hennar sögn. 

„Algjör grunnur að þeirri vinnu er að við höfum sameiginlega sýn á hvað menntun fyrir alla þýðir. Við rekum okkur á ólíkar hugmyndir og reynslu hvað þetta varðar líkt og sést vel í úttektinni,“ segir hún. Því var farið í fundarferð um allt land til að ræða fyrstu lyftistöngina og sem lið í mótun menntastefnu til ársins 2030 en mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, stefnir að því að leggja fram frumvarp um menntastefnuna á vorþingi. Alls voru haldnir rúmlega 40 fræðslu- og umræðufundir út um allt land. 

Haldnir voru tveir fundir á hverjum stað og var sá fyrri með forsvarsmönnum sveitarfélags og ábyrgðaraðilum málaflokka mennta-, félags- og heilbrigðismála ásamt fulltrúum frá Kennarasambandi Íslands, Skólameistarafélagi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Menntamálastofnun, samtökunum Heimili & skóli, kennaramenntunarstofnunum og aðilum úr stýrihópi um eftirfylgni úttektar menntastefnunnar menntun fyrir alla.

„Algjör grunnur að þeirri vinnu er að við höfum sameiginlega …
„Algjör grunnur að þeirri vinnu er að við höfum sameiginlega sýn á hvað menntun fyrir alla þýðir." mbl.is/Hari


Umræðan á þeim fundum tók mið af helstu áskorunum sem unnið er að á vettvangi sveitarfélaganna og varð fundarmönnum tíðrætt um mikilvægi samstarfs kerfa á báðum stjórnsýslustigum. Á mörgum stöðum kom fram góð lýsing á formlegu samstarfi mennta- og félagskerfis og heilsugæslu. Umræða um skort á fagmenntuðu fólki var víða áberandi og einnig mikilvægi aukins stuðnings við starfsfólk. Starfsþróun kennara og skólastjórnenda var einnig til umræðu svo og hlutverk og þjónusta háskóla við landsbyggðina. Af einstökum áskorunum í menntamálum má fullyrða að áhyggjur vegna þjónustu við börn og ungmenni af erlendum uppruna hafi verið áberandi. Fulltrúar sveitarfélaga lýstu margir yfir ákveðnu úrræðaleysi þegar kemur að skipulagi þjónustu við þá nemendur sem til dæmis tengist skorti á þekkingu og hæfni til að mæta þörfum þeirra.

Síðari fundirnir á hverjum stað voru með fulltrúum kennara, skólastjórnenda, frístundastarfsfólks og foreldra á skólastigunum þremur. Auk þess voru boðaðir fulltrúar frá skólaskrifstofum og skóla- og félagsþjónustu. Viðfangsefni þeirra funda var menntastefnan „menntun fyrir alla“, sem hefur verið í gildi hér á landi frá árinu 2008 og mikilvægi lærdómssamfélags í samhengi við skólaþróun. Þar var efnt til umræðna til að gefa þátttakendum færi á að íhuga það sem þeir telja að kunni að standa í vegi fyrir því að skólastarf feli í sér menntun fyrir alla og jafnframt að sjá fyrir sér hvernig ryðja má hindrunum úr vegi eða gera þær óvirkar.

Að sögn Ragnars hefur verið unnið úr þeim gögnum sem fram komu á fundunum en um 1.800 manns tóku þátt í þeim. Hann segir að almennt sé fólk sammála um að skilgreining á menntun fyrir alla - skóli án aðgreiningar sé ekki óskýr í lögum og en margir hafi talað um skort á innleiðingu þegar skóli án að greiningar og ný aðalnámskrá var fest í lög.

Að sögn Ragnheiðar eru þetta svipuð sjónarmið og koma fram í öllum þeim 30 löndum sem eiga aðild Evrópumiðstöðinni. Að innleiðing skóla án aðgreiningar gangi yfir allt menntakerfið en Ísland þykir almennt komið langt á leið með innleiðingu á skóla án aðgreiningar.

Í úttektinni kemur fram að nær þrír af hverjum fjórum skólastjórnendum töldu sig ekki hafa fengið formlega þjálfun á sviði skólastarfs án aðgreiningar eða kennslu nemenda með sérþarfir. 

