Þyrfti fleira fagfólk inn í skólana

Skóli fyrir alla? | 16. september 2019

Þyrfti fleira fagfólk inn í skólana

Fyrir tæpu ári tóku til starfa tvö farteymi í Reykjavík sem eru úrræði fyrir grunnskólanemendur með fjölþættan alvarlegan vanda; farteymi austur og farteymi vestur, sem eiga að þjóna öllum skólum borgarinnar.

Þyrfti fleira fagfólk inn í skólana

Skóli fyrir alla? | 16. september 2019

Lína Dögg Ástgeirs­dótt­ir deild­ar­stjóri farteym­is vest­ur og Guðrún Björk Frey­steins­dótt­ir …
Lína Dögg Ástgeirs­dótt­ir deild­ar­stjóri farteym­is vest­ur og Guðrún Björk Frey­steins­dótt­ir deild­ar­stjóri fart­eym­is aust­ur. mbl.is/Hari

Fyrir tæpu ári tóku til starfa tvö farteymi í Reykjavík sem eru úrræði fyrir grunnskólanemendur með fjölþættan alvarlegan vanda; farteymi austur og farteymi vestur, sem eiga að þjóna öllum skólum borgarinnar.

Fyrir tæpu ári tóku til starfa tvö farteymi í Reykjavík sem eru úrræði fyrir grunnskólanemendur með fjölþættan alvarlegan vanda; farteymi austur og farteymi vestur, sem eiga að þjóna öllum skólum borgarinnar.

Farteymin byggjast á svipaðri hug­mynd og MST-meðferð á veg­um Barna­vernd­ar­stofu en hún er fyr­ir fjöl­skyld­ur barna sem glíma við al­var­leg­an hegðun­ar­vanda á mörg­um sviðum. MST- meðferð fer fram á heim­ili fjöl­skyld­unn­ar og snýr að öllu nærum­hverfi barns­ins. Á sama hátt fara fart­eymin inn í skóla og vinna með nem­and­an­um í nærum­hverfi  hans.

Lína Dögg Ástgeirsdóttir er deildarstjóri farteymis vestur og Guðrún Björk Freysteinsdóttir deildarstjóri farteymis austur. Undirbúningur að stofnun teymanna hófst sumarið 2018 en á sama tíma voru lögð niður tvö úrræði sem áður voru starfrækt, annað í Grafarvogi og skólasel sem þjónaði grunnskólum í Breiðholti, Árbæ og Grafarholti og starfsfólki þeirra boðið koma í farteymin, segir Guðrún Björk en hún var áður deildarstjóri í skólaselinu. Lína Dögg starfaði áður í fardeild sem var rekin af grunnskólunum í Grafarvogi.

Þær segja að stofnun teymanna megi rekja til bókunar með kjarasamningum félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga en þar er talað um umbótaáætlun til að tryggja að kennsla og undirbúningur fái forgang í skólastarfi og að finna leiðir til að létta álagi af kennurum eins og við á. Í könnun meðal kennara í grunnskólum Reykjavíkur var það helsta ósk þeirra að fá meiri aðstoð inn í skólastofnuna. Að fá fagfólk inn með sér og þetta varð niðurstaðan, segir Lína. Tillaga að stofnun farteyma kemur frá starfshópi á vegum Reykjavíkurborgar sem ætlað var að koma með tillögur til að mæta nemendum með fjölþættan vanda.

Þær Guðrún og Lína segja mun fleiri drengir en stúlkur …
Þær Guðrún og Lína segja mun fleiri drengir en stúlkur hafi notið aðstoðar teymanna og sum verkefnin séu mjög alvarleg og tengist ungum börnum. mbl.is/Hari

Gert er ráð fyr­ir að í hverju fart­eymi starfi sér­menntaðir starfs­menn, sér­kenn­ar­ar, sál­fræðing­ar, þroskaþjálf­ar og fé­lags­ráðgjaf­ar eða aðrir fagaðilar. Lína segir að gert sé ráð fyrir átta manns í hvoru teymi og borginni sé skipt upp í austur og vestur við Elliðaár.

„Við viljum vera þverfagleg og höfum lagt upp með það í ráðningum að fá inn fólk með ólíkan bakgrunn, reynslu og þekkingu. Það hefur gengið ágætlega. Erum ekki enn fullmönnuð en langt komin,“ segir Lína.

Spurðar út í hvernig verkefnin koma til teymanna segja þær að skólarnir sendi umsókn til þeirra vegna nemenda sem þurfa á þverfaglegri aðstoð að halda með samþykki foreldra og samvinnu við þjónustumiðstöð viðkomandi hverfis. Farteymin heyri undir skóla- og frístundasvið en vinni í mikilli samvinnu við velferðarsvið borgarinnar. Umsóknin fer síðan í gegnum matsteymi og þar er metið hver kemst að og hvort við erum rétta úrræðið fyrir viðkomandi barn, segir Lína.

