Theodóra Alfreðs kennir í virtum breskum háskóla

Lundúnir | 27. október 2019

Theodóra Alfreðs kennir í virtum breskum háskóla

Theodóra Alfreðsdóttir vöruhönnuður býr í London og er nýflutt niður í Peckham sem er í suðausturhluta borgarinnar. Þegar hún flutti fyrst til London bjó hún í Hackney, sem er í norðausturhluta borgarinnar. Hún hóf nýverið að kenna í London Metropolitan-háskólanum. Nýverið tók hún þátt í London Design Week, með bæði ný ljós sem hún gerði í samstarfi við félaga sinn Tino Seubert og svo keramikborð sem er áframhald á verkefni sem hún hefur verið að vinna undanfarin tvö ár. 

Theodóra Alfreðs kennir í virtum breskum háskóla

Lundúnir | 27. október 2019

Theodóra er ánægð að búa í Bretlandi og segir það …
Theodóra er ánægð að búa í Bretlandi og segir það sem heillar hana helst sé hraðinn í London og fjölbreytileikinn. Ljósmynd/Katrín Ólafsdóttir

Theodóra Alfreðsdóttir vöruhönnuður býr í London og er nýflutt niður í Peckham sem er í suðausturhluta borgarinnar. Þegar hún flutti fyrst til London bjó hún í Hackney, sem er í norðausturhluta borgarinnar. Hún hóf nýverið að kenna í London Metropolitan-háskólanum. Nýverið tók hún þátt í London Design Week, með bæði ný ljós sem hún gerði í samstarfi við félaga sinn Tino Seubert og svo keramikborð sem er áframhald á verkefni sem hún hefur verið að vinna undanfarin tvö ár. 

Theodóra Alfreðsdóttir vöruhönnuður býr í London og er nýflutt niður í Peckham sem er í suðausturhluta borgarinnar. Þegar hún flutti fyrst til London bjó hún í Hackney, sem er í norðausturhluta borgarinnar. Hún hóf nýverið að kenna í London Metropolitan-háskólanum. Nýverið tók hún þátt í London Design Week, með bæði ný ljós sem hún gerði í samstarfi við félaga sinn Tino Seubert og svo keramikborð sem er áframhald á verkefni sem hún hefur verið að vinna undanfarin tvö ár. 

„Nú er ég í eftirfylgni með þau verkefni ásamt því að vera í hugmyndavinnu og útfærslum á verkefnum fyrir sýningu í Ástralíu í byrjun næsta árs og HönnunarMars 2020.“

View this post on Instagram

Mould | Ceramic side tables also on show at 19 Greek street, an extension of my previous mould studies. This time the mould for these three shapes stack up and can create different arrangements. Thanks to @theceramicists 
Welcome drinks on Friday September 20, 6.30pm-9.30pm 
19 Greek Street
W1D 4DT
London

Opening hours;
Wednesday September 18 – Saturday September 21
12pm-8pm 
Sunday September 22 
12pm – 6pm

RSVP info@tinoseubert.com / Hello@theodoraalfredsdottir.com

Photo by @stratonheron #moulds #making #ceramics #stackable #shapes #pressmoulding #furniture #table #design #making #designers #theodóraalfreðsdóttir #19GreekStreet #London #designweek #collaboration #colours #LDNdesignfair #londondesignfair  #LDF19 #londondesignfestival  #interiordesign #spatialdesign

A post shared by Theodóra Alfreðsdóttir (@theodoraalfreds) on Sep 20, 2019 at 5:44am PDT

Hvernig er heimilislífið?

„Virkilega rólegt og gott, ég bý í frábærri rúmgóðri íbúð með viðargólfum sem er algjör lúxus í London. Hérna er mjög algengt að deila húsnæði með öðrum og ekkert athugavert við það fram til kannski fertugs. Að búa með öðrum er ótrúlega skemmtilegt að mörgu leyti en getur líka reynt á þolinmæðina. Maður lærir svo margt um sjálfan sig en að sama skapi kemst maður að jafn mörgu þegar maður fær svo tækifæri til að búa einn, ég er til dæmis búin að átta mig á að það voru kannski ekki hinar í íbúðinni sem voru ekki frábærar í að vaska upp!“

Theodóra vöruhönnuður býr og starfar í London en kemur reglulega …
Theodóra vöruhönnuður býr og starfar í London en kemur reglulega heim að vinna og vera með fjölskyldunni. mbl.is/Fernando Laposse

Hvað er skemmtilegast að gera í borginni þinni?

„Það sem ég er hrifnust af við London er fjölbreytileikinn, hvert hverfi hefur sinn karakter og það er alltaf hægt að finna eitthvað nýtt, vera túristi í eigin borg. Mér finnst ótrúlega gaman að labba á milli staða þegar ég hef tíma frekar en að taka lestir en þannig hef ég rambað á flesta af mínum uppáhaldsstöðum.“

Áttu þér uppáhaldsveitingahús?

