Þingkonur beðnar um kynlíf

MeT­oo - #Ég líka | 18. október 2019

Þingkonur beðnar um kynlíf

Dæmi eru um að konur á Alþingi hafi verið beðnar um kynlíf eða aðrar kynferðisathafnir af karlkyns kollegum sínum. Þingkonur vinna lengri vinnudag en karlar á þingi og þær eru oftar beðnar um ýmis viðvik sem karlar eru ekki beðnir um. Þá verða frumvörp kvenna síður að lögum en frumvörp karla.  Þetta er meðal þess sem rannsókn Hauks Arnþórssonar stjórnsýslufræðings leiddi í ljós, en í dag kemur út bók Hauks Um Alþingi: Hver kennir kennaranum? þar sem greint er frá þessum niðurstöðum. 

Þingkonur beðnar um kynlíf

MeT­oo - #Ég líka | 18. október 2019

Alþingi
Alþingi Ómar Óskarsson

Dæmi eru um að konur á Alþingi hafi verið beðnar um kynlíf eða aðrar kynferðisathafnir af karlkyns kollegum sínum. Þingkonur vinna lengri vinnudag en karlar á þingi og þær eru oftar beðnar um ýmis viðvik sem karlar eru ekki beðnir um. Þá verða frumvörp kvenna síður að lögum en frumvörp karla.  Þetta er meðal þess sem rannsókn Hauks Arnþórssonar stjórnsýslufræðings leiddi í ljós, en í dag kemur út bók Hauks Um Alþingi: Hver kennir kennaranum? þar sem greint er frá þessum niðurstöðum. 

Dæmi eru um að konur á Alþingi hafi verið beðnar um kynlíf eða aðrar kynferðisathafnir af karlkyns kollegum sínum. Þingkonur vinna lengri vinnudag en karlar á þingi og þær eru oftar beðnar um ýmis viðvik sem karlar eru ekki beðnir um. Þá verða frumvörp kvenna síður að lögum en frumvörp karla.  Þetta er meðal þess sem rannsókn Hauks Arnþórssonar stjórnsýslufræðings leiddi í ljós, en í dag kemur út bók Hauks Um Alþingi: Hver kennir kennaranum? þar sem greint er frá þessum niðurstöðum. 

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur og höfundur bókarinnar Um Alþingi: Hver kennir …
Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur og höfundur bókarinnar Um Alþingi: Hver kennir kennaranum? Ljósmynd/Aðsend

Í bók sinni fjallar Haukur m.a. um framkvæmd stjórnskipunarlaga sem kveða á um starfsemi Alþingis og fleira sem varðar Alþingi, um einkenni þingmanna og þingmannahópa og um völd, valdaaðstöðu og rentusókn. Í einum kafla bókarinnar er fjallað um jafnréttismál og hann byggir á rannsókn sem Haukur gerði í vor. Hún var lögð fyrir 33 konur sem ýmist sitja núna á Alþingi eða gerðu það á síðasta kjörtímabili og var svarhlutfallið 76%.

Káf og kynferðislegt tal

Hann spurði konurnar hvort þær hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni sem lítillækkaði þær á grundvelli kyns, hvort þær hefðu orðið fyrir kynferðislegri mismunun eða hvort farið hefði verið fram á kynferðislegar athafnir af þeirra hálfu. Samkvæmt svörunum hafa 80% þingkvenna orðið fyrir kynbundnu ofbeldi af einhverju tagi. „Birtingarmyndir þess eru ýmsar. Við erum að tala um allt frá niðurlægingu á samfélagsmiðlum og upp í beiðnir um að veita kynferðislega greiða,“ segir Haukur. „Þetta snýst einnig um kynferðislegt tal eða að vera með kynferðislegar tilvísanir og aðdróttanir í þeirra garð.“ 

Ekki var spurt um í rannsókninni hvort þetta ofbeldi og þessi hegðun hefði verið kærð eða vísað áfram á einhvern hátt. „Það hefði örugglega komist á almannavitorð ef einhver svona tilvik hefðu verið kærð,“ segir Haukur. Hann segir að evrópskar rannsóknir sýni að þingkonur kæri nánast aldrei atvik sem þessi. „Það kæmi ekki á óvart að staðan væri svipuð hér,“ segir hann.

