Mikilvægt að veita aðstoð strax

Skóli fyrir alla? | 20. september 2019

Mikilvægt að veita aðstoð strax

Einkunnir í grunnskóla hafa forspárgildi þegar kemur að brottfalli úr framhaldsskóla og mikilvægt að veita börnum sem þurfa á meiri stuðningi að halda aðstoð strax. Að einstaklingsmiða þeirra nám þar sem tekið er mið af færni hvers og eins, segir Hermundur Sigmundsson, prófessor í sálfræði við Tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík.

Mikilvægt að veita aðstoð strax

Skóli fyrir alla? | 20. september 2019

Hermundur Sigmundsson, prófessor í sálfræði við Tækni- og vísindaháskólann í …
Hermundur Sigmundsson, prófessor í sálfræði við Tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík. mbl.is/Hari

Einkunnir í grunnskóla hafa forspárgildi þegar kemur að brottfalli úr framhaldsskóla og mikilvægt að veita börnum sem þurfa á meiri stuðningi að halda aðstoð strax. Að einstaklingsmiða þeirra nám þar sem tekið er mið af færni hvers og eins, segir Hermundur Sigmundsson, prófessor í sálfræði við Tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík.

Einkunnir í grunnskóla hafa forspárgildi þegar kemur að brottfalli úr framhaldsskóla og mikilvægt að veita börnum sem þurfa á meiri stuðningi að halda aðstoð strax. Að einstaklingsmiða þeirra nám þar sem tekið er mið af færni hvers og eins, segir Hermundur Sigmundsson, prófessor í sálfræði við Tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík.

Hann segir allt of lítið rætt um menntamál á Íslandi á sama tíma og þetta sé mikilvægasti málaflokkurinn sem þjóðir standi frammi fyrir. Í Noregi eru menntamál helsta kosningamálið, segir Hermundur og bendir á að það virðist vera að Íslendingar virðist sætta sig við lélegt gengi íslenskra ungmenna í alþjóðlegum samanburði ef undanskildar eru nokkrar vikur eftir að niðurstaða PISA-könnunarinnar er birt. Þá fari af stað mikil umræða í þjóðfélaginu um að eitthvað þurfi að gera en sú umræða deyi fljótt út.

„Skólamál eru flókin en við erum að tala um börn sem eiga að vera það mikilvægasta í huga stjórnmálamanna sem og annarra. Ef við ætlum að bæta stöðu íslenskra skólakerfisins á alþjóðavísu verðum við að taka okkur á,“ segir Hermundur.

Börn eru svo mikilvæg og eiga rétt á úrvalsþjónustu.
Börn eru svo mikilvæg og eiga rétt á úrvalsþjónustu. mbl.is/Hari

Um 28 prósent drengja og 15 prósent stúlkna gátu ekki lesið sér til gagns árið 2015 samkvæmt niðurstöðu PISA-könnunarinnar það ár. Þetta kemur fram í svari Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, við fyrirspurn frá Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, um læsi drengja og stúlkna við lok grunnskólagöngu.

Hermundur segir að þetta sé stórt vandamál, að 28% drengja lesi ekki nógu vel til að skilja texta. Drengir hafi minni áhuga á lestri og lesi minna en það breyti því ekki að þeir verði að geta lesið. Öll samskipti byggist á lestri, alveg sama hvort þau eru rafræn eða ekki. Foreldrar verði að taka þátt í þessu með skólunum Svo sem með því að finna bækur sem vekja áhuga þeirra á lestrinum og auka þurfi framboð á áhugaverðum bókum sem fanga athygli barna og unglinga. Bókum með mismunandi erfiðleikastig. Miða verður við færni hvers og eins og gefa börnum og unglingum réttar áskoranir, segir Hermundur.

„Íslendingar virðast sætta sig við að þetta sé ekki í lagi og eru duglegir við að reyna að draga úr gildi PISA þar sem niðurstaðan er okkur ekki hagfelld í stað þess að skoða hvað sé ekki í lagi hér á landi í skólakerfinu. Á sama tíma er lítil virðing borin fyrir kennurum og kennarastarfinu,“ segir Hermundur. Það verður að bæta. Hann segir erfitt að breyta áherslum hér og því sé ekki vel tekið ef einhver vogar sér að gagnrýna kerfið. „Ég held samt að við séum öll sammála um að vilja það besta fyrir börnin,“ bætir hann við.

Umhverfismálin eru sennilega helsta umræðuefnið hjá ungu fólki í dag …
Umhverfismálin eru sennilega helsta umræðuefnið hjá ungu fólki í dag og við eigum að geta verið framarlega í þeirri umræðu, segir Hermundur mbl.is//Hari

Eitt af því sem þyrfti að bæta á efri stigum grunnskólans er að auka kennslu í náttúrufræði og umhverfinu, segir Hermundur.

„Við sjáum ekki tækifærin sem bíða okkar í næsta nágrenni, það er í náttúru Íslands. Umhverfisfræði er sú fræðigrein sem er mest vaxandi í heiminum. Hægt að samtvinna kennslu í náttúrufræði með hreyfingu og heilsu barna. Eins og við vitum eru 35-40 mínútur hámarkstími fyrir barn að einbeita sér inni í kennslustofu. Með því að notfæra okkur næsta nágrenni er hægt að fræða börn um ólíka hluti náttúrunnar og þessi fræðsla gæti byrjað strax í leikskóla. Markmiðið væri kennsla þar sem börnin fengju að kynnast hverju viðfangsefni á sem bestan og árangursríkan hátt með því að snerta og prófa. Að vera úti í náttúrunni. Þetta gæti orðið til þess að fleiri tækju ákvörðun um frekara nám á þessu sviði.

Umhverfismálin eru sennilega helsta umræðuefnið hjá ungu fólki í dag og við eigum að geta verið framarlega í þeirri umræðu,“ segir Hermundur og bætir við að með því getur Ísland skapað ný atvinnutækifæri, tryggt nýsköpun og leyst stórar áskoranir sem blasi við. Síðan þyrfti markvisst átak til að fá fleiri nemendur til að velja nám sem tengist þessu gífurlega mikilvæga sviði fyrir framtíðina, þar sem umhverfismál og sjálfbærni eru í brennidepli úti um allan heim.

Hann segir að eitt af því sem vanti hér á landi esé rannsóknarsetur menntunnar. „Við þurfum á rannsóknarsetri fyrir grunnfærni að halda. Að byggja upp rannsóknir á þessu sviði og öll starfsemi rannsóknarsetursins yrði byggð á mest viðurkenndu rannsóknum sem völ er á,” segir Hermundur.

Aðal rannsóknaráherslan yrði á læsi og lestur, tölum og stærðfræði, náttúrufræði og umhverfi, hreyfifærni, hreyfing og heilsu. Hugarfar, ástríðu, þrautseigju. Rannsóknarsetrið myndi annast miðlun á kunnáttu út í samfélagið þannig að foreldrar myndu tengjast setrinu. Þar yrði boðið upp á ráðgjöf fyrir sveitarfélög og skóla landsins. Þarna yrði unnið að þróun á kennsluefni í grunnfögum svo sem lestri/stærðfræði og náttúrufræði á fyrstu skólastigum, segir Hermundur. 

mbl.is