„Þetta er alltaf flókið og mikil áskorun en sem betur fer eru til nógu mörg góð dæmi, ekki síst á Íslandi, að þetta er hægt með mikilli samvinnu og tiltrú. Auðvitað þurfa foreldrar að bera mikið traust til heimaskóla barnsins en hugmyndafræðin gengur út á mannréttindi – að öll börn eigi sama rétt til náms eins og fram kemur í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur fest í lög,“ segir Ragnheiður.

„Evrópumiðstöðin segir að lögin á Íslandi séu skýr hvað þetta varðar og úttektin sýnir það líka. Þeir sem eru spurðir eru mjög fylgjandi þessari stefnu en innleiðingin hefur gengið of hægt. Kannski er ein skýringin sú að íslenskt menntakerfi er afskaplega dreifstýrt – það er ekki mikil miðstýring í gangi. Mörg sveitarfélög reka ekki skólaskrifstofur. Á framhaldsskólastigi er engin miðlæg skólaþjónusta. Þess vegna fáum við ólík svör þar sem það er engin ein lína sem gildir, hvorki frá sveitarfélögum né ríkinu, um hvað eigi að gera,“ segir Ragnheiður.

Hún segir að það hafi einnig komið skýrt fram að framhaldsskólana skortir aðgengi að stoðþjónustu og þeir kalla eftir slíkum stuðningi. Eitt af því sem mætti skoða er hvort möguleiki er á því að koma á samstarfi milli skólaskrifstofa sveitarfélaganna og framhaldsskólans. Slíkt sé mjög eðlilegt þar sem oft er einn framhaldsskóli á stóru landsvæði.

„Þetta allt gefur möguleika á að búa til lágmarksþjónustu/stuðningsnet til eflingar náms á öllum stigum. Þegar við skoðum hin ýmsu umdæmi sjáum við að það eru til þjónustusvæði á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu og málefna fatlaðra, lögreglu o.fl. Áhugavert væri að nýta þetta samstarf betur.  Á nokkrum stöðum eru farin af stað áhugaverð verkefni um aukið samstarf,“ segir Ragnheiður og bendir á Austurlandslíkanið sem er þverfaglegt samstarf félagsþjónustu, heilsugæslu og skóla á Austurlandi. Markmið með starfi teymisins er að einfalda og flýta fyrir aðstoð við nemanda og foreldra, samhliða því að vera stuðningur fyrir starfsfólk skóla og samhæfa aðgerðir. Teymið vinnur með börnum, foreldrum, kennurum og eftir atvikum öðrum utanaðkomandi sérfræðingum sem hafa komið að málefnum barnsins.

Lögin eru skýr en innleiðing ekki gengið sem skyldi. „Kannski …
Lögin eru skýr en innleiðing ekki gengið sem skyldi. „Kannski er ein skýringin sú að íslenskt menntakerfi er afskaplega dreifstýrt – það er ekki mikil miðstýring í gangi.“ mbl.is/Hari

Ragnheiður segir að margir séu farnir að horfa í svipaðar áttir en á höfuðborgarsvæðinu hefur Hafnarfjörður farið svipaða leið með Brúnni sem er nýtt verklag í þjónustu við börn í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. 

„Það virðist vera óumdeilanlegt að þetta samtal milli kerfa er grundvöllur þess að þjónustan færist nær og einstaklingurinn fái þjónustu af hvaða tagi sem er án þess að hann þurfi að velta fyrir sér hvaða kerfi það er sem er að veita þjónustuna,“ segir hún. Fyrir ári undirrituðu ráðherrar félags- og barnamála, heilbrigðismála, mennta- og menningarmála, samgöngu- og sveitarstjórnarmála og dómsmála  viljayfirlýsingu um aukið samstarf í þágu barna.