Í flestum tilvikum unnið með erfiða hegðun

Guðrún segir að þjónustan nái til allra bekkja grunnskólans og börnin sem þau hafi aðstoðað séu á öllum aldri. Hvert mál er metið fyrir sig og reynt að vinna, ef einhver möguleiki er á því, með heimaskóla barnsins þannig að það skiptir engu með hvaða aldur er unnið. „Síðasta vetur voru börnin rúmlega þrjátíu en mun fleiri umsóknir bárust og því miður náum við ekki að þjónusta alla sem við vildum aðstoða,“ segir Guðrún.

Lína segir að þar sem úrræðið sé nýtt hafi myndast flöskuháls í upphafi starfseminnar sem verið er að vinna úr. Umsóknir hafi safnast upp en vonandi, þegar á líður, fari þetta að rúlla í takt við fleiri úrræði, en það eru rúmlega tuttugu börn á biðlista hjá þeim um þessar mundir.

Hegðunarráðgjafar eru jafnframt starfandi á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar og sinna ráðgjöf í grunnskólum borgarinnar en en báðar telja þær mikilvægt að við hvern grunnskóla starfi fagfólk sem geti sinnt hegðunarráðgjöf. Innviðir skólanna eru margsskonar en þar starfa til að mynda þroskaþjálfar og annað sérmenntað fólk. 

Guðrún Björk Freysteinsdóttir segir að þjónustan nái til allra bekkja …
Guðrún Björk Freysteinsdóttir segir að þjónustan nái til allra bekkja grunnskólans og að börnin sem þau hafi aðstoðað séu á öllum aldri. mbl.is/Hari

„Í flestum tilvikum erum við að vinna með erfiða hegðun og líka hvar hún kemur fram og hvar ekki. Ekki bara að meta og skila af okkur skýrslu um hvernig skólinn getur unnið heldur komum við inn í skólastofuna og útbúum myndræna stundatöflu, ræðum við foreldra og barn, gerum viðbragðsáætlun varðandi hegðun í samvinnu við þá sem vinna með barnið, reynum að varpa ljósi á námslega stöðu og styðja við teymi barnsins o.fl. Við erum með skólanum að innleiða þetta og svo tekur starfsfólk skólans við. Unnið er í samvinnu við heimili, skóla og frístund og reynt að horfa á dag barnsins heildstætt þannig að það fái sömu skilaboð frá öllum því það er svo mikilvægt að allir gangi í takt,“ segir Lína.

Starfið hefur þegar skilað árangri

Vinnan með hverju barni tekur mislangan tíma en frá því mál er opnað og þar til því er lokað tekur yfirleitt 8-12 vikur segir Guðrún. „Við erum ekki á vettvangi allan tímann heldur getur hluti af tímanum verið undirbúningur og eftirfylgni. Skoðum alla innviði skólans því stundum er skólinn búinn að reyna allt án árangurs og hættur að sjá leið út úr stöðunni. Augu sjá betur en auga og stundum sjáum við möguleika á samstarfi við einhvern stuðningsfulltrúa eða annað. Svæði og rými í skólum hafa líka mikið að segja; að finna nýjar lausir í nærumhverfi barnsins því við viljum fyrst og fremst vinna með barnið í heimaskóla. Ef það gengur ekki höfum við þann möguleika að taka barnið tímabundið í hús til okkar, í þrjár til fimm vikur mest. Til þess eru teymin með aðstöðu í Hamraskóla og Vesturbæjarskóla.“

Spurð út í hvernig þeim sé tekið segja þær að starf teymanna hafi þegar skilað árangri og starfsfólk skólanna taki þeim fagnandi. Ljóst sé að veruleg þörf sé á þessari þjónustu og Guðrún bætir við að í sumar hafi þau unnið að undirbúningi vetrarins en í vetur verður staðan metin og mæld í upphafi skólaárs og við lok. Mikilvægt sé að vera með mælingar en ekki huglægt mat á starfi sem þessu.

Lína Dögg Ástgeirsdóttir segir að þar sem úrræðið sé nýtt …
Lína Dögg Ástgeirsdóttir segir að þar sem úrræðið sé nýtt hafi myndast flöskuháls í upphafi starfseminnar sem verið er að vinna úr. mbl.is/Hari

Guðrún segir að það skipti miklu fyrir skólana að fá faglegan stuðning þegar erfið staða er komin upp og stundum sé komin upp kergja milli heimilis og skóla sem getur verið þungt og erfitt að takast á við. Stundum þarf bara að setjast niður og ræða málin segir hún. 

