Hefur fært umræðuna frá jaðri inn á miðju

Réttindabarátta hinsegin fólks | 30. október 2019

Hefur fært umræðuna frá jaðri inn á miðju

„Norðurlöndin voru í fararbroddi þeirra ríkja sem settu umhverfismál og jafnréttismál á oddinn, og barátta okkar í málefnum LGBTI-fólks hefur vakið verðskuldaða athygli. Þessi barátta okkar, ásamt fjölda annarra sem betur fer, hefur fært þessi mál frá jaðri inn á miðju í mörgum samfélögum. Við höfum í gegnum áratugina staðið dyggan vörð um marghliða alþjóðasamvinnu, frið og mannréttindi, lýðræðislegar leikreglur og grundvöll réttarríkisins. Slík barátta er ekki síst mikilvæg nú þegar réttarríkið á undir högg að sækja og falsfréttum er dreift eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra en hann ávarpaði þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í dag.

Hefur fært umræðuna frá jaðri inn á miðju

Réttindabarátta hinsegin fólks | 30. október 2019

Breyttir tímar. Jökullinn Ok er nú horfinn en í sumar …
Breyttir tímar. Jökullinn Ok er nú horfinn en í sumar var minningarskildi komið fyrir þar sem hann var áður. mbl.is/RAX

„Norðurlöndin voru í fararbroddi þeirra ríkja sem settu umhverfismál og jafnréttismál á oddinn, og barátta okkar í málefnum LGBTI-fólks hefur vakið verðskuldaða athygli. Þessi barátta okkar, ásamt fjölda annarra sem betur fer, hefur fært þessi mál frá jaðri inn á miðju í mörgum samfélögum. Við höfum í gegnum áratugina staðið dyggan vörð um marghliða alþjóðasamvinnu, frið og mannréttindi, lýðræðislegar leikreglur og grundvöll réttarríkisins. Slík barátta er ekki síst mikilvæg nú þegar réttarríkið á undir högg að sækja og falsfréttum er dreift eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra en hann ávarpaði þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í dag.

„Norðurlöndin voru í fararbroddi þeirra ríkja sem settu umhverfismál og jafnréttismál á oddinn, og barátta okkar í málefnum LGBTI-fólks hefur vakið verðskuldaða athygli. Þessi barátta okkar, ásamt fjölda annarra sem betur fer, hefur fært þessi mál frá jaðri inn á miðju í mörgum samfélögum. Við höfum í gegnum áratugina staðið dyggan vörð um marghliða alþjóðasamvinnu, frið og mannréttindi, lýðræðislegar leikreglur og grundvöll réttarríkisins. Slík barátta er ekki síst mikilvæg nú þegar réttarríkið á undir högg að sækja og falsfréttum er dreift eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra en hann ávarpaði þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í dag.

AFP

Utanríkisráðherrar norrænu ríkjanna hafa setið á fundum í dag þar sem meðal annars var samþykkt að fá Björn Bjarnason til þess að vinna nýja skýrslu svipaðri og Stoltenberg-skýrslan á sínum tíma.

Guðlaugur Þór segir að raddir Norðurlanda heyrist ekki bara á Norðurlandaráðsþingi heldur einnig á vettvangi SÞ þar sem Svíþjóð sat þar til nýverið við borðið í öryggisráðinu og að sögn Guðlaugs sest Noregur þar vonandi senn.

„Í mannréttindaráðinu þar sem Ísland og Danmörk hafa verið; og í Evrópusamvinnunni þar sem Finnland er nú í forsæti ráðherraráðs ESB eftir vel heppnaða formennsku í Evrópuráðinu. Grænland og Færeyjar skipta miklu máli á norðurslóðum og í N-Atlantshafssamstarfinu, og Álandseyjar eru fyrirmynd í sjálfbærni.“

Utanríkismál hafa átt salinn í þinghúsinu í Stokkhólmi eftir hádegið.
Utanríkismál hafa átt salinn í þinghúsinu í Stokkhólmi eftir hádegið. norden.org

Guðlaugur Þór kom einnig inn á loftslagsmálin í erindi sínu en nýverið komst fæðingarsveit hans í heimsfréttirnar þegar þess var minnst að jökullinn Ok lauk æviskeiði sínu. „Það er áminning til okkar um hversu viðkvæmt vistkerfið okkar er. Við eigum að nýta styrkinn í norrænu samstarfi, þekkingu okkar, þrautseigju og hugkvæmni í þágu nýrra lausna í loftslagsmálum eins og lagt er upp með í nýrri framtíðarsýn norrænu ráðherranefndarinnar.

Í Borgarnesi gerði ég kollegum mínum grein fyrir áherslum formennsku okkar í norðurskautsráðinu. Með sjálfbærni að leiðarljósi viljum við nýta efnahagsleg tækifæri til hagsbóta fyrir íbúa norðurslóða. En við viljum samvinnu sem byggist á alþjóðlegum leikreglum. Til að svo megi verða þurfa norðurslóðir að vera áfram lágspennusvæði.

Við ræddum enn fremur þá miklu athygli sem norðurslóðamál njóta nú, ekki síst frá stærri ríkjum. Bandaríkin sýna svæðinu mun meiri áhuga. Það er ánægjuefni enda viljum að Bandaríkin séu sem virkust á alþjóðavettvangi. Það er mikilvægt að hafa í huga að núverandi aðstæður á alþjóðavettvangi kalla á meiri, en ekki minni, samvinnu við okkar bandamenn. Við megum ekki gleyma að við deilum sömu grundvallargildum og það er grundvallaratriði þegar um er að ræða fjárfestingar og þjóðaröryggi. 

Þegar við hittumst í Berlín fyrir tveimur vikum fór mestur tíminn í að ræða ástandið í norðausturhluta Sýrlands en Norðurlöndin hafa öll fordæmt aðgerðir Tyrkja.  

Annars vorum við að halda upp á 20 ára afmæli sendiráðsbygginganna í Berlín, flaggskips utanríkisþjónusta okkar. Samstarfsformið í Berlín er dæmi um norrænt samstarf eins og það gerist best.“  

mbl.is