Stoltenberg 2009 - Björn 2020

Norðurlandaráðsþing 2019 | 30. október 2019

Stoltenberg 2009 - Björn 2020

Björn Bjarnason mun vinna nýja skýrslu svipaða þeirri og Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, vann um norræna samvinnu fyrir áratug. Áætlað er að Björns-skýrslan komi út um mitt næsta ár.

Stoltenberg 2009 - Björn 2020

Norðurlandaráðsþing 2019 | 30. október 2019

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpaði þing Norðurlandaráðs í dag.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpaði þing Norðurlandaráðs í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Björn Bjarnason mun vinna nýja skýrslu svipaða þeirri og Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, vann um norræna samvinnu fyrir áratug. Áætlað er að Björns-skýrslan komi út um mitt næsta ár.

Björn Bjarnason mun vinna nýja skýrslu svipaða þeirri og Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, vann um norræna samvinnu fyrir áratug. Áætlað er að Björns-skýrslan komi út um mitt næsta ár.

Björn Bjarnason mun vinna skýrsluna fyrir Norðurlandaráð.
Björn Bjarnason mun vinna skýrsluna fyrir Norðurlandaráð. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Þetta kom fram í máli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra er hann ávarpaði Norðurlandaþingið í Stokkhólmi nú fyrir skömmu. Stoltenberg-skýrslan markaði tímamót í norrænu samstarfi og sagði Guðlaugur að skýrslan frá 2009 hafi sannarlega reynst innspýting í norrænt samstarf og leitt til aukins samstarfs á sviði utanríkis- og öryggismála. Margt hefur breyst síðan. Nægir þar að nefna loftslagsbreytingar, nýjar hættur eins og netógnir, og endurteknar tilraunir til að grafa undan marghliða alþjóðasamvinnu, alþjóðastofnum og alþjóðalögum.

Samþykkt var á fundi ráðherranna fyrr í dag að fá Björn til verksins en fram kom á septemberfundi Norðurlandaráðs í Helsingfors að rík ástæða þyki til þess að vinna nýja Stoltenberg-skýrslu, þ.e. nýja úttekt á norrænu samstarfi um utanríkis- og öryggismál í framtíðinni.

Þinghúsið í Stokkhólmi.
Þinghúsið í Stokkhólmi. norden.org/Johannes Jansson
mbl.is