Í úttektinni á framkvæmd stefnunnar menntun án aðgreiningar kemur fram að mjög algengt er að skólastarf án aðgreiningar sé talið varða fyrst og fremst nemendur sem fengið hafa greiningu á fötlun eða þroskaröskun og þurfi sérstaka námsaðstoð. Skortur á skilgreiningum á sérhæfðum kennslufræðilegum hugökum hafa fest í sessi læknisfræðilegar skilgreiningar á sérþörfum í námi og „greining“ þannig orðin að „aðgöngumiða“ að þjónustu og aðstoð í augum skóla, kennara og nemendanna sjálfra. Ríkjandi tilhögun, sem miðast við að fjármunum sé fyrst og fremst ráðstafað á grundvelli greiningar, ýtir undir þetta viðhorf. 

Ragnheiður Bóasdóttir, sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu.
Ragnheiður Bóasdóttir, sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu. mbl.is/Hari

Ragnar segir að þróunin hafi verið sú að við höfum ef til vill myndað tvö kerfi inni í grunnskólanum. Almenna kerfið þar sem um 75% nemenda eru en jafnframt sérkerfi með um 25% nemenda. „Fræðin segja okkur að því betur sem gert er í almenna kerfinu þeim mun minni er þörfin í sérkennslunni. En við höfum að einhverju leyti tekið þá stefnu að þrengja þetta almenna norm hér og stækka sérkennsluna. Ef vel ætti að vera ætti þessu að vera öfugt farið. Í dag er það þannig að peningarnir fara frekar í sérúrræðin en ekki inn í almenna kerfið. Þetta hefur þær afleiðingar að fleiri leita inn í sérkennsluna. Ef horft er á grunnskólann sem heild, þá er hann tiltölulega vel fjármagnaður en peningarnir eru aftur á móti ekki að fara þangað sem þeir myndu nýtast best. Verkefni okkar er að breyta þessu á þann hátt að mögulega 85-90% nemenda falli undir almenna úthlutun fjármagns. Við myndum hins vegar jafnframt úthluta fjármagni til barna sem þurfa viðbótarstuðning. Að mínu viti verður það seint þannig að öll börn falli inn í sama hóp og sömu fjárhagsúthlutun,“ segir Ragnar. 

Eitt af því sem ítrekað heyrist í umræðunni um skólamál er að skóli án aðgreiningar sé falleg hugsun en gangi því miður ekki upp. Ragnar segir að ef horft sé á þann tíma frá því menntun fyrir alla var lögfest á Íslandi sjáist að þróunin hefur verið hæg enda sé því þannig farið með menntakerfi að allar meiri háttar breytingar gerist á löngum tíma.

„Ég held að langflestir séu á því því í dag að menntun fyrir alla sé mannréttindi og fæstir hafi áhuga á að snúa af þeirri braut. En við heyrum alltaf einhverjar óánægjuraddir eins og falleg hugsun en gengur ekki upp. Af hverju gengur hún ekki upp? Það er verkefnið og það hlýtur að ganga út á það að láta þetta ganga upp. Við getum ekki sagt að það séu ákveðin börn  við borðið sem eiga ekki að fá það sama og önnur börn. Við getum ekki gengið út frá þeim punkti og viljum það ekki. Hér á Íslandi höfum við gengið út frá því að um 98,5% barna á skólaskyldualdri á Íslandi séu í almenna skólakerfinu og um 1,5% í sérskólum og sérhæfðum sérdeildum.

Þetta er ærið verkefni sem mun aldrei klárast. Ég er búinn að vera í  í menntamálum lengi [þ.e. sem kennari, skólastjóri, fræðslustjóri, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu- innskot blaðamanns] en ég finn að á síðustu árum hefur orðið mikil undiröldubreyting í átt að samstarfi kerfa sem skýrsla Evrópumiðstöðvarinnar segir að hafi ekki verið nóg áður. Eins finn ég fyrir miklum vilja til þess að auka þetta samstarf,“ segir Ragnar.

Í skýrslu Evrópumiðstöðvarinnar kemur fram að efla þurfi starfsþróun kennara og þróa þær aðferðir sem nú þegar eru notaðar til þess að starfslið skóla njóti fullnægjandi stuðnings til að sinna margbreytilegum námsþörfum. Undir þetta taka fjölmargir foreldrar og kennarar grunnskólabarna sem blaðamaður hefur rætt við að undanförnu. Þeir tala um álag á kennara og að foreldrar hafi áhyggjur af því að kennarar fái ekki nægjanlegan tíma og stuðning til þess að sinna þeim verkefnum sem ætlast er til af þeim.