„Foreldrar þurfa alltaf að samþykkja fyrir hönd barna sinna að farteymi sé fengið til aðstoðar. Foreldrar taka aðstoðinni yfirleitt alltaf fagnandi og stundum hafa foreldrar frumkvæði að því að skólar sæki um aðstoð til okkar. Þetta er eins og áður sagði yfirleitt hegðunarvandi sem við erum að takast á við; börn sem beita ofbeldi og börn sem valda röskun á skólastarfi. Við metum hvert mál og ekki þannig að barn þurfi að vera með ákveðnar greiningar til að fá þjónustu en við setjum oft af stað slíkt greiningarferli í samvinnu við skóla og foreldra þegar við vinnum með barninu,“ segir Guðrún.

Þær segja áherslu lagða á að það sé þverfaglegt teymi á bak við barnið og teymisfundir séu reglulega. Að barnið sé í forgrunni en ábyrgðinni deilt á teymin. Þegar starfi teymis lýkur tekur hegðunarráðgjafi jafnvel við en farteymin eru alltaf til halds og trausts eftir að formlegu starfi þess lýkur. Áhersla er lögð á að skólinn fái öll gögn og hjálpartæki sem teymið hefur útbúið fyrir barnið þannig að hægt sé að nýta þau tól og tæki áfram innan skólans. Ekki bara fyrir viðkomandi barn heldur önnur börn sem þurfa á aðstoð að halda. 

Sum verkefnin mjög alvarleg

Börnin eru á öllum aldri sem hafa notið góðs af …
Börnin eru á öllum aldri sem hafa notið góðs af starfi teymanna. mbl.is/Hari

Þær segja mun fleiri drengi en stúlkur hafa notið aðstoðar teymanna og sum verkefnin séu mjög alvarleg og tengist ungum börnum. „Við vinnum í samstarfi við barnavernd og mikilvægt að þetta sé gert í samstarfi við þjónustumiðstöðvarnar því þegar mál eru komin á það alvarlegt stig að þörf er á utanaðkomandi handleiðslu fyrir foreldra er eðlilegt að starfsfólk þjónustumiðstöðvanna sé í viðbragðsstöðu og foreldrar upplýstir um allt það sem er í boði. Oft veit fólk ekki um þann stuðning sem það á kost á. Þegar grunnskólagöngu lýkur þarf að vera skráð hvað hefur verið gert og hvað hefur virkað fyrir hvert barn, því þau fara flest í framhaldsskóla og týnast stundum þar og detta úr námi,“ segir Guðrún.

Að sögn Línu væri mjög gott að fá heilbrigðiskerfið inn í þessa vinnu með farteymunum en gríðarlegt álag er á BUGL og fleiri þjónustuaðila sem sinna börnum innan heilbrigðiskerfisins.

„Það eru langir biðlistar alls staðar og þegar börn hafa fengið greiningu þarf að bjóða upp á langtímaúrræði og þjónustu. Í dag er í raun engin innlögn í boði fyrir börn með geðrænan vanda á Íslandi en það er stundum nauðsynlegt þegar vandinn er mikill. Þetta getur skipt sköpum, ekki bara fyrir barnið heldur alla fjölskyldu þess,“ segir Lína. 

Snemmtæk íhlutun – að byrgja brunninn áður en barnið dettur …
Snemmtæk íhlutun – að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í segja þær Guðrún Björk Freysteinsdóttir og Lína Dögg Ástgeirsdóttir einum rómi þegar blaðamaður spyr hvað sé best að gera til að styðja við börn í vanda. mbl.is/Hari

Þær vonast til að streymi beiðna verði orðið viðráðanlegt innan tíðar og kerfið þar af leiðandi farið að virka sem skyldi. Þetta eigi vera þannig að hegðunarráðgjafi sé fyrsta stig þjónustunnar, farteymin annað stig og Brúarskóli það þriðja. „Nú er það þannig að við og Brúarskóli erum þriðja og fjórða stigið og hegðunarráðgjafar í allt of erfiðum málum. Þeir ættu að geta farið fyrr inn og tekist á við áskoranir innan grunnskólans en það hefur ekki tekist enn. Farteymin eru að bregðast við uppsafnaðri þörf og álagið á bæði kennara og starfsfólk grunnskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva oft ótrúlega mikið,“ segja þær. 

Snemmtæk íhlutun  að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í segja þær Guðrún Björk Freysteinsdóttir og Lína Dögg Ástgeirsdóttir einum rómi þegar blaðamaður spyr hvað sé best að gera til að styðja við börn í vanda. Ef ætlunin sé að spara peninga er það lykillinn að hlúa að frá grunni, byrja fyrr að bjóða upp á þjónustu fyrir börn en nú er gert. Með því megi komast hjá miklum vanda síðar á lífsleiðinni hjá þessum börnum.

mbl.is