Áreitni á netinu meðal birtingarmynda

Einnig var spurt um sálfræðilegt ofbeldi sem konur á þingi verða fyrir, en niðurstöður Hauks gefa til kynna að hlutfall þess sé lægra hér á landi en annars staðar. „Ein birtingarmynd þess er árásir og áreitni á netinu,“ segir hann.

Í niðurstöðum Hauks kemur fram að konur eru almennt neðar á framboðslistum en karlar og að konur á þingi séu að meðaltali áratug yngri en karlar á þingi. „Núna er munurinn á meðalaldri þingkvenna og -karla sjö ár, en þegar aldur allra sem hafa setið á þingi er skoðaður er munurinn meiri. Hann er mestur í Sjálfstæðisflokknum þar sem meðalaldur þingkvenna er um 13 árum lægri en meðalaldur karlanna í þingflokknum,“ segir Haukur. „Það bendir til þess að konunum sé ýtt út eftir vissan aldur. Svo sitja þær að meðaltali styttra á þingi en karlar.“

Bók Hauks Um Alþingi: Hver kennir kennaranum?
Bók Hauks Um Alþingi: Hver kennir kennaranum? Ljósmynd/haukura.is

Frumvörp kvenna síður að lögum

Aðra birtingarmynd kynjamisréttis á Alþingi segir Haukur vera að frumvörp kvenna verði síður að lögum en þau frumvörp sem karlar leggja fram. Í þessu sambandi vísar hann til  gagna sem, sum hver, eru öllum aðgengileg á vef Alþingis. 

Þá vinni þingkonur lengri vinnudaga en karlar á þingi. „Svo eru þær miklu frekar beðnar um að sinna öðrum verkefnum og voru t.d. áður fyrr oft látnar skrifa fundargerðir.“

Haukur segir að niðurstöðurnar sýni að þingið búi við mikið feðraveldi. Þó hlutfall kvenna á Alþingi sé 43%, sem er með því hæsta sem gerist í heiminum, þá séu konurnar þar að miklu leyti á forsendum karlanna. „Þeir þurfa að samþykkja þær, en þeir hafna þeim líka,“ segir Haukur.

Í samræmi við Í skugga valdsins 

Niðurstöður Hauks eru að mörgu leyti í samræmi við frásagnir stjórnmálakvenna sem tjáðu sig í tengslum við #metoo. Í nóvember 2017 sendi hópur stjórnmálakvenna frá sér yfirlýsingu undir yfirskriftinni Í skugga valdsins METOO þar sem þær deildu sögum af valdbeitingu, kynbundnu ofbeldi og áreitni á vettvangi stjórnmálanna. Í áskorun sem fylgdi birtingu yfirlýsingarinnar var þess krafist að stjórnmálaflokkar tækju af festu á þessum málum.

Okkur kemur við hvernig alþingismenn vinna

Haukur bar niðurstöður sínar sam­an við könn­un um kyn­bundið of­beldi sem fram­kvæmd var af Alþjóðaþing­manna­sam­band­inu í sam­vinnu við Evr­ópuráðið í fyrra. Við þann sam­an­b­urð kem­ur meðal ann­ars fram að hlut­fall kvenna sem orðið hafa fyr­ir kyn­bundnu of­beldi er hærra á Alþingi varðandi tvenns konar ofbeldi en á öðrum þjóðþing­um Evr­ópu. Að mati Hauks er þó ekki hægt að fullyrða um að staðan sé verri hér en annars staðar í Evrópu. „Hugsanlega er fólk frekar tilbúið að segja frá svona hlutum hér á landi en annars staðar,“ segir hann.

Alþingi er Hauki ekki ókunnugt, en hann starfaði þar um langt skeið sem yfirmaður tölvumála. Hann segist hafa vitað af þessum gögnum og þeirri kynjamismunun sem hafi viðgengist á Alþingi. Spurður hvers vegna hann hafi ákveðið að rannsaka starfsaðstæður þingmanna með þessum hætti segir hann það vera mikilvægt. „Hugsanlega finnst einhverjum að það eigi ekkert að vera að skoða þetta, en ég er ekki sammála því. Við kjósum þetta fólk og okkur kemur við hvernig það vinnur.“

mbl.is