Bandaríkin senda 200 hermenn til Sádi-Arabíu

Jemen | 26. september 2019

Bandaríkin senda 200 hermenn til Sádi-Arabíu

200 bandarískir hermenn verða sendir til Sádi-Arabíu á næstunni til að auka varnir landsins í kjöl­far árása á tvær stór­ar olíu­vinnslu­stöðvar í land­inu fyrr í mánuðinum. Mark Esper, varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, seg­ir liðsauk­ann send­an að ósk stjórn­valda í Sádi-Ar­ab­íu og Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um. Fyrir eru um 1.000 banda­rísk­ir her­menn í Sádi-Ar­ab­íu. 

Bandaríkin senda 200 hermenn til Sádi-Arabíu

Jemen | 26. september 2019

Fyrir eru um 1.000 banda­rísk­ir her­menn í Sádi-Ar­ab­íu. 200 bætast …
Fyrir eru um 1.000 banda­rísk­ir her­menn í Sádi-Ar­ab­íu. 200 bætast í hópinn á næstunni. AFP

200 bandarískir hermenn verða sendir til Sádi-Arabíu á næstunni til að auka varnir landsins í kjöl­far árása á tvær stór­ar olíu­vinnslu­stöðvar í land­inu fyrr í mánuðinum. Mark Esper, varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, seg­ir liðsauk­ann send­an að ósk stjórn­valda í Sádi-Ar­ab­íu og Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um. Fyrir eru um 1.000 banda­rísk­ir her­menn í Sádi-Ar­ab­íu. 

200 bandarískir hermenn verða sendir til Sádi-Arabíu á næstunni til að auka varnir landsins í kjöl­far árása á tvær stór­ar olíu­vinnslu­stöðvar í land­inu fyrr í mánuðinum. Mark Esper, varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, seg­ir liðsauk­ann send­an að ósk stjórn­valda í Sádi-Ar­ab­íu og Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um. Fyrir eru um 1.000 banda­rísk­ir her­menn í Sádi-Ar­ab­íu. 

Þá mun bandaríska varnarmálaráðuneytið einnig senda svokölluð „patriot“-flugskeyti til Sádi- Arabíu sem og fjórar ratsjár sem greina flugskeyti.  

Talsmaður Bandaríkjastjórnar segir aðgerðirnar fyrst og fremst til að stuðla að öryggi og friði í Mið-Austurlöndum. 

Ut­an­rík­is­ráðherra Sádi-Ar­ab­íu sagði fyrr í dag að allir mögu­leikar væru til skoðunar vegna dróna­árás­ar á olíu­vinnslu­stöðvar í land­inu, meðal ann­ars hernaðarí­hlut­un. 

Sádar og Bandaríkjamenn segja Írana bera ábyrgð á árásunum. Leiðtog­ar Frakk­lands, Þýska­land og Bret­lands tóku und­ir rök­semd­ir Banda­ríkja­manna á mánudag í sameiginlegri yfirlýsingu. Upp­reisn­ar­menn húta í Jemen hafa lýst árás­inni á hend­ur sér á meðan Íran­ar hafa al­farið hafnað því að þeir beri á nokkra ár­byrgð.

mbl.is