Ekki þörf á einangrun vegna brots gegn barni

Kynferðisbrot | 17. október 2019

Ekki þörf á einangrun vegna brots gegn barni

Landsréttur telur ekki þörf á því að karlmaður, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn stúlku undir 15 ára aldri, skuli sæta einangrun heldur nægi gæsluvarðhald. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður úrskurðað manninn bæði í einangrun og gæsluvarðhald.

Ekki þörf á einangrun vegna brots gegn barni

Kynferðisbrot | 17. október 2019

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hallur Már

Landsréttur telur ekki þörf á því að karlmaður, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn stúlku undir 15 ára aldri, skuli sæta einangrun heldur nægi gæsluvarðhald. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður úrskurðað manninn bæði í einangrun og gæsluvarðhald.

Landsréttur telur ekki þörf á því að karlmaður, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn stúlku undir 15 ára aldri, skuli sæta einangrun heldur nægi gæsluvarðhald. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður úrskurðað manninn bæði í einangrun og gæsluvarðhald.

Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að stúlkan og annað barn hafi fengið að gista hjá þeim grunaða og verið þar í heimsókn hjá öðrum börnum. Stúlkan og önnur stúlka sem var gestgjafi hafi gist í sófa í stofunni, en hin börnin í svefnherbergi.

Stúlkan vaknaði við að maðurinn kom til hennar og spurði hana hvort karlmenn hefðu einhvern tíma borgað henni. Stúlkan sagði fyrir dómi að hún hefði ekki skilið spurninguna almennilega og farið aftur að sofa. Skömmu síðar hafi hún aftur vaknað þar sem maðurinn var að káfa á henni. Hafi hann  strokið á henni fæturna, lærin og rassinn og hlegið inn á milli. Hann hafi svo staðið upp, en komið aftur og haldið áfram að strjúka á henni rassinn og lærin.

Stúlkan sagðist hafa þóst vera sofandi í þær 20 mínútur sem maðurinn hafi káfað á henni. Þegar hann hafi aftur farið hafi stúlkan vakið stúlkuna sem svaf hjá henni og því næst haft samband við forráðarmann sem hafi strax komið á vettvang og haft samband við lögreglu.

Maðurinn var handtekinn og var hann greinilega í annarlegu ástandi, sjáöldur hans útþanin og talaði hann samhengislaust. Sagðist hann hafa verið sofandi. Á heimilinu fundust notaðar sprautur og nálar, ásamt leifum af ætluðum fíkniefnum á víð og dreif um íbúðina. Þá hafi meðal annars fundist notuð sprautunál í sófanum þar sem stúlkurnar sváfu. Þá var einnig lagt hald á hnífa og haglabyssu sem fundust í íbúðinni. Einnig kemur fram að íbúðin hafi verið ósnyrtileg, blóðdropar á gólfi, veggjum, sófa og inni á baðherbergi.

Maðurinn neitaði við skýrslutöku að hafa brotið á stúlkunni, en sagðist hafa sprautað sig með kókaíni í stofusófa og sofnað þar.

Sem fyrr segir úrskurðaði héraðsdómur manninn í gæsluvarðhald og einangrun til föstudagsins, en Landsréttur taldi ekki nauðsynlegt að hann myndi sæta einangrun og felldi því þann hluta úrskurðarins út.

mbl.is