Eðlilegt ákall kennara

Ragnar Þorsteinsson, sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu.
Ragnar Þorsteinsson, sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu. mbl.is/Hari

Ragnar segir mjög skiljanlegt að kennarar kalli á hjálp og stuðning. Ekki sé hægt að bera grunnskólann saman við það sem hann var fyrir 10 árum hvað þá fyrir 20 árum. „Í dag er starfsemi skólanna orðin mjög víðtæk og áherslan á færni, svo sem félagsfærni, sjálfseflingu nemenda og fleira komið til viðbótar við kröfuna um árangur. Kennarastéttin er að eldast og ekki endilega víst að allir kennararnir ráði við þau margvíslegu verkefni sem þeim eru falin. En kennarar eru að vinna kraftaverk. Þeir eru það sem heldur skólakerfinu uppi og eiga að njóta þeirrar virðingar í huga fólks að þeir komi ávallt glaðir til starfa. Ef viðhorf til skólans er jákvætt af hálfu heimilanna og þau reiðubúin til þess að leggja sitt af mörkum í samstarfi þjóðarinnar um að skila ungu fólki út í þjóðfélagið erum við í góðum málum.

Ragnheiður segir mikilvægt að ræða um málefni barna og að mikil vakning hafi orðið þar á. „Umræðan um menntun fyrir alla hefur því miður oft og tíðum verið of þröng. Þegar þess er krafist að meira sé lagt í greiningarþáttinn er gott að hafa í huga að greiningin verði til þess sem barninu er fyrir bestu. Þegar greiningin er orðin grundvöllur þess að skóli segist geta veitt barninu þjónustu, hvort sem hún er aðkeypt eða ráðið inn í skólann, er farið að tala um greiningu sem þröskuld. Þetta á ekki að vera svona og sem betur fer hefur umræðan breyst og færst í: Ég sé að þetta barn getur ekki nýtt þá þjónustu sem ég veiti og  þá er það ég sem þarf að breyta,“ segir Ragnheiður.

Hún bendir á að slíkar breytingar á kennsluháttum eða aðferðum, svo sem með rými, geti komið sér vel fyrir alla nemendur. Ekki bara þann sem breytingin er fyrst og fremst hugsuð fyrir. Við verðum að vera sveigjanleg og brjóta múra ef þess þarf. Til að mynda hvers vegna má barn ekki liggja á gólfinu ef það er að lesa og læra? Hver segir að lærdómur þurfi endilega að fara fram sitjandi við borð?

Teymiskennsla hefur verið tekin upp í mörgum skólum og þykir gefa góða raun. Að fleiri en einn kennari deili ábyrgð. Áður var árgangi skipt upp og einn kennari með hvern bekk og stuðningsfulltrúar sem fylgdu inn í bekki.

mbl.is/Kristinn Garðarsson

Ragnheiður og Ragnar segja að í Noregi sé víða verið að breyta kerfinu á þann veg að þegar ellefta barnið mætir í bekkinn komi sjálfkrafa inn annar kennari. Tveggja kennara kerfi og kannski endar bekkurinn í 20 börnum með tvo faglærða kennara. Enginn aðalumsjónarkennari og enginn aðalsérkennari heldur skipta þeir á milli sín vinnu með bekkinn. Víða á Íslandi má einnig finna frábær dæmi um tveggja kennara kerfi.

„Á Íslandi eru um 17% nemenda með formlegar greiningar. Ég er ekki á því að það verði að greina ákveðinn hóp barna til þess að tryggja að hann fái rétta þjónustu. En ekki er endilega þörf á að greina alla sem fara í dag í gegnum slíkar greiningar heldur frekar auka skimanir. Þetta gæti fært til fjármagn til aukins stuðnings því greiningar eru dýrar og auk þess myndu biðlistarnir styttast. Þess vegna þurfum við kannski að breyta okkar fjármagnskerfi á þann hátt að auka sveigjanleika innan kerfisins. Að þegar barn kemur inn í skólann þá sé hægt að mæta því án þess að það sé með formlega greiningu. Því miður eru börn stundum látin bíða eftir þjónustu þangað til greiningin liggur fyrir. Þetta er ekki réttur skilningur á lögunum því samkvæmt þeim á barn rétt á þjónustu með eða án greiningar,“ segir Ragnar.

