Domingo hættur hjá Los Angeles-óperunni

MeT­oo - #Ég líka | 3. október 2019

Domingo hættur hjá Los Angeles-óperunni

Spænski óperusöngvarinn Placido Domingo, sem verið hefur stjórnandi Los Angeles-óperunnar frá árinu 2003, sagði starfi sínu lausu í gær. Domingo, sem sakaður hefur verið um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna, sagði í yfirlýsingu að ásakanirnar kæmu í veg fyrir að hann gæti sinnt starfi sínu sem stjórnandi óperunnar sem hann tók þátt í að stofna.

Domingo hættur hjá Los Angeles-óperunni

MeT­oo - #Ég líka | 3. október 2019

Placido Domingo tók þátt í stofna Los Angeles-óperuna og hafði …
Placido Domingo tók þátt í stofna Los Angeles-óperuna og hafði starfað sem stjórnandi hennar frá árinu 2003. AFP

Spænski óperusöngvarinn Placido Domingo, sem verið hefur stjórnandi Los Angeles-óperunnar frá árinu 2003, sagði starfi sínu lausu í gær. Domingo, sem sakaður hefur verið um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna, sagði í yfirlýsingu að ásakanirnar kæmu í veg fyrir að hann gæti sinnt starfi sínu sem stjórnandi óperunnar sem hann tók þátt í að stofna.

Spænski óperusöngvarinn Placido Domingo, sem verið hefur stjórnandi Los Angeles-óperunnar frá árinu 2003, sagði starfi sínu lausu í gær. Domingo, sem sakaður hefur verið um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna, sagði í yfirlýsingu að ásakanirnar kæmu í veg fyrir að hann gæti sinnt starfi sínu sem stjórnandi óperunnar sem hann tók þátt í að stofna.

Rúm vika er síðan greint var frá því að Domingo myndi ekki koma aftur fram í Metropolitan-óperunni í New York, en sú ákvörðun var tekin skömmu áður en hann átti að stíga þar á svið. Dom­ingo hef­ur ekki komið fram í Banda­ríkj­un­um síðan ásak­an­irn­ar gegn hon­um komu fram í byrj­un ág­úst­mánaðar og höfðu Fíla­delfíu­or­kestr­an og San Frans­iskó-óper­an þegar hætt við að halda sýn­ing­ar með Dom­ingo inn­an­borðs.

Í frétt New York Times frá því í gærkvöldi segir að tilkynning um brotthvarf hans frá Los Angeles-óperunni bendi til þess að tenórinn, sem er 78 ára gamall, gæti verið að hverfa alfarið af sjónarsviðinu í bandaríska óperuheiminum. Domingo hefur þó enn nóg að gera í evrópskum óperuhúsum.

Í yfirlýsingu Domingo segir að honum þyki afar vænt um Los Angeles-óperuna og að hann líti á það sem eitt af sínum mikilvægustu lífsverkum að hafa tekið þátt í að koma henni á laggirnar. Ásakanirnar gegn honum og andrúmsloft sem hefði skapast í kjölfar þeirra gerði honum þó ókleift að þjóna fyrirtækinu lengur.

„Á meðan ég held áfram að hreinsa nafn mitt hef ég ákveðið að það sé best fyrir Los Angeles-óperuna að ég hætti sem aðalframkvæmdastjóri og segi mig frá skipulögðum sýningum,“ segir í yfirlýsingu tenórsins.

Los Angeles-óperan hefur verið að rannsaka ásakanirnar á hendur Domingo og sagði forstjóri hennar, Cristopher Koelsh, að þeirri rannsókn yrði haldið áfram þar innanhúss, þrátt fyrir að Domingo væri nú hættur störfum.

mbl.is