„Ég er búin að vera mikið að reyna kynnast þessu nýja hverfi svo núna eru tveir staðir sem eiga toppsætið; Mr. Bao og Taco Queen. Báðir frekar litlir staðir sem bjóða upp á smárétti svo maður getur smakkað alls konar. Annars eru indverski staðurinn Dishoom og My neighbour the dumpling alltaf mjög góðir.“

Hvernig myndir þú eyða draumadeginum í borginni?

„Núna í haustlitunum væri draumadagur að fara upp í Hampstead Heath sem er risastór garður í norðurhluta borgarinnar. Garðurinn er það stór að maður getur alveg gengið um í marga tíma og liðið eins og maður sé langt uppi í sveit. Enda svo göngutúrinn á því að fara á pöbb og fá sér að borða. Einn sem er í uppáhaldi heitir The Spaniards Inn og er rétt fyrir utan garðinn. Hann stendur í hrikalega brattri þröngri götu og er alveg ekta „breskur“ — lágt til lofts og frekar dimmt og notalegt inni. Þar er hægt að setjast við eldinn og spila svo og spjalla í nokkra tíma. Gæti ekki verið betra!“

Hvað einkennir matargerðina á þínu svæði?

„Mikill hluti íbúanna á þessu svæði þar sem ég bý er frá Nígeríu og Bangladesh svo það er alltaf yndislegur ilmur í loftinu af framandi kryddum. Annars er mjög mikil blanda af fólki hvaðanæva svo það er mjög fjölbreytt.“

Hvað kom á óvart við flutningana út á sínum tíma?

„Að upplifa stærðina og fjöldann. Það var mjög skrítið að vera allt í einu alltaf umkringdur fólki, bæði heima hjá sér og úti. Það braut líka í mér hjartað að sjá allt fólkið sem er heimilislaust hérna en það er stórt vandamál í öllu Bretlandi.

En á jákvæðum nótum var það aðgengi að öllu; mat, sýningum, efnivið, mörkuðum og svo framvegis. Líka það að upplifa að borða mismunandi mat eftir árstíðum var eitthvað sem ég hafði ekki þekkt frá Íslandi, nema kannski kartöflur.“

Hvers saknarðu helst frá Íslandi?

„Að undanskilinni fjölskyldu og vinum þá er það að fá Fréttablaðið inn um lúguna á morgnana. Það er eitthvað svo notalegt að drekka morgunkaffið með kveikt á kerti og lesa fréttirnar. Sund og bragðarefur eru líka ofarlega á lista.“

Hvað er gaman fyrir fjölskyldufólk að gera í borginni?

„Allir garðarnir sem eru hérna eru algjör draumur fyrir fjölskyldufólk, sérstaklega á sumrin þegar hægt er að taka með sér nesti og eyða deginum þar.“

Hvað ættu allir að kaupa í heimsókn til borgarinnar?

„Fjárfesta í einhvers konar upplifun. Hvort sem það er fara á leiksýningu í einu af West End-leikhúsunum, eða fara í strætó og sitja fremst á efri hæðinni með kaffi og sjá hvernig stemningin breytist þegar maður líður í gegnum hverfin.“

Hvað ættu ferðamenn að varast?

„Að eyða öllum sínum tíma í miðborginni! London hefur svo mörg frábær hverfi sem hafa öll sinn kjarna sem eru miklu meira spennandi en Oxford-stræti. Annars er það bara að vera ekki að veifa símum og peningum, leyfa almennri skynsemi að ráða ferðinni og standa hægra megin í rúllustigum.“

Hvað er eftirsóknarvert við staðinn sem þú býrð á?

„Það sem heldur mér í London er orkan sem er í borginni, það er svo margt fólk og allir á hálfgerðum hlaupum sem fær mann til þess að hlaupa með. Allir eru á ferð og flugi og jafnvel strætó þarf að vera á tveimur hæðum, því ein hæð er bara hreinlega ekki nóg. Þetta getur auðvitað verið bæði gott og slæmt en virkar mjög hvetjandi á mig svo lengi sem maður á rólegar stundir heima inn á milli.“

Hvernig er dagurinn í þínu lífi?

„Ég vakna alltaf mjög rólega og get svo eytt góðum klukkutíma í að snúast í kringum sjálfa mig á morgnana, drekka kaffi og hlusta á útvarpið. Ég sef alltaf með símann á flugvélastillingu og reyni að halda því þannig þangað til ég fer út úr húsi. Það sem mér finnst best við starfið mitt er að engir tveir dagar eru eins. Það fer eftir því hvar ég er stödd í verkefnavinnu en sumir dagar eru bara tölvuvinna á meðan aðrir dagar fara meira að skissa í efni eða búa til hluti. Inn á milli eru svo fundir og veiðar fyrir næstu verkefni.“

mbl.is