Víða á Íslandi má finna frábær dæmi um tveggja kennara …
Víða á Íslandi má finna frábær dæmi um tveggja kennara kerfi. mbl.is/Hari

Ragnheiður segir að greiningar séu að sjálfsögðu nauðsynlegar en færa mætti þjónustuna meira í ráðgjöf og stuðning inn á gólfið líkt og kennarar hafa óskað eftir og þannig sjái sérfræðingar barnið í því ljósi sem það er allan daginn. En læknisfræðilega módelið okkar gengur út á það að barnið fer í biðröð eftir greiningu og síðan viðtal kannski mörgum mánuðum síðar. Eitt af því sem er lagt til af Evrópumiðstöðinni er að leggja áherslu á að draga úr formlegum kröfum um greiningu. Þær hafi oft leitt til þess að helsta leiðin til að veita nemendum, sem eiga erfitt uppdráttar í skóla, viðeigandi aðstoð er að flokka þá í samræmi við greinda þörf. 

Snemmtæk íhlutun er töfraorð þegar kemur að málefnum barna og virðast allir þeir sem blaðamaður hefur rætt við vera þar sammála. Þau Ragnar og Ragnheiður taka undir þetta enda sé oft komið snemma í ljós að barnið muni þurfa á stuðningi að halda. Hvort sem það er vegna félagslegra aðstæðna eða af öðrum ástæðum. Að það sé gripið strax og unnið með það allt frá leikskóla yfir í grunnskóla.

mbl.is/Hari

Að sögn Ragnheiðar sýnir úttekt Evrópumiðstöðvarinnar að mikil ánægja er með starf leikskólanna en það er á margan hátt ólíkt því starfi sem er í grunnskólanum. „Við þurfum að skoða og reyna að útfæra hvernig við getum yfirfært góðar aðferðir yfir á næsta skólastig, grunnskólann. Á því skólastigi lærir barnið námsgreinar en í leikskólanum er verið að kenna færni sem getur verið algjör grundvöllur fyrir því að þú getir náð árangri í bók- og verkgreinum í grunnskóla.

Við erum að fá börn inn í skólakerfið á einum tímapunkti og það getur verið allt að ársaldursmunur á börnum þegar þau hefja grunnskólagöngu. Það hlýtur að segja sig sjálft að sá munur geti verið þannig að hann geti skipt sköpum. Við verðum að taka tillit til þess og mæta börnunum þar sem þau eru stödd,“ segir Ragnheiður. 

„Við höfum ekki horft nægjanlega til forvarna og snemmtækrar íhlutunar í menntakerfinu og þetta er einfaldlega stóra verkefnið sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Ragnar og að horfa jákvætt á menntakerfið og það góða starf sem þar er unnið, bætir hann við.

 „Við Íslendingar verðum að hætta að tala niður skólann og þá þjónustu sem þar er veitt. Sem skólamaður og foreldri segi ég alltaf að það sem á sér stað við eldhúsborðið heima endurspeglar mjög viðhorf barns til skólans. Ef þú talar stöðugt niður vinnustað barnsins þíns þá er ekki von á góðu. Við höfum leyft okkur umræðu sem þessa en erum ekki að segja að það megi ekki gagnrýna kerfið en við megum ekki tala svona endalaust til barnanna.“

Ragnheiður tekur undir með Ragnari um ábyrgð okkar þegar kemur að því hvernig við komum fram við aðra og tölum. „Þú getur sett hornin á þig og stangað alla. En barnið þitt er í grunnskóla í 10 ár og hvernig haldið þið að barni líði ef það er stöðugt verið að tala niður staðinn sem það dvelur lungann úr deginum. Við sem samfélag eigum að taka höndum saman og breyta þessu og gera það að verkefni samfélagsins. 

