12 kg léttari og laus við verki á breyttu mataræði

Sykurlaus lífsstíll | 5. október 2019

12 kg léttari og laus við verki á breyttu mataræði

Líf Guðrúnar Auðar Björnsdóttur hefur breyst til batnaðar síðan í vor en þá skráði hún sig á námskeiðið Frískari og orkumeiri á 30 dögum á vegum Lifðu til fulls. Guðrún Auður sem er sextugur grunnskólakennari hefur haldið breyttum lífstílsvenjum síðan á námskeiðinu og finnur mikinn mun á sér bæði líkamlega og andlega.

12 kg léttari og laus við verki á breyttu mataræði

Sykurlaus lífsstíll | 5. október 2019

Guðrún Auður er allt önnur eftir að hún hætti að …
Guðrún Auður er allt önnur eftir að hún hætti að borða sykur. Ljósmynd/Aðsend

Líf Guðrúnar Auðar Björnsdóttur hefur breyst til batnaðar síðan í vor en þá skráði hún sig á námskeiðið Frískari og orkumeiri á 30 dögum á vegum Lifðu til fulls. Guðrún Auður sem er sextugur grunnskólakennari hefur haldið breyttum lífstílsvenjum síðan á námskeiðinu og finnur mikinn mun á sér bæði líkamlega og andlega.

Líf Guðrúnar Auðar Björnsdóttur hefur breyst til batnaðar síðan í vor en þá skráði hún sig á námskeiðið Frískari og orkumeiri á 30 dögum á vegum Lifðu til fulls. Guðrún Auður sem er sextugur grunnskólakennari hefur haldið breyttum lífstílsvenjum síðan á námskeiðinu og finnur mikinn mun á sér bæði líkamlega og andlega.

Guðrún Auður segist hafa verið á ákveðnum tímamótum þegar hún ákvað að skrá sig á námskeiðið. Hún sá fram á að hún þurfti að gera eitthvað í sínum málum annars færi illa.

„Ég var óánægð með sjálfa mig, fannst ég allsstaðar finna til sérstaklega í fótum sem varð svo til þess að ég svaf illa. Þegar ég sá svo auglýstan ókeypis fyrirlestur hjá Lifðu til fulls sló ég til og skráði mig og sé ekki eftir því.

Ég hugsaði sem svo að ef námskeiðið skilaði mér þeim árangri að verkir úr líkamanum hyrfu yrði ég himinlifandi. Enn sælli ef ég gæti losnað við sykurinn sem er óþverri. Þetta lukkaðist, ég lærði líka margt annað um til dæmis mat, bætiefni og fleira sem ég hafði alls ekki verið að velta fyrir mér sem er stór ávinningur. Þannig að ég var mjög ánægð með námskeiðið í heild sinni og mér finnst það vera besta ákvörðum sem ég hef tekið lengi að skrá mig í Lifðu til fulls.

Hvaða breytingar gerðir þú á lífi þínu?

„Ég breytti nánast öllu mataræði. Ætlaði í upphafi að taka út sykurinn en tók líka út glútenið þar sem það hentaði bara ágætlega. Allar sósur, sælgæti og rusl og drasl sem manni hættir við að vera troða í sig í tíma og ótíma. Mér finnst bjór mjög góður og hann fékk að fjúka. Ég hef þó fengið mér bjór tvisvar, þrisvar sinnum frá því í vor en mér finnst hann ekki eins góður og áður. Ég fór út að hjóla og hef nánast hjólað á hverjum degi síðan í vor og er enn að. Mér hefur gengið mjög vel að viðhalda öllum breytingum sem ég gerði og finnst til dæmis margt sem ég var að borða orðið bragðvont ef ég hef smakkað á því.“

Guðrún Auður hefur hjólað mikið síðan í vor.
Guðrún Auður hefur hjólað mikið síðan í vor. Ljósmynd/Aðsend

Árangurinn hefur ekki staðið á sér og hefur Guðrún Auður grennst um 12 kíló síðan í vor. Það sem meira er þá er hún laus við alla verki úr fótunum. Hún hefur heldur ekki fundið fyrir höfuðverkjum síðan í vor en hún segir að höfuðverkir hafi fylgt sér megnið af lífinu og segir þá bara hafa versnandi með aldrinum. 

Guðrún Auður finnur það ekki bara á líkamanum að hún hafi breytt um lífstíl, andlega heilsan er líka mun betri.

„Mér finnst ég vera í betra jafnvægi. Er virkari og jákvæðari. Mér fannst ég vera orðin of neikvæð en er glaðari og hlæ meira í dag.“

Kom það þér á óvart að þú byrjaðir að finna fyrir minni verkjum?

„Það kom mér verulega á óvart að finna hvernig verkir fóru að dvína og það ótrúlega fljótt. Fyrst hélt ég að þetta væri ímyndun í mér en þegar ég fór að geta sofið nánast heila nótt án þess að vera sífellt að vakna fór ég að trúa því. Og það var mikil hvatning. Að vakna úthvíld og getað sprottið upp úr rúminu eins og fjöður var dásemd,“ segir Guðrún Auður að lokum ánægð með lífið. 

Guðrún Auður segist vera virkari eftir að hún breytti um …
Guðrún Auður segist vera virkari eftir að hún breytti um lífstíl. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is