Ákærður fyrir kynferðisbrot á Vogi

Kynferðisbrot | 10. október 2019

Ákærður fyrir kynferðisbrot á Vogi

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn 16 ára stúlku með því að hafa tælt hana til að hafa við sig munnmök á salerni á sjúkrahúsinu Vogi í febrúar í fyrra. Voru bæði maðurinn og stúlkan sjúklingar á sjúkrahúsinu þegar meint brot átti sér stað.

Ákærður fyrir kynferðisbrot á Vogi

Kynferðisbrot | 10. október 2019

Sjúkrahúsið Vogur er eitt af meðferðarheimilum SÁÁ.
Sjúkrahúsið Vogur er eitt af meðferðarheimilum SÁÁ.

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn 16 ára stúlku með því að hafa tælt hana til að hafa við sig munnmök á salerni á sjúkrahúsinu Vogi í febrúar í fyrra. Voru bæði maðurinn og stúlkan sjúklingar á sjúkrahúsinu þegar meint brot átti sér stað.

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn 16 ára stúlku með því að hafa tælt hana til að hafa við sig munnmök á salerni á sjúkrahúsinu Vogi í febrúar í fyrra. Voru bæði maðurinn og stúlkan sjúklingar á sjúkrahúsinu þegar meint brot átti sér stað.

Í ákæru málsins, sem gefin er út af héraðssaksóknara, kemur fram að maðurinn hafi gefið henni lyfin Stesolid og Ritalin uno gegn því að hún hefði við hann munnmök.

Maðurinn er ákærður fyrir brot á 3. mgr. 202 gr. almennra hegningarlaga, en þar kemur fram að „hver sem með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt tælir [barn] 1) [yngra en 18 ára] 2) til samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi allt að 4 árum“.

Foreldri stúlkunnar fer auk þess fram á tvær milljónir króna í miskabætur, fyrir hönd stúlkunnar. Málið var þingfest á þriðjudaginn í héraðsdómi.

mbl.is