Við erum að tala um tíu ár í lífi mikilvægustu einstaklingana í samfélaginu. Ég tek undir það með mennta- og menningarmálaráðherra að kennarastarfið er mikilvægasta starfið enda eru þeir að takast á við ótrúlega mörg krefjandi en um leið gefandi verkefni – að mennta og ala upp. Við eigum að hætta hnútukasti um hvað skólinn á að gera og hvað heimilið á að gera. Við eigum öll að sjá um þetta og við berum ábyrgð á því að koma börnum til manns. Að vernda þau og um leið styrkja þau.

Við þurfum líka að muna að það sem skiptir mestu er að börnunum líði vel og þau upplifi jafnræði en það gildir ekki um allar fjölskyldur og einstaklinga og við megum ekki gleyma því að hugsa um þau. Því þó svo að flestum gangi ágætlega eru alltaf einhverjir sem fara hallloka og okkar, sem samfélags, er að búa til umhverfiþar  sem þau hverfa ekki á braut vegna þess að þau gefast upp,“ segir Ragnheiður. 

„Mikið óskaplega væri gaman ef foreldrar myndu fylgja börnum sínum …
„Mikið óskaplega væri gaman ef foreldrar myndu fylgja börnum sínum á þennan hátt í skólann og hann opna faðm sinn fyrir þeim líkt og íþróttahreyfingin gerir.“ mbl.is/Hari

Eitt af því sem foreldrar hafa rætt um við blaðamann í vinnslu þessara viðtala um málefni grunnskólans er munurinn á milli þess hvað foreldrar barna eru reiðubúnir að gera þegar kemur að íþróttum og frístundastarfi barna sinna og því sem fer fram í skólum þeirra. Foreldrar keyri landshorna á milli til að fylgja barni sínu í keppni en erfitt er að fá foreldra til þess að taka þátt í starfi innan veggja skólans. Að fara í foreldraráð er álitið afplánun sem fólk „neyðist til“ að gera. Samt eyði börn margfalt meiri tíma innan veggja skólans og hann móti framtíð barnanna sennilega mest. 

Ragnar tekur undir þetta segist stundum hafa sagt að mikið óskaplega væri gaman ef foreldrar myndu fylgja börnum sínum á þennan hátt í skólann og hann opna faðm sinn fyrir þeim líkt og íþróttahreyfingin gerir. „Skólinn þarf að taka foreldrum meira opnum örmum en nú er víða gert og ekki bara líta á þá sem stuðningsaðilar þegar árshátíð er til að raða borðum og stólum heldur einnig þegar kemur að náminu því eðlilega kunna foreldrar best á sín eigin börn,“ segir Ragnar.

„Ef þú færð foreldra með í verkefnið þarf að vinna það með nærgætni. Við vitum  að það eru ákveðnar kröfur til að mynda með heimanám og vitum alveg að það eru heimili sem ekki ráða við að fylgja þeim eftir. Það er ekki gott fyrir barn sem  fær sífellt aðfinnslu fyrir að vera ekki búið að læra heima. Auðvitað viljum við að barninu sé fylgt eftir í námi af foreldrum en við verðum að gæta þess að það verði ekki með þeim hætti að búa til aðgreiningu.

 Margt fólk vinnur mikið og þarf að vinna mikið og hefur þar af leiðandi lítinn tíma aflögu. Þessir foreldrar hafa ekki endilega möguleika á að hjálpa barninu sínu. Við verðum að hugsa þetta út frá barninu og stöðu þess,“ segir Ragnheiður.

„Grunnur að velsæld og samkeppnishæfni þjóða er lagður með góðri menntun þegnanna.  Allt byrjar þetta heima og heldur svo áfram upp öll skólastig.  Við berum því öll sameiginlega ábyrgð á að huga sem best að menntun og uppeldi okkar yngsta fólks og styðja við hvert annað er kemur að flóknum stundum í lífi barna, til að líðan þeirra og árangur verði sem bestur,” segja Ragnheiður og Ragnar.

mbl.is