Sævar Karl lifir listamannalífi í Mið-Evrópu

Borgin mín | 20. september 2019

Sævar Karl lifir listamannalífi í Mið-Evrópu

Sævar Karl Ólason, myndlistarmaður og fyrrverandi kaupmaður, er duglegur að ferðast. Hann býr hluta árs í München þar sem hann bæði málar og skoðar þau fjölmörgu listasöfn sem borgin býður upp á. Sævar Karl opnar sýninguna Málverk í Listasal Mosfellsbæjar á laugardaginn klukkan 14.00 en finnst annars yndislegt að vera í uppáhaldsborginni sinni München á haustin.

Sævar Karl lifir listamannalífi í Mið-Evrópu

Borgin mín | 20. september 2019

Sævar Karl vinnur að list sinni í München.
Sævar Karl vinnur að list sinni í München. Ljósmynd/Aðsend

Sævar Karl Ólason, myndlistarmaður og fyrrverandi kaupmaður, er duglegur að ferðast. Hann býr hluta árs í München þar sem hann bæði málar og skoðar þau fjölmörgu listasöfn sem borgin býður upp á. Sævar Karl opnar sýninguna Málverk í Listasal Mosfellsbæjar á laugardaginn klukkan 14.00 en finnst annars yndislegt að vera í uppáhaldsborginni sinni München á haustin.

Sævar Karl Ólason, myndlistarmaður og fyrrverandi kaupmaður, er duglegur að ferðast. Hann býr hluta árs í München þar sem hann bæði málar og skoðar þau fjölmörgu listasöfn sem borgin býður upp á. Sævar Karl opnar sýninguna Málverk í Listasal Mosfellsbæjar á laugardaginn klukkan 14.00 en finnst annars yndislegt að vera í uppáhaldsborginni sinni München á haustin.

„München er alþjóðleg borg með fjölbreyttu mannlífi og atvinnulífi. Münchenarbúar eru kurteisir og félagslyndir. Veðurfarið er ákjósanlegt, það vorar snemma og haustið er líka yndislegt. Sumrin eru of heit fyrir Íslending,“ segir Sævar Karl um borgina sína München í Þýskalandi.

„Staðsetning borgarinnar er frábær, stutt í Alpana, stutt til Ítalíu, enda er borgin oft nefnd nyrsta borg Ítalíu vegna suðrænna áhrifa. Münchenarbúar sitja úti um leið og sést til sólar á vetrum enda fjölbreytt úrval kaffihúsa og veitingahúsa. Gangandi vegfarendur eru í fyrirrúmi, fjöldi göngugatna og bíllinn í þriðja sæti, á eftir gangandi fólki og reiðhjólum. Almenningssamgöngur eru líka góðar.

Við, Erla konan mín erum svo heppin að búa miðsvæðis, nálægt Sendlinger Tor. Ég þarf einungis að ganga fyrir hornið til að fara á Spago, ítalska veitingastaðinn sem við hjónin - og nágrannarnir förum reglulega á. Þar borða ég Dorade, heilsteiktan fisk úr Miðjarðahafinu og fæ stóra sneið af tiramisu í eftirrétt.

Gärtner Viertel er afar líflegt hverfi. Þar eru mörg skemmtileg veitingahús og knæpur. Þar er Gärtnerplatz, torg mjög vinsælt af ungu fólki, sérstaklega á sumrin. Ragnar Kjartansson átti skúlptúr þar fyrir nokkrum árum.

Fisch Witte á Viktualienmarkt er staðurinn til að snæða úrvals fisk. Uppáhalds er fiskisúpan þar, íslenskur þorskur eða Spaghetti Vongole.“

Sævar Karl við stórt listaverk eftir sig.
Sævar Karl við stórt listaverk eftir sig. Ljósmynd/Aðsend

Skoðar myndlist í útlöndum

Það er ekki bara góð staðsetning og gott veðurfar sem heillar Sævar Karl við München en myndlistin skipar einnig stóran sess. 

„München er vagga expressjónisma. Þaðan komu fyrstu abstraktmálararnir. Ég fæ innblástur af því að skoða myndlist millistríðsáranna í Þýskalandi og fara á söfnin sem eru framúrskarandi. Ég get skoðað þessa list daglega ef mér sýnist svo, og skoðað það sem þessir málarar hrifust af.  Ef ég skoða mynd eftir til dæmis Kirschner, þá sé ég hvernig hann vann. Það er lærdómsríkt fyrir mig.“

Sævar Karl segir listasöfnin í München vera sterk og kraftmikil og skarta alþjóðlegri list frá öllum tímabilum listasögunnar. „Ég nefni Alte Pinakotek, Neue Pinakotek (reyndar lokað núna vegna viðgerða), Pinakotek der Moderne og Brandhorst Museum. Í borginni er líka fjöldi gallería,“ segir Sævar Karl.

Listasöfn og tónleikar er það sem Sævar Karl eltir helst uppi þegar hann er á ferðalögum. Hann á sín uppáhaldslistasöfn úti um allan heim.

„Pradó í Madríd - það er einstök upplifun að standa fyrir framan Las Meninas eftir Velazques. Þar eru líka mörg verk eftir El Greco. Moma í New York, þar sér maður amerísku expressjónistana, hvernig þeir þróuðu listina sína. Wilhelm de Kooning, Joan Mitchell, Clyfford Still og fleiri. Einkasafn Peggy Guggenheim i Feneyjum er stórkostlegt,“ segir Sævar Karl um sín uppáhaldssöfn.

Fólk situr úti í München.
Fólk situr úti í München. Ljósmynd/Aðsend

Maturinn í Álaborg kom skemmtilega á óvart

Þrátt fyrir alþjóðlega strauma og háklassa mat í miðju Evrópu fengu þau Sævar Karl og Erla konan hans sinn besta mat á ferðalagi í Álaborg í Danmörku í febrúar síðastliðnum.

„Þar vorum við Erla að heimsækja Tomma, sonarson okkar, sem er við nám þar. Staðurinn heitir Restaurant Nam. Meiri háttar flott matreiðsla undir asískum áhrifum. Tilgerðalaus þjónusta en fyrsta flokks,“ segir Sævar Karl.

Sævar Karl ferðast ekki bara erlendis en uppáhaldsstaðurinn hans á Íslandi er Gnúpverjahreppur.

„Síðastliðinn sex sumur hef ég farið á hestbaki frá Breiðanesi, með Sveini og Elwiru og Andreu sonardóttur minni hjá Núpshestum, upp með Þjórsá og inn á hálendið í fimm til sex daga túra. Í Landmannalaugar og Kerlingarfjöll. Þetta er stórkostlegt ævintýri í hvert sinn.“

Næst á dagskrá hjá hjónunum er að fara í sextugsafmæli og 25 ára brúðkaupsafmæli til vina í Helsingborg í Svíþjóð. „Tveggja daga hátíðahöld með öllu,“ segir Sævar Karl að lokum. 

mbl.is